Málefni allrar þjóðarinnar. "Ég er Grindvíkingur."

Málefni Grindvíkinga snerta alla þjóðina og ber að leysa úr þeim samkvæmt þeirri hugsun og hafa reynsluna af úrvinnslu mála Vestmannaeyinga frá 1973 til notkunar í því efni. 

"Ich bin ein Berliner" sagði Kennedy Bandaríkjaforseti í Berlín þegar sú deila stóð sem hæst, og á sama hátt ættu allir Íslendingar að segja nú: Ég er Grindvíkingur.  


mbl.is Grindvíkingar fara fram á íbúafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En ég er ekki Grindvíkingur. Og þó ég geti haft samúð með þeim, eins og öllum þeim sem daglega verða fyrir áföllum, þá ætla ég ekki að missa mitt heimili þeim til stuðnings. Skuldastaða heimila og áhrif verðbólgu og vaxta voru önnur 1973 en núna. Það sem var hægt að gera 1973, án mikils skaða, mundi í dag setja fjölda heimila undir hamarinn. Og þó Grindvíkingar krefjist aðgerða strax sem leysi þeirra vanda og sé sama þó þær viðhaldi verðbólgu, hækki vexti og lækki kaupmátt þá ætti öðrum ekki að vera sama. Það eru margir verr settir en Grindvíkingar. Hvers vegna hefur ekki verið brugðist við áratuga vanda heimilislausra, fatlaðra eða aldraðra en setja þarf þjóðfélagið á hausinn til að aðstoða fólk, meira en það raunverulega þarf, í nokkurra vikna húsnæðisskorti?

Viðbrögð ættu helst ekki að miðast við hversu margir verða fyrir áföllum. Á að grípa til sérstakra aðgerða úr ríkissjóði þegar einum er meinað af öryggisástæðum að fara heim? Tíu? Hundrað? Tuttugu þúsund? Væri verið að huga að sértækum aðgerðum ef Grindvíkingar væru bara fimm? Hvaða fordæmi viljum við skapa nú ef Hafnarfjörð og Garðabæ þarf að rýma í framtíðinni? Hefur þjóðfélagið efni á því að bjóða öllum sem verða fyrir áföllum í framtíðinni það sama og Grindvíkingar vilja fá?

Vagn (IP-tala skráð) 27.1.2024 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband