11.11.2023 | 21:53
"Hraunræfillinn" hefur allan tímann verið "hin rámu reginöfl."
"Þetta er hálfgerður hraunrææfill" sagði Magnús Tumi Guðmundsson við upphaf Fagradalselda 2021, og gripu margir andann á lofti, en í raun voru þessi orð bæði sannmæli og spásögn þegar skoðað er, hvað hraunræfillinn reynist nú vera bæði margfalt stærri en áður hefur sést hér.
Nú liggur fyrir, að í raun voru hraunin, sem komu upp í fyrra og hitteðfyerra sýnishorn af því Jón Helgason kallaði "hin rámu reginöfl" í ljóði sínu Áföngum.
Kvikugangurinn er svo langur, að ekki aðeins liggur suðvesturendi hans í sjó við Grindavík, heldur er hinn endu hans 15 kílómetra í norðaustri á Kálffellsheiði og þar með í innan við tíu kílómetra fjarlægð frá byggðinni Vogum.
Eldgos upp úr suðvesturenda þessa vaxandi kvikugangs gæti ekki aðeins orðið sprengigos með öskufalli sem ógnaði öryggi flugs um Keflavíkurflugvöll.
Og varla er hægt að hugsa sér ferlegra fyrirbæri en gusthlaup í slíku gosi, því að slík gos hafa banað tugþúsundum fólks í eldgosum á borð við Öræfajökul 1262, Martinique í Karíbahafi 1902, og Vesúvíusi 79 f.Kr.
Hluti af "hraunræflinum" gæti falist í nýrri eyju við ströndina vestan Grindavíkur, eins og kemur fram í pistli Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings í dag.
Kvikan liggur grynnst mjög nálægt bænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.