Sérstaða Íslands: 1320 kílómetrar til Glasgow.

Sérstaða Íslands í flugsamgöngum kemur fram á ýmsan hátt sem afleiðing af þeirri sérstöðu, sem fjarlægðin frá öðrum löndum veldur.  

Í öllum öðrum Evrópulöndum er að finna gnægð góðra flugvalla, þannig að við gerð flugáætlana er hægt að eiga aðgang að fjölda flugvalla. 

Gott dæmi er Brussel, þar sem varaflugvellir eru í sex löndum sem aðeins tekur innan við hálftíma að fljúga til. 

Við flugtak þarf að gera ráð fyrir að fljúga þurfi á afli annars tveggja hreyfla yfir á varaflugvöll ef eitthvað ber út af. 

Ef um Keflavíkurflugvöll er að ræða eru aðstæður þannig, að skilyrði til lendingar þar eru með lakari veðurtakmarkanir en skilyrði til flugtaks. Einnig eru veðurskilyrði oft betri á Reykjavíkurflugvelli en í Keflavík. 

Bili hreyfill við slík skilyrði er ómetanlegt hagræði að því að aðeins er innan við tíu mínútna flug frá Keflavík til Reykjavíkur. 

Miklar fjárhæðir eru auk þess í húfi vegna þess kostnaðar, sem verður við að þurfa að bæta auka eldsneyti á vélina til að fljúga miklu lengri leið til varaflugvallar. 

Tugir flugvéla myndu lenda í þessu ef Reykjavíkurflugvallar nyti ekki við, því að ekki er fýsilegt vegna fjallahindrana að fljúga á öðrum hreyflinum einum til Akureyrar, og til Egilstaða er langt. 

Enn skortir innviði og lengri flugbraut á Egilsstöðum. 

Nýlega kom í ljós hve sérstaða Íslands frá öðrum löndum er óhagkvæm fyrir millilandaflugið íslenska þegar refsa átti Íslenskum flugrekstraraðilum með nýjum kolefnissköttum.  

Að vísu fékkst fram frestun á þessu ranglæti, en það vofir samt enn yfir. 

Á fundi með flugmálaráðherra nýlega sagði hann í einu orðinu að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram á núverandi stað í 25 ár en í hinu orðinu að áfram yrði unnið dyggilega að rannsóknum vegna lagningar nýs alþjóðaflugvallar "í Hvassahrauni" ( ekkert hraun með því nafni er þó til). 


mbl.is Hugmyndir um nýjan alþjóðaflugvöll óraunhæfar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort Hvassahraun sé til eða ekki þá hefur eitthvað verið kallað Hvassahraun í a.m.k. 170 ár.   https://timarit.is/page/2017362?iabr=on#page/n49/mode/2up    og er merkt inn á kort Daniels Bruun frá 1913.  https://islandskort.is/map/1139#?c=0&m=0&s=0&cv=0&r=0&xywh=1428%2C3909%2C690%2C378

Vagn (IP-tala skráð) 14.7.2023 kl. 20:44

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ómar.

þÓ að flugbrautin á egs sé of stutt, þá er heildarlengd samt 2,2 km lendingar braut um 1,8 km en reykjavík mesta lengd 1,7 km en lendingabraut um 1,5 km

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 14.7.2023 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband