Lemstrun á sex ákomustöðum rafhjólreiðamanns á göngustíg við beygjurein.

Það er ástæða til að taka á þessari bloggsíðu undir aðvðrunarorð hjólreiðamanns um hættur sem getur skapast í beygjurein. því að þetta reyndi síðuhafi á eigin skinni fyrir sjö árum við svipaðar aðstæður og sýndar eru á mótum Njarðargötu og Hringbrautar í viðtengdri frétt á mbl.is. 

Ökumaður bíls, sem var á leið eftir beygjurein til hægri frá Grensásvegi vestur Miklubraut og ætlaði að þvera göngu- og hjólaleið yfir reinina, leit snöggt til vinstri og sýndist hann geta komist inn í umferðina á Miklubraut ef hann yki snarlega hraðann. 

Um leið leit hann fram fyrir sig en lág kvöldsól blindaði hann, þannig að hann sá ekki að maður á rafreiðhjóli var að ljúka við að þvera beygjureinina. 

Bílnum var því ekið af afli á aftanvert rafreiðhjólið svo að knapi þess kastaðist upp á framrúðu bilsins, braut hana með hjálminum og skall síðan niður á götuna fyrir framan bílinn. 

Ákomustaðirnir voru sex hjá hjólreiðamanninum, og einn þeirra í ökklabroti, sem mistókst að sjá fyrr á mynd fyrr en sex vikum síðar. 


mbl.is Varar við hættum á beygjureinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki rétt munað hjá mér að sá sem er á reiðhjóli eigi að teyma hjólið þegar akbraut er þveruð?

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 22.9.2023 kl. 19:03

2 identicon

Hjólreuðafólk á að vera á gangstéttum og fara yfir gatnamót á gangbraut, ekki að vera að þvælasr á akbrautum.

Bjarni (IP-tala skráð) 22.9.2023 kl. 20:12

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hjólreiðafólk er ekki skylt að stöðva hjólið og leiða það þar sem gangbraut/hjólastígur þverar beygjurein fyrir bílaakstur. Hámarkshraði hljólreiðamannsins er 5 km/klst sem var reyndin í árekstrinum á beygjurein Grensásvegar. "Ekki að vera að þvælast á akbrautum" segir Bjarni. Ef banna á hjólreiðamönnum að fara yfir beygjurein, er búið að banna hjólreiðar, sem er fráleitt, því að hjólin komast ekki leiðar sinnar ef bannað er að fara á hjólinu eftir hjólastígum og gangstígum.  

Ómar Ragnarsson, 23.9.2023 kl. 10:15

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Til frekari glöggvunar eru gangbrautarljós á gatnamótum Miklubrautar og þvergatna hennar og í atvikinu við Grensásveg 2016 var hjólinu ekið á móti grænu ljósi. 

Ómar Ragnarsson, 23.9.2023 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband