Fyrirbæri, sem er þekkt erlendis.

Viðtengd frétt á mbl.is um að Íslendingar nenni ekki lengur að vinna erfið störf er önnur hliðin á peningi í kjaramálum. 

Hin hliðin er afleiðingin, sem er sú, að innflutningur á tugum þúsunda erlends verkafólks. 

Hlálegt er, að þetta knýr áfram óánægju Íslendinga með útlenda vinnuaflið sem heldur við grunni íslensks atvinnulífs. Við virðumst ekki skilja eða vilja skilja, að það er ekki bara hægt eiga og éta hana samtímis. 

Ein af ástæðunum fyrir hinum mikla gróða sem skapast hefur á rekstri útlendinga á fyrirtækjum sínum hér á landi er, að verkafólkið gefur mestu möguleikana á því að hlunnfara hinn erlenda hluta láglaunafólks.

Þetta er alþjóðlegt fyrirbæri, sem hefur lengi haft framleiðslu helstu stórþjóða Evrópu gangandi. 

Trump fékk fylgi 2016 út á óánægju innanlands með streymi erlends vinnuafls inn í landið og hann fékk líka fylgi frá þeim sem vildu loka fyrir þetta streymi, þótt þeir sjálfir héldu því gangandi með eftirspurn eftir því innanlands. 

Hann boðaði forna frægð og veldi Bandaríkjanna frá fyrri tíð ("make America great again!") meðal annars með því að banna sölu nýrra erlendra bíla, en rak sig þá meðal annars á það, að meiriparturinn af þeim voru framleiddir verksmiðjum Benz, BMW og Toyota í Bandaríkjunum!

 


mbl.is Íslendingar vilja ekki þiggja störfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er nákvæmlega það sem amar að svo víða, að uppeldið skapar væntingar, ofdekur er það kallað.

Fyrstu kynslóðir 20. aldarinnar höfðu uppruna í sveitunum þar sem erfitt líf var undirstaðan, börnin lærðu að gera ekki kröfur, heldur að það væri heiður að fá að vinna, og að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

Auk þess þarf bara að kenna börnum að metnaðurinn má alveg vera til að vinna heimilisstörf eða að sinna einhverju hversdagslegu vel.

Eins er það þekkt að trúboðar og hjálparstarfsmenn sem koma til Afríku undra sig á því hvað fólkið er hamingjusamt þótt hungrað sé og neyðin mikil (eða þannig voru lýsingarnar fyrir nokkrum áratugum, þetta breytist nokkuð hratt). Jú, þar lærir fólk að meta það smáa. (Eða lærðu áður, því þessar þjóðir eru á hraðsiglingu inní sömu velmegun).

Þetta er vítahringur. Jafnvel kemur að því að allir eða flestir af þeim sem aðkomnir eru frá öðrum löndum fara að gera sömu kröfur. Það er réttlæti jú, en hafa allir hugsað útí það sem gleðjast yfir gróðanum einum saman?

Lausnin gæti falizt í því að kenna íslenzkum börnum auðmýkt eins og var gert fyrr á öldum. Ekki ætti heldur að kenna þeim að skólakerfið gangi út á að allir græði sem mest og verði kapítalistar, það þarf að kenna þeim að verkleg störf eru einnig mikilvæg og alveg jafn virðingarverð.

En hvað sem um Trump má segja er ekki hægt að kalla hann fasista miðað við fasismann á 20. öldinni. Til þess eru reglur bandarísks þjóðfélags of bindandi auk þess sem Demókratar halda honum mjög í skefum.

Þetta er ákveðin deigla og þrátt fyrir dómsmálin gegn Trump er hann vinsæll núna því í baksýnisspeglinum var stjórnartíð hans góð að mörgu leyti, og Joe Biden og hans stjórn fengið gagnrýni mikla fyrir til dæmis stríðsrekstur.

Ingólfur Sigurðsson, 6.4.2024 kl. 01:23

2 identicon

Þessi pistill er uppfullur af rangfærslum. Þeim íslendingum sem nenna að vinna býðst einfaldlega betur launuð atvinna.  Þeir sem hafa letina að lífsviðurværi nýta sér velferðakerfið.

Ég hef ekki orðið var við einhverja óánægju meðal íslendinga með innflytjendur sem sem hingað koma löglega til að vinna.  Það verður að gera greinarmun á löglegum innflytjendum sem koma til að vinna og skila sínu til þjóðarbúsins og hælisleytendum sem hvorki hafa dvalarleyfi né atvinnuleyfi og skila engu til þjóðarbúsins.  Eru á opinberu framfæri og neyta að fara.  Gera kröfur um lífsgæði með frekjuna eina að vopni.

Woke-liðið ætti að hafa í huga að íslendingar hafa eingöngu dvalar- og atvinnuleyfi innan Schengen. Utan Schengen hafa íslendingar hvorki dvalar- né atvinnuleyfi. Ekki í Palestínu, Sýrlandi, USA, Ástralíu, Venezuela, Brasilíu o.s.frv,

Bjarni (IP-tala skráð) 6.4.2024 kl. 07:43

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

 Menn nota gjarnan rangfærsluhugtakið þegar þeir eru ósammála. Bjarni þú ættir að benda á rangfærslurnar til að hægt sé að rökræða þær, hverja fyrir sig, annars hljómar þetta eins og áróður. 

Svar þitt er samt býsna gott og rétt.

En er það ekki rétt sem kemur fram í fréttinni að Íslendingar vilji ekki þiggja störfin oft? 

Fréttin er bara mjög góð og tekur á alvarlegu vandamáli vestrænna samfélaga, ekki bara hér, enda 3 blogg við fréttina nú þegar, sem sýnir gæði hennar að vissu leyti - eða að hún snart streng og eitthvað sem fólki fannst nauðsynlegt að svara.

Og mér finnst pistlahöfundurinn Ómar komast vel frá sínu einnig. Nema gömul óánægja hans með Trump er lituð af fordómum á slíkum hægrimönnum við jaðarinn.

Þetta með að erlent starfsfólk sé hlunnfarið er rétt, við sjáum það á mannsalsmálunum sem eru í gangi og dómum sem hafa fallið.

"Sannleikanum er hver sárreiðastur" segir máltækið. Oft er það þannig að mjög góðir pistlar sem snerta á veikum blettum vandamála vestræns samfélags fá þöggun eða hörð mótmæli, einmitt af því að þar kemur eitthvað brýnt fram, eins og hér.

Ekki er það rangfærsla að fólki var kennt að vinna hér áður fyrr og ekki að gera of miklar kröfur, að mikilvægast væri að vinna, sýna dugnað, fá reynslu og slíkt, og auðmýktin var hluti af kristilegu uppeldi. Það er góður arfur.

Ekki er það rangfærsla að nútímafólk gerir of miklar kröfur yfirleitt á öllum sviðum, og það er ofdekur.

Samt er ég alveg sammála með gagnrýni á Woke-liðið.

Ingólfur Sigurðsson, 6.4.2024 kl. 14:14

4 identicon

Rangfærslurnar felast í þeirri fullyrðingu að það sé einhver almenn óánægja meðal íslendinga með erlent vinnuafl. Auðvitað er hægt að finna einn og einn þverhaus sem lætur það fara í taugarnar á aér að afgreiðslufólk i verslunum eða starfsfólk á veitingastöðum tali ekki íslensku, en slíkt heyrir til undantekninga.

Óánægjan er vegna hælisleytenda sem hingað koma óbðnir og óvelkomnir og hafa kostað skattgreiðendur tugi milljarða á síðustu árum, sína íslendingum taumlausa frekju og yfirgang.  Hafa innritað sig í flug til Ísland með vegabréf og brottfararspjald sem er svo fargað á leiðinni, ljúga til um aldur og uppruna.  Þessu fólki er svo hleypt inn í landið og sest á velferðakerfið.

Reyndu eitthvað þessu líkt í USA eða annarsstaðar. Ég get lofað þér því að þér verður aldrei hleypt yfir landamærin og verður látin dvelja í flugstöðinni án opinberrar framfærslu og verður þar þangað til þú hefur sjálfur leyst úr þínum málum á eigin kostnað.  Nú eða bara settur í fangelsi.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.4.2024 kl. 17:09

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Jú jú, takk fyrir þetta Bjarni að taka þetta skýrt fram. Þetta hljómar vel þegar þú setur þetta svona fram.

Þú setur fram réttlát stjórnarmið um að okkar land sé svipað og önnur. Það kemur af sjálfu sér að íslenzkan lifir af ef innflutningur er hóflegur á fólki og innfæddir passa uppá sig að kenna börnum sínum gott mál, og svo framvegis.

Já þú setur þetta skýrt fram, að menn rugla saman No borders stefnu sem hefur smitazt inní pólitíkina og þarf að færa það í samræmi við önnur lönd, og svo þessa gremju fáeinna sem tjá hana þegar þarf að gefa fólki tíma til að læra málið, sem ég veit að er rétt.

Já, pólitíkusar eru oft rolur, að láta undan þrýstihópum sem ekki ættu að stjórna.

Ingólfur Sigurðsson, 6.4.2024 kl. 19:24

6 identicon

ÚÚÚ kaldhæðni.  Aldrei hefur það hvarlað að mér að þú byggir yfir kaldhæðni.

Bara að leiðrétta smá miskilning, engin á að flytja inn fólk. Fólk sem hefur til þess heimild og sér sér hag í að koma hingað, ætlar að sjá sjálfu sér farborða en ekki vera baggi á samfelginu, það er velkomið.  Aðrir geta étið það sem úti frýs,

Bjarni (IP-tala skráð) 6.4.2024 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband