11.2.2024 | 23:07
Axel Björnsson gerði drög að viðbragðsaðgerðum fyrir tæpum 30 árum.
Ferð með Jón Jónsson jarðfræðinginn upp í Lakagíga fyrir um þrátíu árum til gerðar þáttar um hann kemur upp í hugann, þegar nú er rifjað upp það sem hann spáði um eldgos á Reykjanesskaganum fyrir 60 árum.
Jón fór um ýmislegt eigin leiðir um ýmislegt í fræðigrein sinni til dæmis kenningu hans um eldsumbrot á Síðuafrétti, sem hefði eytt svonefndum Tólfahring, tylft bæja nyrst í Skaftártungu, nokkrum öldum áður en síðar brast á með Skaftáreldum.
Einnig setti Jón fram ágiskun um hvarf Þjóðverjannna Knebels og Rudloffs í Öskju 1907.
Fyrir um 30 árum vann Axel Björnsson jarðfræðingur úttekt á náttúruvá á Reykjanesskaga og skipti henni í tvo meginkafla, annars vegar sunnan Hafnarfjarðar og hins vegar norðursvæði.
Þegar ráðamenn sáu meginlínur þessara tveggja útttekta og varð bilt við að sjá, hve gríðarleg náttúruváin á norðursvæðinu var og hve stór verðmæti voru þar í húfi.
Var hún snarlega sett til hliðar en ákveðið að kíkja frekar eitthvað á syðri hlutann.
Endanleg niðurstaða varð, ef rétt er munað, að ekkert varð úr neinu, og má telja það alveg sérlega íslenskt að víkjast undan þeim hluta þessa verks, sem stærri var og þar að leiðandi mikilvægara.
Spámaður í eigin föðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þær eru margar óskrifaðar bækurnar eftir þig, Ómar, sem gætu verið merkilegar, og frásagnir um svona menn ein af þeim. Einnig finnst mér söngtextar þínir merkilegir, og miklir að vöxtum eins og hjá Þorsteini Eggertssyni. Megas gaf út slíka bók 2011, nokkur hundruð blaðsíður. Enda voru þar líka ógrynnin öll af óútgefnum textum, sumum löngum.
Það er alveg rétt, að það er talsvert áberandi einkenni okkar Íslendinga að týnast í smáatriðum, missa sjónar á því mikilvægara.
Ingólfur Sigurðsson, 12.2.2024 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.