Samanburðurinn við þorra þjóða heims stingur í augu.

Vandræðagangur er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar aðgerðir Íslendinga í hvalveiðimálum eru skoðaðar. Ef nýjasta ástandið hjá okkur er borið saman við þróunina í sambærilegum málum hjá þjóðum heims, er munurinn sláandi og varla okkur til mikils sóma. 

Og óvenjulegt hlýtur að teljast að þetta mál skuli rekið áfram af einum einstaklingi og með stórfelldu tapi þar að auki.   


mbl.is Ísland tekur „risastórt skref aftur á bak“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við gætum gert eins og aðrir, hætt að kalla þetta hvalveiðar í atvinnuskyni. En dráp á hvölum í atvinnuskyni er ekki nema brot af prósenti af hvaladrápum þjóða heims, en fá samt mestu athyglina. Ný flokkun á veiðunum og hókus pókus við hættum að teljast hvalveiðiþjóð.

Hvað ætli mörg hreindýr hlaupi burt helsærð og þurfi að bíða banaskotsins í marga klukkutíma? Eltir einhver gæsir og rjúpur sem fá í sig högl en geta flogið einhvern spöl fyrir banaleguna? Hafa laxar gaman af því að drepast örmagna á leið niður ár til sjávar eftir orkufrekan og stressandi klukkustunda langan bardaga við öngul sem rífur holdið í munni hans? Hvað er eitur lengi að drepa rottu? Eða þarf lífveran að vera krúttleg og yfir 50 tonn til að það skipti máli hvernig hún er drepin?

Vagn (IP-tala skráð) 1.9.2023 kl. 21:19

2 identicon

Sæll Ómar.

Firringin í þessum pistli á sér vart sinn líka.

Hvalveiðar í hagnaðar- eða atvinnuskyni er ekki aðalatriðið
heldur að eðlilegt jafnvægi ríki í náttúrunni.

Fjölgun hvala og hún óheft mun vissulega raska veiðum á nytjastofnum.

Hætt er við að pelsklæddar bandarískar kerlingar í hvalaskoðun
bæti ekki það fyrirsjáanlega tap!

Húsari. (IP-tala skráð) 2.9.2023 kl. 13:48

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ómannúðleg meðferð á dýrum er mál sem snertir bæði menn og dýr í vaxandi mæli. Það er mikil einföldun að halda því fram að hvalir séu að éta upp fiskistofna. Væri það rétt þarf að svara spurningunni hvers vegna hvalirnir voru ekki búnir að éta þá upp fyrir daga hvalveiðanna.   

Ómar Ragnarsson, 2.9.2023 kl. 23:37

4 identicon

Fiskiveiðar um heimsins höf fyrir daga hvalveiða var nóg til sagði einnhver.

Spekin síðustu árin sem samanstendur af alkyns fræðingum tala um ofveiði á flestum fiskistofnun ef ekki öllum sem í höfunum er. 

Það er ekki pláss fyrir ótakmarkaðar veiðar manna og hvali í höfunum fiskistofnarnir þola það ekki segja hinir fróðu menn. Hvalir og menn verða að gefa eftir um baráttuna um brauðið eða deila svo báðir aðilar verða sáttir.

Baldvin Nielsen   

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 9.9.2023 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband