Sú tilhögun, að náttúran sé lögaðili, er til í Suður-Ameríku.

Færð hafa verið rök fyrir því, að sérstök helgiathöfn hafi farið fram í Reykjavík þegar Ingólfur Arnarson fleytti öndvegissúlum sínum, sem voru eins konar heimilisgoð, upp í fjöruna til að friðmælast við landvættina. Útilokað er að súlurnar hafi getað borist þangað eftir að þeim hafi verið varpað í sjó út af Suðurlandi, því að þaðan liggja hafstraumar til norðvesturs. 

Lík drengjanna, sem fórust með Goðafossi 1944, rak á land á Snæfellsnesi. 

Indíánarnir í Ameríku undruðust það, að þegar hvítu Evrópubúarnir komu á hestum sínum að vatnsföllum og riðu viðstððulaust yfir þau, skyldu þeir ekki óska eftir leyfi frá þeim.  

Ingólfur Arnarson kenndi trúleysi Hjörleifs fóstbróður síns sem kom fram í því að friðmælast ekki við landvættina, um það að galt fyrir það með lífi sínu.  

Þingvallalögin 1928 voru stórmerk nýjung á Vesturlöndum, því að er því lýst yfir að Þingvellir séu ævarandi eign íslensku þjóðarinnar sem aldrei megi selja né veðsetja.

Íslendingar hafa dregið lappirnar varðandi lögfestingu Árósarsamningsins, svo að einsdæmi er í okkar heimshluta. En í þessum samningi er kveðið á um að samtök almennings eigi lögaðild að framkvæmdum, sem fela í sér mikil umhverfisáhrif.  


mbl.is Vilja stofna embætti umboðsmanns náttúrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað samtök almennings eiga það að vera?  Þú ættir að vera upplýstur um að samtök almennings eru fjölmörg og hafa mismunadi skoðnir á hinu og þessu.  Þá er lítið mál að stofna samtök almennings sem eru á öndverðu meiði við önnur samtök almennings.

Ergo, þetta er galin hugmynd.

Bjarni (IP-tala skráð) 14.2.2024 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband