5.6.2024 | 21:12
Fyrir komu hret, sem kölluð voru "Jónsmessuhret".
Trausti Jónsson starfar sem veðurfræðingur við að skrá og meta veðurfar og afbrigðilega dynti þess.
Líklega fróðasti maður hér á landi um þau efni.
Við upptalningu hans nú má bæta ýmsu, svo sem svoeefndum Jónsmessuhretum, þegar bændur norðan lands grófu tugi fjár úr fönn undir lok júní.
Einnig olli snöggt hret um miðjan júní talsverðu tjóni 1959 við smíði stíflu fyrir Steingrímsstöð við suðurenda Þingvallavatns.
Svona gerist á 8 til 14 ára fresti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En hvernig getur þetta átt sér stað á tímum "Hamfarahlýnunar"?
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 5.6.2024 kl. 22:28
Þorsteinn. Ef menn lesa sér til og fylgjast með umræðum þá er á tímum hamfarahlýnunar einmitt meiri hætta á svona hretum, amk ekki minni. Öfgar á allan hátt verða stórtækari, meiri kuldi, meiri hiti, meiri vindur, meiri úrkoma, lengri þurrkkaflar ofl.
Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 6.6.2024 kl. 16:36
Viðsjár í veðrinu eins og alltaf hefur verið! Samanber annála fyrri alda.
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 6.6.2024 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.