Erfiðasta viðfangsefnið, ástand jarðskorpunnar?

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands fást við mörg atriði í umbrotunum á Reykjanesskaga, sem erfið eru viðfangs, en eitt það erfiðasta er að spá fyrir um það, hvenær eldgos geti hafist. 

Þetta á raunar við flestar eldstöðvar, svo sem Heklu sem sígur gjarnan við eldgos en þenst síðan út og hækkar þar til hún er komin í sömu hæð og hún var í við síðasta gos. 

Þetta gekk nokkuð vel í nokkur skipti, en eftir gosið árið 2000, hefur hins vegar brugðið svo við að sú gamla rumskar ekki þótt hún sé komin meira en áratug fram yfir tímann.  

Og nú virðist eitthvað svipað vera á seyði suður við Grindavík, að erfitt er að finna út hvenær og nákvæmlega hvar gýs næst. 

 


mbl.is Rólegt á vakt Veðurstofunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband