16.9.2023 | 08:56
"Land, þjóð og tunga; þrenning sönn og ein..."
á þeim tólf árum, sem liðin eru síðan þjóðin kaus sé nýja stjórnarskrá, í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem Alþingi hefur komið sér undan að fara eftir, hefur ríkt slík stórsókn enskrar tungu, að til ófarnaðar horfir.
Við blasir að staða íslenskrar tungu er orðin verri en hún var gagnvart dönskunni þegar verst lét á 19. ðld. Verst er að Íslendingar eru í vaxandi mæli orðnir ófærir um að hugsa á íslensku, heldur verða æ meira að leita að íslenskunni í huga sér ef þeir ætla að tala hana.
"Land, þjóð og tunga; þrenning sönn og ein..." orti Snorri Hjartarson, og á Degi íslenskrar náttúru hlýtur sú þrenning að eiga skýran sameiginlegan sess.
Uppröðun skáldsins er rökrétt; land - þjóð - tunga. Landið er forsenda þjóðarinnar og þjóðin aftur á móti forsenda fyrir tungunni.
Okkur beri skylda til að varðveita íslenskuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Englis plís" er algengasta setningin ef aðstoðar er óskað nánast hvar sem er!!
Sigurður I B Guðmundsson, 16.9.2023 kl. 10:50
Það mun ekki lengur vera skilyrði fyrir íslenskum borgararétti að kunna Íslensku. Þeim "Íslendingum" sem hvorki geta tjáð sig né skilið Íslensku fer fjölgandi. Þeir hafa fullan kosningarétt og kjörgengi og búast má við því að þeir verði kjörnir til Alþingis. Hvernig á að bregðast við því, verður þá að fara að túlka ræður þingmanna?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.9.2023 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.