Flóknara langtímavandamál í Grindavík en í Vestmannaeyjum.

Þótt íbúar Vestmannaeyja hafi verið fleiri við upphaf Eyjagoss en ibúar Grindavíkur eru núna, sýnist lausn mála fyrir Grindvíkinga geta orðið meira álitaefni. 

Ástæðan er sú, að fljótlega kom í ljós í Eyjum, að aðeins myndi gjósa á einum stað á einum kvikugangi, og að hægt var að lýsa yfir goslokum eftir að gosið lognaðist útaf eftir hálft ár. 

Þótt hluti bæjarins færi undir ösku og hraun, voru húsin, sem eftir stóðu, heilleg og dreifikerfi og innviðir, óskemmt.  

Þetta auðveldaði úrlausn mála, höfnin varð betri ef eitthvað var og atvinnuhúsnæði brúklegt að mestu. 

Nú þegar er ljóst, hvort sem gýs fljótlega eða ekki, að öll hús og mannvirki eru stórlega skemmd í Grindavík, og almennt er ekki hægt að lýsa örugglega yfir goslokum á öllum Reykjanesskaganum.  

Uppbygging og endurnýjum mannvirkja, húsa og alls annars verður víðfeðmara og flóknara úrlausnarefni en varð í Eyjum fyrir hálfri ðld. 


mbl.is Neyðargarður fyrir Grindavík í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmdir í Grindavík eru langt frá því eins miklar og þú heldur. Flest hús og mannvirki eru enn óskemmd.

Vagn (IP-tala skráð) 20.11.2023 kl. 00:23

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og þú heldur að það þurfi ekki annað en pennastrik á blaði til að skutla Grindavík út fyrir skjálftasvæðið og kvikuganginn á morgun. 

Ómar Ragnarsson, 20.11.2023 kl. 19:17

3 identicon

Eftir sem áður eru flest hús og mannvirki enn óskemmd og fullyrðingar í bloggpistli frá þér breytir því ekki.

Vagn (IP-tala skráð) 20.11.2023 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband