Trölladyngju / Krýsuvíkurreinin með hraun allt frá Suðurstrandavegi til Vallanna.

Þorbjörn Þórðarson eldfjallafræðingur beinir í viðtengdu viðtali á mbl.is umræðu að þeim eldstöðvakerfum, sem gætu orðið virk og ógnað innviðum á borð við Reykjanesbraut og flugvelli á svæðinu.

Núverandi flugvellir við sunnanverðan Faxaflóa eru á nokkurn veginn skástu stöðum, sem hægt er að finna, sem minnst hætta er að hraunstraumar nái til. 

Nýlegir gígar í Óbrynnishólum skammt sunnan við Kaldársel sendu frá sér hraunstrauma til sjávar við Straumsvík og Vellina, og það eru aðeins örfáir kílómetrar frá núverandi eldstöð og kvikusöfnun við Keili til að senda hraun niður Afstapahraun og yfir hið þráða flugvallarstæði, sem kennt hefur verið til Hvassahraun, en hraun með því nafni hefur í raun aldrei verið til.   

Mjög líklega er nú hafið eldvirknistímabil á Reykjanesskaga, sem gæti staðið í nokkrar aldir, líkt og gerðist síðast ´með slíku tímabili, sem lauk fyrir átta hundruð árum. 

Fráleit er sú hugmynd að alþjóðaflugvöllur í Flóanum geti komið í stað Reykjavíkurflugvallar. 

Verstu flugskilyrðin á suðvesturlandi eru í hvössum rigningaráttum úr suðri eða suðaustri. 

Keflavíkurflugvöllur og Flóinn eru þegar þannig stendur á sama veðursvæði á sama tíma og Reykjavíkurflugvöllur nýtur góðs að því skjóli sem Reykjanesfjallgarðurinn veitir.  


mbl.is Ráðleggur Hafnfirðingum að byggja ekki sunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband