Hræðilegur flöskuháls. Milljarðatjón í mannslífum og öðrum skaða.

Síðusstu árin hefur verið asnalegur flöskuháls á Reykjanesbrautinni, allt að tíu kílómetra langur, sem náð hefur til suðurs til móts við Rjúpnadalahraun og norður fyrir Vellina í Hafnarfirði. 

Útlendingar á leiðinni þarna um þegar þeir koma til landsins, undrast að um leið og komið er að þéttbýlinu við Straumsvík, skuli taka við þeim langlélegasti og hættulegasti kafli leiðarinnar. 

Gott dæmi um gildi góðra vega er kaflinn við Kúagerði, sem kostaði mest tjón árum saman, en gerbreyttist til hins betra við tvöföldun brautarinnar.  


mbl.is Látinn eftir umferðarslys á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er merkilegt þetta dugleisi að klára ekki tvöföldun þessa fjölfarnasta þjóðvegar landsins.  Hvar eru þingmenn þessa 80% landsmanna.

Bjarni (IP-tala skráð) 12.2.2024 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband