27.8.2023 | 14:33
Notkun rafbíla kostar alveg nýja nálgun ökumanna.
Notkun rafbíla í stað eldsneytisknúins bíls krefst nýrrar nálgunar ökumannsins hvað varðar aksturslag og athygli við að nýta sér upplýsingarnar sem sjá má á upplýsingaskjá bílsins.
Eitt af því sem er algengt er það, að notkun miðstöðvar til upphitunar krefst mun meiri orku en í bíl sem fær hitann frá afgangsorkunnar sem verður í brunahólfi eldsneytishreyfilsins.
Hjá flestum ökumönnum beinist athygli þeirra og aksturlag fljótlega meira að því að nýta upplýsingarnarnar af skjánum til þess að spara upphitunina, en hins vegar veita aðrir þessu minni eða jafnvel enga athygli.
Uppgefin orkugeymd lithíum rafhlaðna miðast við 20 stiga útihita, en drægnin minnkar um eitt prósent fyrir hvert hitastig sem útihitinn fellur.
Það sýnist ekki stórvægilegt, en við 0 stiga hita er drægnin 20 prósent minni og í 10 stiga frosti 30 stigum minni.
Mismunur rafbíla og eldsneytisknúinna bíla er sá, að útihiti hefur margfalt meiri áhrif á rafbíla en eldsneytisknúna bíla. Kalt veðurfar er því dragbítur á rafbíla á norðurslóðum.
Við mat á drægninni er notað opinber mælingaaðferð sem ber heitið WLTP og er hún með heldur hærri drægnistölur en raunin er á norðlægum sloðum.
Margir framleiðendur og seljendur rafbíla minnast á það við sölu bíla sinna, að drægnin geti liðið fyrir aksturlag og aðstæður.
Í fréttinni frá Noregi er ýjað að því að innrás Kinverja á alþjóðleg rafbílamarkaðinn kunni að eiga einhvern þátt í svona fréttum, en í upplýsingum um rafhlöður í þeim bílum er ekki hægt að finna slíkt út.
Fá rafbíl endurgreiddan vegna of lítillar drægni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Margir af þessum bílum eru með varmaskipta og eyða ekki nærri því jafn miklu í upphitun. Að mínu mati (eftir 4 ár á rafmagnsbílum) þá er fólk að eyða alltof miklum tíma í að hafa áhyggjur af þessum, jafnvel meiri heldur en hvort það komist á einni hleðslu til Akureyrar.
Karl (IP-tala skráð) 1.9.2023 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.