Hamfarahlaup til vesturs er stærsta ógnin hjá Kötlu. Hrollvekjan Drumbabót.

Langflest jökulhlaupin sem komið hafa úr Kötluöskjunni í gegnum aldir og órþúsundir, hafa hlaupið til austurs, og þannig var það 1918.  Einstaka hafa komið niður frá Sólheimajökli, og sagnir eru frá einu slíku í upphafi byggðar í landinu.  

Þau hlaup, sem mestan usla geta gert, hlaupa til vesturs niður í farveg Markarfljóts og Þverár, og er staðurinn Drumbabót beint niður af Fljótshlíð einn mest hrollvekjandi vitnisburðuinn um þau gríðarlegu eyðingaröfl, sem íslenskar eldstöðvar geta búið yfir. 

Í Drumbabót standa sundurhöggvin trá upp úr sandinum, sem fyrir landnám geystist niður til vesturs í geysilegu aurflóði, sem mölbraut og sópaði burtu stórum birkiskógi, sem þá þakti greinlega allt þetta svæði. 

Hamfaraflóð til vesturs er líklega mesta ógnin, sem stafar frá Kötlu, því að það gæti borist til suðurs og vesturs yfir byggð í Landeyjum og valdið gríðalegu tjóni.   

Sundurhöggvin trén í Drumbabót gefa smá hugmynd um það yrði undan að láta niðri á sléttunni í formi húsa og mannvirkja ef allt færi á versta veg. 


mbl.is Hefur áhyggjur af Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband