Himinn og haf á milli sjónarmiða í laxeldinu, Hálf milljón tonn á ári.

Á sama tíma og Norðmenn flýja með sjókvíaeldi sitt til Íslands og hér á landi er stefnt í opinberum yfirlýsingum í þeirri stefnu að láta ekki staðar numið við að tífalda sjókvíkaeldið hér við lahdn, heldur bæta í og tífalda þessa tíföldun á næstu áratugum. 

Það þýðir hundraðföldun frá árinu 2014. Allir þeir, sem voga sér að setja spurningarmerki við þetta brjálæði eru útnefndir óvinir landsbyggðarinnar. 

Þar með eru Seyðfirðingar komnir í hóp óvina sjálfs sín. Erfðablöndun finnst nú í laxi í 250 kílómetra fjarlægð frá sjókvíunum, en boðendur þeirrar nýtingarstefnu verja hina græðgistrylltu stefnu sína sem aldrei fyrr.  

Æskilegt takmark sjókvíaeldis við landið hefur verið kynnt: Hálf milljón tonn af eldislaxi á ári. 


mbl.is Áhyggjur af erfðamengun laxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Einar K. Guðfinnsson var kjörinn formaður (LF) Landsamband fiskeldisstöðvar. Hann er þá vinur landsbyggðarinnar og er skítsama um firði landsins en fær án efa góð laun fyrir vel unnin störf!! 

Sigurður I B Guðmundsson, 14.7.2023 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband