Byrjunin á mörg þúsund megavatta stórviðri vindorkuæðisins.

"Uppsett afl" fyrirhugaðra vindorkugarða er vinsælt hugtak hjá þeim sem eru nú að hefja fáheyrða stórsókn inn í íslensk orkumál. 

Þegar er búið að birta fyrstu stórsóknina, sem breiðir úr sér um mestallt Ísland, og er aflið, 3300 megavött bara blábyrjuninni. 

Meðal fjárfestanna, sem nú sækja hratt fram glyttir í Framsóknarráðherra enda mikil eftirspurn eftir jarðir, sem nota þarf fyrir stórsóknina miklu. 

Næstu skref hafa þegar verið nefnd, vindorkugarðar í sjó allt í kringum landið uppá tugi þúsunda megavött, svo sem út af suðausturlandi. 

Því stærra sem hið nýja og stórbrotna orkuöflunarsvæði verður, þvé minna orkutap verður þegar vindurinn dettur niður. Lofað er hljóðlátari vindmyllum og var strax á kkynningarfundi í Búðaral fullyrt að vindorku garðarnir gæfu frá sér minna hljóð en kæliskápar!

Eitt svæðið sem nefnt hefur verið, er Mosfellsheiði, sem er í raun sérvalið til þess að hafa meiri og verri áhrif á flug flugvéla en hægt verður að finna annars staðar, nema þá kannski í flugstjórnarsviði Keflavíkurflugvallar. 


mbl.is Blöðin teygja sig 200 metra upp í loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjárfestarnir hræðast greinilega ekki hið fræga Íslenska logn eins mikið og andstæðingarnir. 

Vagn (IP-tala skráð) 4.7.2024 kl. 01:09

2 identicon

Ekki að spyrja að því.

Hvar sem spilling er

leynist Framsóknarráðherra.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.7.2024 kl. 11:53

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ísskápar já, það eru ansi háværir ísskápar, svo ekki sé meira sagt.

Qair, sem ætlar að virkja á jörð eiginkonu eins ráðherrans, segist ætla að notast við túrbínur frá Vestas, typa 162 7,2. Ef farið er inn á heimasíðu Vestas má sjá upplýsingar um þessar túrbínur. Þar kemur fram að hávaði frá þeim er um 105.5 dB, eða sem svarar hávaða af flugi þyrlu. Þyrlan flýgur hins vegar hjá, en vindtúrbínurnar á Laxárdalsheiðinni munu standa kyrrar allan sólahringinn, allar 29!!

Gunnar Heiðarsson, 5.7.2024 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband