19.7.2023 | 19:53
Algeng húsráð, sem gott er að hafa í huga.
Allt frá árinu 2015 þegar farið var á rafreiðhjóli frá Akureyri til Reykjavíkur sem knúið var eingöngu með þess eigin rafafli og pedalarnir teknir úr sambandi, hefur Gísli Sigurgeirsson rafeindavirki verið aðað ráðgjafi þessarar bloggsíðu í þessum málum.
Gísli fékk sér gamalt reiðhjól, sem átti að farga og bjó til úr því rafreiðhjólið Sörla.
Ferðin gekk vel og Sðrli setti met, sem stendur enn: 159 kílómetrar á einni hleðslu eingðngu.
Þegar minnsti rafbíll landsins kom til sögu, varð fljótlega bilun í snertiskjánum, þar sem sjá má stöðuna á rafhlöðunni hverju sinni.
Lausn þess mál var sára einföld: Keyptur einfaldur straummælir, sem lesið er af eftir þðrfum á meðan hlaðið er.
Þessi einfalda aðferð hefur bæði verið fræðandi og nytsamleg. Á mælinum má sjá hvernig amperafjöldinn er venjulega um 8 amper, sem er 2 amperum undir þoli öryggisins.
Og rafstraumurinn er venjulega í kringum 1,6 til 1,9 kwst.
í handbók Tazzari bílsins er ráðlagt að leyfa straumnum að vera á hálfri til einni og hálfri klukkstund lengur en framleiðandi bílsins gefur upp. Sá tími nýtist í hleðslunni til að jafna hleðsluna út á milli sellanna.
Og láta helst ekki líða meira en tvær vikur milli þess að svona aðferð við hleðsluna sé notuð.
Með því að fylgjast með straummælinum sést vel þegar straumurinn byrjar að minnka í lok hleðslunnar, allt frá 1,36 kwst og niður í 0,1 kwst á meðan staðan á sellunum er að jafnast.
Besta hitastigið við geymslu á rafhlöðum er um 10 stig, og í langtímageymslu er best að hafa aðeins um 60 prósent á rafhlöðunni.
Litli straummælirinn er bæði fræðandi, nytsamlegur og mikið öryggistæki.
Myndskeið: Rafhlaða springur í hleðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég verð að viðurkenna að mér finnst gaman að fikta með góðan mæli. Og nú getur maður fengið allar upplýsingar í síman hvar sem maður er staddur. Volt, vött, amper og tíðni, það vantar bara að sjá hvort rafmagnið er grænt eða ekki.
Vagn (IP-tala skráð) 19.7.2023 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.