Hláleg mótsögn blasir bæði okkur sjálfum og öðrum þjóðum þegar það tvennt gerist á sama tíma að við aukum útblástur gróðurhúsalofttegunda og drögum saman í raun framlög til umhverfismála.
Samhliða blasir við öllum mótsögnin, sem felst í því að hlutdeild erlendra stórfyrirtækja í íelenskri orku heldur áfram að vaxa upp fyrir 80 prósent á sama tíma sem dagleg síbylja kveður við um það að íslensk heimili og fyrirtæki þurfi meiri orku.
Ný fjárlög ráðstafi minna fé í umhverfismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, það er víst lítill áhugi meðal ráðamanna að setja þúsundir á atvinnuleysisbætur og lækka þjóðartekjurnar umtalsvert þegar hægt er að leysa vandann með virkjun.
Rétt eins og þó fiskiskipaflotinn mengi mikið þá er lítill áhugi fyrir því að hætta fiskveiðum oní útlendinga og veiða aðeins fyrir innanlandsmarkað.
Það er þó gott að þetta ákallaða "eitthvað annað" kom, útlendingar í massavís með EasyJet og Delta gistandi á Marriott hótelum og tugþúsundir farþega skemmtiferðaskipa að skoða bæjarbraginn og kaupa sér pulsu og kók.
Vagn (IP-tala skráð) 18.9.2023 kl. 14:16
Ómar, ef Vesturlönd ætla sér ekki að lognast út af verður frumframleiðsla að haldast þar. Of mikið er farið og er skýrir hluta styrjaldarhættunnar. Að leysa umhverfismálin með því að flytja framleiðsluna bara til Kína leysir engan vanda.
Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 18.9.2023 kl. 15:29
Vestræna velferðarmódelið gekk aldrei upp. Það var alltaf byggt á arðráni og blekkingum. Einungis nú eftir alla þessa áratugi gorgeirs um ósigrandi stjórnmálastefnur (kapítalisma, jafnaðarstefnu, kommúnisma og allskonar blöndur af þessu þrennu) er þetta að verða ljóst.
Hversu fáránlegt er það að virkjun sé eina vörnin gegn atvinnuleysi og lækkandi þjóðartekjum? Hversu miklu harðari þurfa ráðamennirnir að vera og gera sér grein fyrir því að þjóðin er orðin úrkynjuð og löt?
Nú þegar öll þessi tækni er komin getur þjóðin verið sjálfbær, og var það fyrr á öldum miklu frekar, þrátt fyrir ofbeit á landinu vegna sauðkindarinnar og skógarhöggs þar á undan.
Þegar allt er tekið saman, þá ætti nútímamaðurinn að geta gert betur og lifað í sátt og samlyndi við náttúruna. Það eru bara nokkur atriði sem koma í veg fyrir það, og ofurgræðgin er þar efst á blaði.
Það hafa fjölmargir hér á blogginu lýst því hvernig risafyrirtækin útí heimi og þeirra stjórnendur eru ekki lengur að vinna fólki til gagns, hafa breyzt í raunverulega þrælahaldara, og kreppur í fjarlægum löndum eru afleiðingarnar, af mengun sem eyðileggur búsvæðin og svo af því að þessir aðilar hafa sölsað til sín peninga og völd sem eiga að vera heima í héraði hjá almenningi í löndunum!!!
Þessi pistill lýsir vel vandanum, og móðgun við skynsemi og metnað að segja að eina leiðin sé fleiri virkjanir, meira af sömu helstefnunni. Nei, það þarf að gera betur. Til þess eru tækniframfararnir, að læra af mistökunum, ekki láta útlendingana vinna fyrir okkur, heldur að fólk fari aftur að vinna almenn störf, láti af snobbi og öðrum löstum.
Ingólfur Sigurðsson, 18.9.2023 kl. 17:12
Já Ingólfur, vel mælt. Lækka laun um helming, fjölga dagvinnustundum í 60 á viku og hætta þessu væli um bætt kjör, kaupmátt og þjóðartekjur. Tjöld fyrir heimilislausa og engin íbúð með færri en 8 íbúa. Veiðum meðan það er fiskur í hafinu, ræktum tún og akra á öllu sléttu landi og beitum kindum á heiðar og skóga meðan þær finna þar munnfylli. Látum ekki erlend risafyrirtæki freista okkar með ódýrum varningi, þægindum, frítíma, háum launum og lúxus. Lokum álverum og sendum starfsmennina til Reykjavíkur, þar sem allir geta fengið vinnu við að losa koppa. Já Ingólfur, förum aftur til sautjánhundruð og súrkál þegar allt var svo miklu betra og fólk lifði í sátt og samlyndi við náttúruna, þau fáu ár sem fólk lifði.
Já Ingólfur, enga isma, burt með ofurgræðgina og höfnum helstefnu, sama hvað það kostar okkur í árum, blóði og tárum.
Vagn (IP-tala skráð) 18.9.2023 kl. 19:47
Vagn þú kemur mér á óvart. Ég hélt að þú værir vinstrimaður, það voru margir samdóma um það, er þú gagnrýndir suma hér á blogginu, en hljómar þarna eins og ekta frjálshyggjumaður og sjálfstæðismaður.
Jæja, þú kannt að orða þetta á einfaldan hátt... þannig að fólk fær þetta á skýru máli. En á endanum mun hvorki ég ráða þessu né þú... en vonandi að þótt þessi leið verði ekki farin sem þú lýsir, nýti fólk eitthvað af þessari lýsingu...
Já, þetta var það sem ég var að tala um, en ekki alveg svona ýkt.
En að öllu gamni slepptu, við þurfum ekki að verða NÁKVÆMLEGA eins og sautjánhundruð og súrkál, eitthvað af tækninni sem er komin er jákvæð og góð, og hjálpar án þess að menga.
Þú last ekki þær setningar frá mér.
Það er hægt að finna einhvern milliveg. Núverandi stefna er miskunnarlaus ágengni á náttúruna og leiðir til glötunar.
Ingólfur Sigurðsson, 18.9.2023 kl. 23:58
Ingólfur, það er ómögulegt að sjá hvaða töfra tækni þú ert að tala um sem öll vandamál á að leysa. Og engin dettur mér heldur í hug sem er laus við mengun.
Núverandi stefna er ekki miskunnarlaus ágengni á náttúruna. Það að virkja nokkrar sprænur af þeim hundruðum sem renna engum til gagns til sjávar er ekki miskunnarlaus ágengni á náttúruna. En miskunnarlaus ágengni á náttúruna er sú stefna sem rekin var hér í yfir þúsund ár og skilaði okkur stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu, og þó víðar væri leitað, en kom oft í veg fyrir að landið legðist í eyði. Það að virkja ekki mætti frekar segja að væri miskunnarlaus ágengni á lífskjör Íslendinga og framtíðar búsetu í landinu.
Og á millivegurinn þá að vera sá að hér búi aðeins þeir sem vilja skipta á rúmum fyrir útlendinga eða afgreiða hamborgara í vegasjoppum og hinir komi hingað í stærstu sumarhúsabyggð heims í sumarfríum?
Hefðu forfeður okkar hugsað eins og þú þá værum við Danir sem kæmum hingað í viku ferð, einusinni eða tvisvar á áratug, til að dást að sveitinni þar sem langa langa langafi svalt til dauða því kindurnar átu upp túnin og heyfengur dugði ekki nema til jóla.
Vagn (IP-tala skráð) 19.9.2023 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.