Fróðlegt gæti verið að sjá svipaða sýn á hugsanleg Eyjagos.

Eldsumbrotin, sem orðið hafa við Fagradalsfjall og á svæðinu milli Svartsengis og Grindavíkur, segir Magnús Tumi Guðmundsson að minni um hið tvískipta gos 2010, sem byrjaði á Fimmvörðuhálsi, tók sér síðan stutt hlé og kláraðist síðan á toppi Eyjafjallajökuls.  

Í framhaldi af þessu gæti verið fróðlegt á fá álit Magnúsar Tuma á því hvort gos á Vestmannaeyjasvæðinu gætu tekið upp á einhverju svipuðu og á árunum 1967 og 1973. 

Fyrra gosið, Surtseyjargosið, varð eitt lengsta gos Íslandssögunnar, en Heimaeyjargosið hins vegar með þeim stystu. 

Heimaey er stærst Vestmannaeyja, væntanlega einfaldlega vegna að þar hafa gosin orðið flest. 

Fyrir bragðið er öll byggðin í Eyjum á litlu svæði á henni og því gætu rannsóknir á eldgosavá í Vestmannaeyjaklasanum ekki aðeins orðið áhugaverð, heldur beinlínis nauðsynleg.


mbl.is Réttara að gosið aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband