Mikilvægar framfarir í gangi í málefnum göngu- og hjólafólks.

Gerð göngu- og hjólastígs yfir Geirsnefið á sínum tíma færði með sér nýja nálgun á sýn manna yfir net samgöngumannvirkja hér á landi. Eins og títt er um nýjungar hrukku ýmsir í bakgír í áliti sínu á samgönguháttum og töluðu um bruðl, sérvisku og þröngsýni  í því sambandi.  

Fyrir áratug ákvað skrifandi þessarar síðu að kynna sér málið beint og skoða mismunandi kosti sem hefur verið lýst hér á síðunni og teygt anga sína um allt vegakerfið hringinn í kringum landið, allt frá Ísafirði til Hornafjarðar.  

Hefur alloft verið fjallað um árangur þessa "hjólatímabils".  

1. Ferð á rafreiðhjóli eingöngu fyrir þess eigin raforkuafli frá Akureyri til Reykjavíkur 2015. Orkukostnaður 115 krónur. Ferðatími (svefn og áningar innifalinn) 1,7 sólarhringar. 

2. Ferð á 125 cc léttbifhjóli 2016 hringinn um landið á 1,4 sólarhringum. Orkukostnaður 6400 krónur. 

3. Rúmlega þriggja daga hljómleikaferðalag á vespuhjólinu 2017 með 10 viðkomum og þremur hljómleikum allan hringinn eftir þjóðvegi eitt að viðbættum Vestfjarðahringnum fyrir orkukostnað uppá samtals 10 þús kronur.Léttfeti við Gullfoss

4. Skreppitúr á vespuhjólinu frá Reykjavík að morgni til Siglufjarðar 2017 og til baka aftur síðdegis sama dag með orkukostnaði uup á 5 þúsund krónur. Léttir við Jökulsárlón

5. Skottúr á rafknúnu létt bifhjóli með útskiptanlegum rafhlöðum 2020 Gullna hringinn á fjórum klukkustundum fyrir orkukostnað upp á 220 krónur. Geirsnef. Blíðfari Super Soco CUx.

Í fyrra hóf ég prófanir á svipuðu rafknúnu hjóli, sem er 25 km/klst hámarkshraða en búið útskiptanlegri rafhlöðu sem getur skilað 25 km hraða upp allar brekkurnar á hjólastígunum. 

Sjá meðfylgjandi mynd af þessu hjóli á Geirsnefinu hér fyfir ofan.

Stærð rafhlöðunnar er aðal kostur þessa netta hjóls, því að á algengustu leiðunum, sem það er notað á, er talsvert um brattar brekkur, sem draga niður hraðann á venjulegu rafreiðhjóli. 

Tímamunurinn hefur reynst vera 16 km á rafreiðhjólinu á móti 24 km á rafbifhjólinu. 

Rafbifhjólið er bæði tímasparandi og þægilegri farkostur.  

Þegar flett er í gegnum nýjustu erlend tímarit og bækur um vélhjól sést vaxandi úrval af nýjum hjólum í flokki 25 km / klst hjóla, sem eru með öflugri rafhlöður en önnur, en eru samt búin takmörkunum á hámarkshraða.   

Leiðin yfir Geirsnef stytti leiðina fyrir gangandi og hjólandi um 600 metra á sínum tíma. 

Að nota hana í staðinn fyrir einkabíl færir með sér sparnað í vegalengd og því að hjólið losar um rými fyrir einn bíl. 

Því eru myndarlegar framkvæmdir í hjóla- og göngustígakerfinu framfararspor í raun. 

 


mbl.is Þetta eru hjólaframkvæmdirnar sem unnið er að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Tek undir með þér í sambandi við hjólastígana sem mættu vera fleiri. Ég er búinn að hjóla rúmlega 1100km núna í apríl og vildi sjá jafnvel stíg til Þingvalla.

Rafn Haraldur Sigurðsson, 28.4.2024 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband