9.4.2024 | 21:05
Sama ósk og forseti Íslands hamraði á 1949.
Áður en lýðveldi var stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrána. Mikið þótti við liggja um að sem flestir samþykktu hana, til þess að stórveldin, sem þá höfðu höfðu hernumið Ísland, ættu auðveldara með að mæla með henni.
Þess vegna var ákveðið að nota til bráðabirgða gildandi stjórnarskrá konungsríkisins Íslands, en að sett inn ákvæði um að landið væri lýðveldi með þingbundinni stjórn of forseta í stað konungs.
Sett var inn í 26. grein heimild um málskotsrétt forsetans varðandi k lagafrumvörp á Alþingi einstö
Af hálfu fulltrúa þingflokkanna var því heitið, að samin yrði ný stjórnarskrá eftir lýðveldisstofnun.
Sveinn Björnsson var kjörinn fyrsti forsetinn á fundi Alþingis 17. júní, en eftir það gilti um forsetann að þjóðaratkvæði gilti á fjögurra ára fresti, og var Sveinn einn í framboði og sjálfkjörinn 1948.
Í ræðu 1949 brýndi forsetinn Alþingi til þess að efna loforðið um nýju stjórnarskrána.
Skemmst er frá því að segja að í þau 75 ár sem síðan eru liðin, hafa ´ótal stjórnarskrárnefndir verið skipaðar, og haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla 2012 um stjórnarskrá stjórnlagaráðs, sem virt var að vettugi af Alþingi.
Gæti kallað á stjórnarskrárbreytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fulltrúar þingflokkanna hafa ætíð verið rausnarlegir á loforð. Og fyrir hverjar kosningar má fylla góðan bækling af loforðum sem ekki verður staðið við. En fulltrúar þingflokkanna hafa aldrei talið sig bundna af sínum loforðum, hvað þá einhverjir eftirmenn þeirra. Og kjósendur eru flestir meðvitaðir um að loforðin eru ekki sett fram í neinni alvöru.
Vagn (IP-tala skráð) 10.4.2024 kl. 02:28
Stjórnarskránni hefur oft verið breytt frá stofnun lýðveldisins. Óskalisti stjórnlagaþingsins... eða hvað þetta þing var kallað, þótti hins vegar ekki brúklegur að mati margra lagaprófessora, m.a. Sigurðar Líndal
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2024 kl. 09:44
Meðal þeirra erlendu lagaspekinga, sem gáfu stjórnarskrá stjórnlagaráðs góðar umsagnir, voru margir af þekktustu sérfræðingum í Harward og öðrum nafnkenndustu háskólum Vesturlanda.
Ómar Ragnarsson, 11.4.2024 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.