Villtar yfirlýsingar um "kolefnistrúboð" RÚV á facebook.

Makalaust er  að lesa langlokurnar sem nú eru skrifaðar dag eftir dag á facebook og fleiri samfélagsmiðlum um hitabylgjurnar erlendis, sem fullyrt er í þessum skrifum, að séu stórfelldur lygaáróður, sem knúinn sé áfram af RÚV.  

Í þessum dæmalausu og hatrömmu árásum á fréttaflutninginn af hitabylgjunum er fullyrt, að fréttirnar séu hreinn uppspuni og að þvert á móti sé ekkert óvenjulegt við sumarveðrið á þeim svæðum erlendis, þar sem gefnar hafa verið út rauðar viðvaranir fyrir hundruð milljóna manna. 

Þótt þessar trylltu yfirlýsingar fjölmargra efasemdarmanna í loftslagsmálum um uppspuna "loftslagstrúboða" séu ofstopakenndar og dæmi sig sjálfar, er það í raun áhyggjuefni, hve stóryrtar og víðtækar þær eru.  


mbl.is „Ógeðslegt“ í 52 stiga hita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

„Efasemdarmenn í loftslagsmálum" efast um það að CO2 hafi áhrif á hlýnun jarðar, það hefur engum tekist að sanna það. Ekki er deilt um það það hvort jörðin hitni eða kólni...

Ástralinn og vísindamaðurinn Ian Plimer er einn þeirra sem fullyrðir að þarna sé engin fylgni, að CO2 geti einfaldlega ekki valdið auknum hita. Oft hefur verið meira CO2 í andrúmsloftinu en minni hiti:

Heyra má í homum hér:

https://twitter.com/wideawake_media/status/1662750459273138176


Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 19.7.2023 kl. 10:11

2 identicon

IanPlimer er jarðfræðingur sem starfar fyrir Ástralskar kolanámur og kennir jarðfræði námavinnslu við háskólann í Adelaide. Hvort hægt sé að kalla jarðfræðinga, tannlækna eða sálfræðinga vísindamenn þegar kemur að loftslagsmálum verður hver að ákveða fyrir sig. Sjálfur mundi ég ekki spyrja minn tannlækni eða Þorvald Þórðarson jarðfræðing út í loftslagsmál þó þeir séu ágætir í sínu fagi.

"..það hefur engum tekist að sanna það.." Það hefur heldur engum tekist að sanna að sólin komi upp á morgun. Sannanir eru ekki til í vísindum. Og kalli einhver eftir sönnunum í vísindum þá er þar á ferð blekkingarleikur sem ekki tengist vísindum á neinn hátt. Þegar rök skortir til að hnekkja yfirgnæfandi líkum þá er örþrifaráð að kalla eftir sönnunum. Tóbaksiðnaðurinn og málpípur hans kölluðu til dæmis stöðugt eftir sönnunum löngu eftir að öllum varð ljóst að yfirgnæfandi líkur væru á því að reykingar væru skaðlegar.

Vagn (IP-tala skráð) 19.7.2023 kl. 15:57

3 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Haha Vagn mættur til að gera lítið úr vísindamönnum sem ekki fylgja narratífinu eins og í C-19. Hvað er mikið eftir að þeim vísindum annars? Ertu enn að bíða eftir hjarðónæminu, heima hjá þér með grímu? Plimer er prófessor við háskólann í Melboourne.

Verst að þú sért gunga sem þorir ekki að koma fram undir nafni, þannig að hægt sé að sjá hvaða menntun og þekkingu þú hefur. Þar til ertu bara fakt-tékkari sem starfar fyrir áróðursmenn...og liggur yfir öllu bloggi og athugasemdum.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 19.7.2023 kl. 16:22

4 identicon

Fakt-tékkarar hafa hlutverk þegar fólk eins og Þórdís láta fakt-tékking lönd og leið til að koma rakalausum boðskap sínum til skila.

Plimer er professoremeritus við háskólann í Melbourne, ekki starfandi. Ágúst Einarsson rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi þingmaður er til dæmis prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst, veit ekki hvort það geri hann eitthvað séní á sviði loftslagsmála.

Vagn (IP-tala skráð) 19.7.2023 kl. 16:53

5 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Þeim fer ört fjölgandi þeim vísindamönnum sem staðhæfa með sterkum rökum að koldíoxíð hafi naumast nokkur áhrif á hlýnun Jarðar. 

Ef svo heldur sem horfir þá fer að styttast í að Loftlagskirkjan hrynji eins og kirkjan í Hruna forðum.

Íslendingar búa við nærtækan mælikvarða um að hitastig á norðurslóðum hnattarins hafi verið mun hærra á Landnámsöld en í dag.   Mælikvarðinn er stærð Vatnajökuls.   Vitað er að hann var ekki svipur hjá sjón á þeim tíma og bar nafnið Klofajökull enda var hann þá í tveimur hlutum.

Varla getur barnið Greta Thunberg, Vagn né þeirra nótar, skrifað það á reikning fornmanna.

Daníel Sigurðsson, 19.7.2023 kl. 17:30

6 identicon

"Þeim fer ört fjölgandi þeim vísindamönnum sem staðhæfa með sterkum rökum að koldíoxíð hafi naumast nokkur áhrif á hlýnun Jarðar." Að hefja pistil á fullyrðingum sem byggja á persónulegri skoðun frekar en einhverju mælanlegu, teljanlegu eða sjáanlegu er dæmi um rökleysi. Og svo þegar við bætist staðbundið veðurfar sem eitthvað mótsvar í umræðu um hnattræn loftslagsmál þá er augljóst hvaða blekkingarleikur er í gangi. Stærð Vatnajökuls ræðst af fleiri þáttum en hnattrænu loftslagi. Og stærð Vatnajökuls, eða veður í Hafnarfirði, eru ekki einu sinni neisstaðar nálægt því að vera mælikvarðar á hitastig á norðurslóðum hnattarins.

Vagn (IP-tala skráð) 19.7.2023 kl. 18:27

7 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Vagn, ég man alla þína Covid-og sprautu punkta. Þú hafðir rangt fyrir þér í öllu. Þannig skil að þú sért nafnlaust grey. Já Plimer er prófessor emeritus, sendu honum endilega sönnun á því að CO2 valdi hækkun hita ;)

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 19.7.2023 kl. 18:42

8 identicon

Þórdís, það sem þú átt við er að þú haldir að ég hafi haft rangt fyrir mér. Enda passar það sem ég sagði, og segi, og "fakt-tékkaði" ekki við það sem þér var sagt og lést vera að "fakt-tékka" og trúir samt enn. Þú kemur fram undir nafni og það er nokkuð ljóst eftir það sem frá þér hefur komið að það er enginn gæðastimpill.

Ég þarf ekki að senda Plimer neitt, frekar en öðrum sem hafa enga menntun á þessu sviði, enga starfsreynslu og starfa sinna vegna geta ekki talist hlutlausir. Hann má segja hvað sem hann vill mín vegna, og þá er það mitt að "fakt-tékka" og sjá hvort hann sé sannorður og marktækur. Nokkuð sem þú mættir stundum gera. 

Vagn (IP-tala skráð) 19.7.2023 kl. 19:11

9 identicon

Þórdís Björk. Satt er það, engum hefur víst tekist að sanna að CO2 hafi áhrif á hlýnun jarðar. Það hefur heldur ekki tekist að sanna afstæðiskenningu Einsteins, svo að dæmi sé tekið, en það hefur heldur engum tekist að afsanna hana.

Allur er varinn góður. Það kostar fúlgur fjár að koma í veg fyrir alls konar hugsanleg slys eða skaða sem aldrei eiga sér stað. Hvað kostar t.d. allur öryggisútbúnaðurinn í bílunum okkar?

Sönnunarbyrðin hvílir ekki á þeim sem halda fram áhrifum mannsins á loftslagið heldur á þeim sem afneita henni. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.7.2023 kl. 19:24

10 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Vagn, þú beitir sjálfur rökleysu og blekkingarleik (sem þú kallar svo) sem  þú vænir aðra um þegar þú segir án nokkurs rökstuðnings:

Stærð Vatnajökuls ræðst af fleiri þáttum en hnattrænu loftslagi. Og stærð Vatnajökuls, eða veður í Hafnarfirði, eru ekki einu sinni neisstaðar nálægt því að vera mælikvarðar á hitastig á norðurslóðum hnattarins.

Ég efast um að hið óþroska loftslagsgoð Greta Thunberg myndi gerast svo barnaleg að leggja að jöfnu breytingar á stærð Vatnajökuls við breytingar á veðri í Hafnarfirði.  

Daníel Sigurðsson, 19.7.2023 kl. 20:04

11 identicon

Daníel, já ég leifði mér, án þess að hafa í höndum staðfest gögn, að efast um að stærð Vatnajökuls gæti sagt mér hvert hitastig í Alaska væri, ástand íss á Hudson flóa, þykkt íshellunnar á norðurpólnum, tegund úrkomu á Svalbarða eða hversu kalt væri í Síberíu. En þú ert væntanlega með allar þær upplýsingar fyrst þú segir stærð Vatnajökuls vera mælikvarða á hitastig á norðurslóðum hnattarins.

Vagn (IP-tala skráð) 19.7.2023 kl. 20:58

12 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Vagn, þú hafðir algjörlega rangt fyrir þér í Covid. Og líka með CO2 og hitastig. Kæmi mér ekki á óvart að þú farir líka að tala fyrir 112 kynum. Svona WEF kall, kannski non-binary.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 19.7.2023 kl. 21:29

13 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Vagn, til að mynda rannsóknir á borkjörnum úr Grænlandsjökli sýna fram á að hitastigið á Landnámsöld hafi verið mun hærra á norðurslóðum en í dag.

Daníel Sigurðsson, 19.7.2023 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband