Lífseigur misskilningur að Hitler hafi neitað að taka í höndina á Jesse Owens.

Nú, þegar Ólympíleikar fara í hðnd, er víða rifjað upp, að Adolf Hitler hafi neitað ósk um að taka í höndina á Jesse Owens á Ólumpíuleikunum í Berlín 1936. 

Hið rétta er að fyrirfram hafði ráðríkur formaður Ólympíunefndarinnar, Avery Brundage, sett þá reglu, að þjóðhöðingi fengi ekki að taka í höndina á neinum keppanda, og það bann gilti  um Owens og Hfyrirfram um Owens og Hitler.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir að leiðrétta þetta. Smáatriðin sem eru sannleikur gleymast þegar áróður sigrandi heimsvelda vill fela þau og í staðinn kemur einföldun og ósannindi. Síðan tekur almenningur við, því það er auðveldara að muna eitthvað sem á að falla að skapgerð óvinarins, en er kannski ekki alveg rétt.

Margt kemur á óvart við Hitler, eins og að hann var dýravinur, grænkeri (vegan myndi vera sagt í nútímanum), og rómantískur maður. Auk þess voru mörg fólskuverk sem honum voru eignuð fundin upp af undirmönnum hans og starfsmönnum ríkisstjórnarinnar, eins og gasklefarnir og annað slíkt.

Annað merkilegt við Ólympíuleikana 1936 er að þá var ástandið í heimsmálunum svipað og nú. Kínverjar, Rússar, Norður Kóreumenn og fleiri eru þjóðir sem taldar eru búa við einræði. Samt þarf að reyna að umbera þær í þjóðahafinu eins og Þýzkaland áður en stríðið brauzt út.

Síðan segja menn að hefðbundið vestrænt lýðræði sé í vanda. Joe Biden er tekinn sem dæmi. Lýðræðishalli segja sumir, ég segi jafnaðarfasismi, þegar flokkar mega ekki stjórna nema þar sé jafnaðarstefna skilgreind af valdinu.

Síðast en ekki sízt, Pútín og Rússland finnst mér ekki það sama og það sem gerðist 1939 með Þýzkaland. Metnaður Pútíns er, held ég að nái yfir fyrrum klofningsríki Sovétríkjanna. Metnaður Hitlers var meiri. Nató heimsvaldastefnan á margt sameiginlegt með metnaði Hitlers um að vilja stjórna öllum heiminum, og fleiri en ég hafa minnst á það, vinstrimenn.

Mér finnst það virðingarvert að leiðrétta fordóma okkar vestrænu sagnfræðinga.

Ingólfur Sigurðsson, 6.7.2024 kl. 13:09

2 identicon

Ingólfi tekst að snúa öllu á hvolf með fádæma heimskulegu innleggi.

Hitler var grænkeri og rómantískur maður!!  Mannfílan var dópisti og elskaði ekkert annað en völd.  Hann gékk fyrir amfetamíni frá því hann vaknaði þar til hann lognaðist útaf útúrdópaður.  Ekkert var framkvæmt í þýskalandi nema með hans samþykki.

Svo eru frjáls og fullvalda ríki nú orðin "klofingsríki" frá rúzslandi. Rússland eru ekki sovíetríkin. Munurinn felst í nafni sovietRÍKJANNA. Þetta var samband ríkja sem með fullu samþykki allra féllust á að slíta sambandinu.  Rússland og morðhundurinn putler eiga enga sögulega eða réttmæta kröfu á land annarra frjálsra ríkja.

Þér hdefur ekki tekist að leiðrétta fordóma eins  né neins, en þér hefur tekist að að afhjúpa eigin fáfræði og heimsku.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.7.2024 kl. 19:10

3 Smámynd: Birgir Loftsson


    Já hann er, enginn venjulegur maður,
    og hann býr, í næsta nágrenni við mig,
    og hann er alveg ofboðslega frægur,
    hann tók í höndina á mér, heilsaði mér
    og sagði: KOMDU SÆLL OG BLESSAÐUR
    (ég fór gjörsamlega í kút)
    Hann sagði: KOMDU SÆLL OG BLESSAÐUR
    (ég hélt ég myndi fríka út).

Stuðmenn.

Það er ekki sama hvert tekur í höndina manns!

Birgir Loftsson, 6.7.2024 kl. 19:15

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Bjarni, fáfræði og heimska þeirra sem telja sig vita betur og hrauna yfir aðra er fullkomin og birtist á ýmsum sviðum. Hefurðu lesið ævisögur um Hitler? Þetta kemur þar fram að hann var ekki kjötæta, hann var VEGAN, (grænkeri) áður en það komst í tízku, hann var á MÓTI reykingum löngu áður en vinstrimenn fóru að banna þær, og hugmyndir hans í ástarmálum ásamt þjóðernisrómantíkinni voru rómantík. 

Fáfræði og heimska er hjá þér vinur og þínum sem lesið ekki sögubækurnar.

Dópisti, mér er alveg sama um það, hann var undir hrikalegu álagi, og ég efast mjög um að hann hafi verið með parkinsonveikina þótt hendur hans hafi titrað undir það síðasta. Það lýsir einfaldlega þreytu og taugaspennu, sem allir myndu finna fyrir undir þeim kringumstæðum.

Settu þig í hans spor, hann fékk lítinn svefn, og tók of mikla ábyrgð sjálfur.

Já, ekkert var framkvæmt nema með hans samþykki, þannig virkar einræðið. Það þýðir samt ekki að aðrir hafi enga sök borið eða hann hafi fundið uppá öllu sjálfur.

Bókin "Síðustu dagar Hitlers" eftir Trevor-Roper lýsir þessu nokkuð vel.

Það má deila um hver hefur kröfu eða heimtingu á "frjálsum" ríkjum. Demókratar í Bandaríkjunum hafa eignað sér Úkraínu og ESB-sinnar, með miklu fjárflæði þangað og allskyns samningum. Því er Úkraína kölluð leppríki Elítunnar á Vesturlöndum.

Það hefur kannski enginn kröfu eða heimtingu á löndum eða ríkjum annarra, en þannig er lögmál valdsins, og útþenslustefna getur verið menningarleg, eins og útþenslustefna Hollywood, sem hefur heilaþvegið okkur Vesturlandabúa.

Framvinda Úkraínustríðsins hefur sýnt og sannað að markmið Pútíns voru ekki eins fjarlæg og fáránleg og draumóramenn á Vesturlöndum héldu, sem kölluðu hann deyjandi, eða Rússland máttlaust ríki.

Ég met útþenslustefnu NATÓ og ESB sem sama skítadæmið og útþenslustefnu Rússa.

En úr því að Vesturlönd eru fullkomlega úrkynjuð og hrunin innanfrá vegna ónýtra stjórnmála er kannski skárra að Rússar nái einhverjum meiri áhrifum í heimsmálunum, og byrjunin á því yrði sigur í Úkraínustríðinu, ekki endirinn. Það myndi heldur ekki endilega þýða árás á Finnland eða Svíþjóð eða önnur Evrópulönd endilega.

Það vald kemur ekki aðeins frá Pútín heldur líka femínismadjöflum Evrópu, Elítunni sem á 99% af öllum peningum heimsins og hagræða kosningum allsstaðar. 

Það má með sama rétti segja að Elítan sem stjórnar Íslandi og Úkraínu, hún eigi hvorki rétt eða heimtingu á að stjórna hér öllu, fækka fólki með femínisma og öðru rugli, það er glæpur gegn mannkyninu.

Það er ekki rétt að bera saman andrúmsloftið 1991 þegar Sovétríkin hrundu og núna 2024. Öll ríki geta endurskilgreint markmið sín. Rússar geta það og Bandaríkjamenn líka.

Ögrunin frá Nató er staðreynd, sem Rússar finna fyrir.

Þegar vel er að gáð hefur einnig orðið breyting á utanríkisstefnu Bandaríkjanna, ekki bara Rússlands.

Ingólfur Sigurðsson, 7.7.2024 kl. 12:23

5 identicon

Það rétt hjá þér að handskjálfti Hitlers undir lokinn var ekki vegna parkinson, þessi skjálfti voru fráhvarfseinkenni fíkilsins sem ekki fékk skammtinn sinn.

Í tíð sovíetsins lagðist helstefna kommúnismans yfir A-Evrópu.  Íbúarnir voru múraðir inn svo ekki kæmi til landauðnar vegna fjöldaflótta til frelsis V-Evrópu, allt í boði Moskvuvaldsins.

Eftir seinni hemstyrjöldina hefur í Evrópu verið ráðist inn í A-Þýskaland, Ungverjaland, Tékkóslóvakíu, Tsétjeníu, Geogíu, Úkraínu, allt í boði valdhafa í Moskvu. Einu hernaðaraðgerðir NATO í Evrópu voru löngu tímabærar loftárás á Belgrad.

Það þarf meira en meðalvitleysing til að túlka vilja nágranna rússland til að leita skjóls í NATO sem útþennslu NATO.  Að sjá ekki það  sem er augljóst, engri nágrannaþjóð rússlands er vært í návist rússa.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.7.2024 kl. 14:06

6 identicon

Ekki voru allir þjóðverjar rasistar . Fræg er vinátta milli þýska keppandans í langstökki Luz Long og Jesse Owens. Rasismi var síst minni hjá sumum bandaríkjamönnum en  þjóðverjum. Sérstaklega suðurríkjamönnum.

Hörður H. (IP-tala skráð) 7.7.2024 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband