Gömlu vínarbrauðin gefðu mér.

Þegar afi var bakarameistari og pabbi líka varð bakaradrengurinn, sem þessar línur skrifar,  aðnjótandi áhorfs á þvílíka nosturs baksturstækni í bakstri vínarbrauða, að aldrei gleymist. 

Umönnun bakaranna stóð yfir allt frá samsetningu deigsins til enda bakstursins. 

Sérstaklega var vandað til efnisvals, aðeins úrvald amerískt hveiti, smjör og sykur. 

Innifallið í ferlinum var að "lyfta" lengjunni og opna hana handvirkt eftir endilöngu. 

Langt er síðan þessi nákvæma handavinna var í hávegum höfð, sem síðan er höfð í hávegum í endurminningunni um að hafa að stórum hluta vera alinn upp á vínabrauðsendum.  


mbl.is Öðruvísi vínarbrauð að hætti Húsó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Fékk aðeins að kynnast gömlu bakaraiðninni. Fyrst í Kringlunni upp í Starmýri. Það var eðalbakarí. Síðar fór ég á brauðbíl hjá Bakarí Gunnars Jóhannessonar í Kópavogi og leysti þá af Helga Hermannsson úr Logum úr Vestmannaeyjum. Við fengum að hafa Inga bróður hans og Logamann áfram. Brauðbíllinn fór upp í Mosfellssveit og þar var keyrt um göturnar og flautað og konurnar komu út og keyptu inn. Kynntist þar indælis fólki. Annað slagið heyrði maður. Veistu hvað er sett í vínarbrauðin, þeir sem það vita borða þau aldrei. Haugalygi. Þetta var úrvalsvara og borða þau enn með góðri lyst. Þetta var handverk svipað og því sem maður kynntist í Danmörku. Toppframleiðsla. 

Sigurður Þorsteinsson, 24.2.2024 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband