Eyjafjallajökull kynnti Ísland öllu öðru fremur fyrir heimsbyggðinni.

Mesti efnahagsuppgangur lýðveldissögunnar varð hér á landi á árunum 2010 til 2018, og varð nær eingöngu vegna sprengjukennds vaxtar ferðaþjónustunnar. Úr því að það verða að meðaltali tvö til þrjú eldgos á Íslandi á hverjum áratug, rak hið stóra Grímsvatnagos smiðshöggið á gosið árið áður, því að það truflaði flugsamgöngur líka víða um lönd, þótt það væri ekki í eins miklum mæli og Eyjafjallajðkulsgosið.  

Gosin tvö afsönnuðu  rækilega þá eins konar trúarsetningu íslenskra ráðamanna, að aðeins stóriðja í eigu útlendinga gætu gefið möguleika til efnahagsvaxtar.  

Eyjafjallajökull raskaði flugsamgöngum um mestalla heimsbyggðina svo að þrátt fyrir hið óþjála nafn eldfjallsins vissi öll heimsbyggðin um tilvist þess. 


mbl.is Kemur Íslendingum verulega á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Á fyrri hluta þessa frábæra tímabils mesta efnhagsuppgangs lýðveldissögunnar höfðum við líka Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem forsætisráðherra, sem stóð sig svo vel að gjörspilltir landráðamenn sem síðar tóku við völdum og eyðileggingaröfl í jafnaðarfasíska ríkinu Svíþjóð tóku sig saman um að koma honum frá völdum. Þá á ég við sænsku blaðamennina sem unnu með þeim íslenzku að þættinum þar sem hans pólitíski ferill var skemmdur.

Fólk innan flestra flokka er ófært um að stjórna landi og þjóð. Sigmundur Davíð var undantekning og því var honum ekki leyft að stjórna. Almenningur þarf að sjá þetta og fatta. Þegar langflestir stjórnmálamenn nútímans eru ekki bara lélegir heldur skaðlegir og óhæfir, þá þarf almenningur að gera uppreisn. Að öðru leyti tek ég undir þetta.

Ingólfur Sigurðsson, 23.9.2023 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband