Bárðarbunga og Heimaey til samanburðar?

Allt frá árinu 1975 hafa jarðvísindamenn verið að uppgötva og læra fjöldamargt varðandi eðli jarðeldanna, sem staðsetning hins eldvirka hluta Íslands veldur. 

Í kröflueldum birtist þetta eðli fyrst og fremst í kvikuhlaupum lárétt út frá miðju þess svæðis við Leirhnjúk, sem voru alls hátt í 20, þar sem rúmur helmingurinn birtist í eldgosum á árunum 1975 til 1984.  

Í framhaldi af Kröflueldum þróaðist kenningin um Bárðarbungu sem risavaxna miðju eldvirks svæðið, sem fyrr á öldum hafði birst í stórgosum með nokkurra alda millibili á kvikuhlaupasvæði allt fra Bárðarbungu suðvestur í Friðland að Fjallabaki. 

Hið óvænta Surtseyjargos 1963 sýndi með gosinu í Heimaey 1973, að Vestmannaeyjaklasinn var eldvirknislega í fullu fjöri.  

Heimaey er líklega stærst eyjanna vegna þess að þar er virknin mest. 

Kvikuhlaupið undir Grindavík nú leiðir hugann að því, að að því kunni að koma í framtíðinni að kvika komi upp undir byggðinni á Heimaey og að atburðirnir nú undir Grindavík og nágrenni færi okkur alveg nýja sýn á sambúð okkar við okkar einstæða land. 


mbl.is Hafa áhyggjur af virkni suðvestur af Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband