Þráhyggjuandmæli gegn hlýnun loftslags.

Fróðlegt er að sjá og heyra margt það sem haldið er fram þess efnis að loftslag fari ekki hlýnandi, og eru gjarnan notuð samsæriskenningar um þau efni. 

Í nýlegum pistli var því haldið fram að Sameinuðu þjóðirnar stunduðu stórfelldar á falsanir á mælingum lofthitans með því að skipta út mælum í þúsuundatali um allan heim, og að með í þessu mikla samsæri væru voldugir áróðursmenn á borð við Al Gore, sem græddu á milljarða dollara áróðursmaskiínu með lygum og fölsunum. 

Um þessar mundir er rúmur áratugur síðan mætur og gegn maður tók mig afsíðis og sýndi mér "réttar" myndir frá NASA þar sem við blasti að loftslag kólnaði mjög hratt og að ísöld væri að skella á. 

Aðrir ágætlega menntaðir menn héldu því blákalt fram að myndir af minnkuðum jöklum á borð við Sólheimajökul væru afrakstur stórfelldra falsana, þar sem myndum frá mismunandi tímum hefði verið víxlað og með því að raða þeim "rétt" upp sæist, að jöklarnir færu vaxandi. 

Svo sannfærðir hafa þessir menn verið margir um málflutning sinn, að þeir krefjast þess að maður viðurkenni vöxt jöklanna, sem maður hefur flogið yfir allt árið um áratuga skeið og séð minnkun þeirra með eigin augum.

Eitt af þúsundum dæma, sem blasa við:  Þrjá kílómetra norðan við afleggara að Brúarjökli sem liggur framhjá Sauðárflugvelli, hefur verið vegaskilti Vegagarðarinnar þar sem stendur:  "Brúarjökull "8. 

Sem sagt; Frá skiltinu séu 8 kílómetra að jöklinum. En með hröðu hopi er nú svo komið, að vegalengdin er líkast til 16 kílómetrar. 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Myndskeið: Hvernig blasir Ok við í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held að menn geti haft ýmsar góðar ástæður til að hafa mismunandi skoðanir á þróun hitastigs á Jörðinni, enda ræðst það af mörgum flóknum samspilum fyrirbæra á Jörðinni, í geimnum, sjónum og vitaskuld einhverjum manngerðum þáttum líka.

En menn hefðu aldrei átt að kveðja jökulinn Ok því hann hefur horfið og snúið aftur áður og virðist núna vera orðinn að hinum myndarlegasta skafli sem fer varla minnkandi þegar haust og vetur gengur í garð. Með því að gera Ok að táknrænum leikþætti í umræðunni voru menn einfaldlega að veðja á að jökullinn snéri ekki aftur - ekki sniðugt veðmál að mínu mati.

Geir Ágústsson, 3.9.2023 kl. 08:05

2 identicon

Flott hjá þér Ómar að vekja athygli á þessu. Varla geta hörðustu andstæðingar hnatthlýnunar litið framhjá minnkun jökla eins áberandi og hún er og vel sjáanleg frá Hringveginum á suður- og suðaustulandi. Kolsvartir jaðrar sem minnka greinilega ár frá ári. Á Kjalvegi er þetta líka vel greinanlegt og hryggilegt hve mikill ræfill vesturjaðar Hofsjökull er orðinn. Tala nú ekki um í Kerlingarfjöllum. 

Geir. Það er dálítill mikill munur á sköflum og jökli og þó skaflar tóri af einhver sumur þá eru þeir ekki orðnir af jökli.  Og reyndar víðsfjarri og væri auðvelt vinnanlegt veðmál að veðja á að jökull komi ekki á Ok amk næstu áratugina. 

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 3.9.2023 kl. 08:29

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hjalti,

Veðmálið er hafið. Okið er nú þegar með fleiri skafla en þegar menn kvöddu hann og stuðullinn því væntanlega að hækka á þá sem telja Okið aldrei munu ná sér aftur. Annars hefur góður maður tekið þetta saman á línuriti með myndskýringum:

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=2627073823990318&set=gm.10156667273668263&type=3&theater

Geir Ágústsson, 3.9.2023 kl. 12:09

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvort jörðin hlýnar eða kólnar og hvort það sé af mannavöldum eru tvær ólíkar spurningar sem geta haft mismunandi svör (eða þau sömu).

Svo er spurning hvað er samsæriskenning? Ef það er t.d. kenning að menn geti ekki breytt veðrinu þá felst ekkert samsæri í þeirri kenningu.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.9.2023 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband