Er að bresta á stigmögnun deilna og notkunar árásarvopna í Bandaríkjunum?

Felst lausn vaxandi byssuofbeldis í Bandaríkjunum í slagorðinu "eina vörnin gegn vondum manni með byssu felst í því að fjölga góðum mönnum með byssu?"

Deilurnar um byssueignina vestra munu væntanlega færast í aukana eftir skotárásina á kosningafundi Trumps. 

 


mbl.is Biden: Þakklátur að Trump lifði af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég var einmitt að velta nákvæmlega þessu sama fyrir mér nýlega. Spákona á Útvarpi Sögu sagði að Donald Trump yrði drepinn, það var reyndar í (mögulega fyrri) forsetatíð hans fyrir meira en fjórum árum og rættist ekki.

Engu að síður er staðreyndin sú að Donald Trump á marga óvini og er ábyggilega elskaðasti og hataðasti maður Bandaríkjanna í senn býst ég við. Hann þarf öfluga öryggisgæzlu, það er alveg ljóst.

Nú þegar hefur komið á daginn að vinsældir hans er ekki auðvelt að sigra hljóta margir að vilja koma honum fyrir kattarnef, af Demókrötum.

En þrátt fyrir að það sé rétt að skotvopnamenning Bandaríkjanna er heimsfræg (að endemum) þá er sú þróun víst víðar á uppleið ásamt meiri áherzlu á varnarmál, hernaðarmál og stríð.

Þetta snýst ekki bara um byssueign. Þetta er birtingarmynd af gjánni, fleyguninni og skautuninni, útum allan heim. Fólk er farið að hatast aftur og hætt að tala saman, eins og var í aðdraganda WW2 og WW1, þegar kommúnismi og fasismi urðu vinsælli og vinsælli.

Ingólfur Sigurðsson, 14.7.2024 kl. 01:30

2 identicon

Í þetta skiptið er ljóst að eina vörnin gegn vondum manni er einn maður með byssu sem er með rétt mið.  Vonandi að sá næsti hitti viðbjóðinn á milli augnanna.

Bjarni (IP-tala skráð) 14.7.2024 kl. 02:18

3 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Folk er fljott að dæma Bandaríkin. Þar búa yfir 300 milljónir manns,svipað og öll Evrópa. Það er aldrei talað um alla glæpina í Evrópu. Nú síðast var folk í Finnlandi ellt up að brjálæðingi Til allra hamingu komust þaug undan. Hvernig er með ákveðin hluta í Sviðþoð þar sem lögreglan vogar ser ekki inn í nema með meiriháttar viðbúnað. Folk skilur ekki hvað er í gangi í Bandarikjunum. Það hefur ekki hundsvit á þjoðfelæginu. Það dæmir þjoðfeæægið eftir fréttum. Auðvitað eru til slæmir staðir í Bandarikjunum eins og í Evrópu. Flestir glæpir eru á milli glæpagengis,svo ef þú ert ekki viðriðin þessa glæpagengi þá ert þú í flestum  tilfellum í góðum málum Ég mundi labba í hvaða stórborg í Bandarikjunum um miðja nott frekar en í Reykjavík. Hvernig veit ég það. Ég hef  buið í  Bandarikjunum í 45 ár og komið víða við. 

Haraldur G Borgfjörð, 14.7.2024 kl. 03:02

4 identicon

Fram að fyrsta morði eru allir byssumenn góðir menn mð byssu.

Vagn (IP-tala skráð) 14.7.2024 kl. 10:59

5 identicon

Íbúar Evrópu eru rúmlega 750 milljónir.  Þar er morðtíðni brot af því sem hún er í BNA.  Í BNA er morðtíðni svipuð og í latnesku ameríku.  Ef skoðuð er morðtíðni í borgum heimsins eiga BNA 40% í topp 100. Hvergi í heiminum er aðgengi að árásarvopnum auðveldari en í BNA.  Þar er hægt að kaupa vopn sem ætluð eru í hernað með lítilli fyrirhöfn, bara að rölta inn í Walmart með hreint sakavottorð og svo rölta út með hríðskotabyssu sem er ekki ætluð til veiða, heldur manndrápa.

Það kom vel á viðbjóðinn að hann hafi nú upplifað eigin afstöðu "no gunfree zone". Vonandi gengur betur næst og viðbjóðurinn verður drepinn.

Bjarni (IP-tala skráð) 14.7.2024 kl. 12:13

6 identicon

Banatilræði við Donaldur er vægt orðað: ''skotárásina á kosningafundi Trumps. ''

Heimir Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.7.2024 kl. 14:29

7 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ómar Geirsson hefur sakað Vagn um að vera gervigreind. Ég ætla svona fyrirfram að gefa mér það að Bjarni án föðurnafns og Vagn séu menn en ekki gervigreind. Sumir bloggarar kölluðu Vagn kommúnista og vinstrimann en eftir að hafa lesið betur það sem hann skrifar er ég ekki svo viss um það. Vagn held ég að sé einn af þessum sem vilja alltaf koma með andstæð rök.

En þessi Bjarni án föðurnafns ætti að athuga að glannaleg orð hans eru að draga upp þá mynd af Demókrötum að þeir séu ofbeldisfyllri en Trumpistarnir, fyrst hann óskar þess að Trump verði drepinn  og kallar hann viðbjóð - en hann virðist Trumphatari og Bidendýrkandi og þar með Demókrati.

Hvað nákvæmlega hefur Trump gert sem réttlætir það að kalla hann viðbjóð. Daður hans við rasisma? Er það ekki bara raunsæi? 

Eða er Trump svona hataður því hann er snillingur og með meiri persónutöfra en allir Demókratarnir til samans? Jafnvel meiri persónutöfra en Ronald Reagan?

Eða er það vegna þess að allar árásir á Trump hafa misheppnazt, hvort sem það eru lögsóknir á hæpnum grunni, eða almennt hatur sem byggir á andúð á frelsi og frjálshyggju?

Glannaleg orð Trumps sjálfs?

Ja, hann var kallaður fífl áður og trúður. Ekki lengur. Nú eru andstæðingar hans hættir að kalla hann fífl. Hann er þá frekar kallaður vondur maður af andstæðingum sínum, eins og Bjarni án föðurnafns gerir.

Það væri gaman að vita hvað Trump hefur sagt eða gert sem gerir hann viðbjóð.

Hann er von heimsins og Bandaríkjanna. 

Biden og Demókratar komu heiminum útí heimsstyrjöld, í Úkraínu. 

Maðurinn sem var sagður hinn nýi Hitler, Donald Trump, fyrir 4 árum, reynist friðarhöfðingi, skynsamari, klárari og betri á allan hátt en Elítuþrællinn.

Jafnvel þegar Trump sagði upp fólki og "stuðningsmönnum" sínum var hann kannski að gera rétt. Kannski var hann klárari en allir aðrir, og ekki heldur illmenni.

Guðmundur Örn guðfræðingur vitnar í Biblíuna og segir að Guð hafi sent hann til að leiða fólk til kristni og bjarga okkur, já að Trump muni bjarga mannkyninu, kannski sá alheimsleiðtogi og bjargvættur sem Nostradamus spáði fyrir um. Hver veit. Guð útvelur hina ótrúlegustu menn, eins og Guðmundur Örn heldur fram, og breyzka og gallaða menn eins og Trump líka ekki síður.

Ingólfur Sigurðsson, 14.7.2024 kl. 14:48

8 identicon

Trump "just grab them by the pussy" er núna lýst sem sjálfum frelsaranum. Þessi Trump sem hefur dásamað Putin og feita svínið í N-Koreu á sama tíma og hann hótar að binda enda á 75 ára bandalag vestrænna lýðræðisríkja.  Þessi Trump sem hefur komið upp tollamúrum og hindrað frjáls alþjóðaviðskipti.  Þessi Trump sem hvetur til þess að skríllin ráðist á löglega kosið þing eigin lands til að afstýra að niðurstöður löglegar lýðræðislegra kosninga komist til framkvæmda.  Þessum Trump með þessa ferilskrá er nú af andlega takmörkuðm einstaklingum sem sjálfum frelssaranum.

p.s Að koma fram undir fullu nafni gefur þinn málflutning eða þínar röksemdir ekkert meira vægi. Endurtek, vonandi verður næsta tilraun árangursríkari. 

Bjarni (IP-tala skráð) 14.7.2024 kl. 15:51

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tilgangurinn með byssunum er að verjast ríkinu.

Ríki hafa nefnilega átt til að slátra fólki í massavís - alltaf eftir að hafa afvopnað það.

En... menn almennt lesa ekki mannkynssöguna, og vita þess vegna ekki af þessu.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.7.2024 kl. 17:34

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ekkert að bresta á núna.

Þetta er löngu brostið á.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2024 kl. 18:44

11 Smámynd: Egill Vondi

Fólk á borð við Bjarna hér að ofan eru raunverulega ógnin við lýðræðið. Hér er einhver sem fyrirlítur aðra að því marki að hann telji að launmorð sé ásættanleg pólitískt verkfæri, sem er nokkuð sem jafnvel Trump hefur aldrei gert, og kallar samt ekki allt ömmu sína. Athyglistvert að það er vinstrið sem fer oft út í mestan tilfinningaofsann, að minnsta kosti um þessar mundir. Og ekki vantar ruglið sem endurómar áróður og lygar fjölmiðla:

Þessi Trump sem hefur dásamað Putin og feita svínið í N-Koreu á sama tíma og hann hótar að binda enda á 75 ára bandalag vestrænna lýðræðisríkja.

Hann hefur forðast hatursummæli gagnvart erlendum þjóðarleiðtogum sem hann vill semja frið við, sem mér virðist skynsamlegri braut en að ala á ófriði. Hvað snertir NATO, gaf hann í skyn að bandalagið væri orðið byrði, nema að Evrópuríkin greiddu meir til bandalagsins. Aðrir Bandaríkjaforsetar hafa verið sama sinnis, þar með talið Obama og Biden. Eini munirinn er að hann orðaði þetta mun harkalegar en áður var gert.

Þessi Trump sem hefur komið upp tollamúrum og hindrað frjáls alþjóðaviðskipti.

Biden hefur haft nokkur ár til að snúa blaðinu við, en hefur ekki gert. Því hann er sama sinnis og Trump hvað þetta snertir - á nú að skjóta Biden líka, eða er þetta fáránleg átylla til að nota pólitískt morð?

Þessi Trump sem hvetur til þess að skríllin ráðist á löglega kosið þing eigin lands til að afstýra að niðurstöður löglegar lýðræðislegra kosninga komist til framkvæmda.

Þetta er lygi, eins og komið hefur fram í rannsóknum Bandaríkjaþings. En  miðlum Demokrata sem og Íslenskir miðlum hefur láðst að upplýsa almenning um það. Athuga skal C-Span sem er þingsjónvarp BNA til að sjá hvað er að gerast.

Sem sagt, þetta er ekkert nema öfgafull slagorð og varnarræða til handa pólitískum launmorðingjum. Hverjir eru viðbjóðir og öfgamenn þessa dagana?

Egill Vondi, 15.7.2024 kl. 23:21

12 identicon

Þú ert álíka vitlaus og Trump.  Það er enginn sameiginlegur sjóður ríkja NATO sem borgað er í heldur hafa aðildarríki skuldbundið sig til að leggja ákveðinn hluta þjóðarframleiðslu til varnarmála.  Þannig er framlag BNA ekki bundið við varnir Evrópu, heldur varnir BNA.

Evrópa skuldar BNA ekki krónu.  Að öðru leiti ertu ekki svaraverður.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.7.2024 kl. 07:01

13 Smámynd: Egill Vondi

Ég sagði ekki að Evrópa skuldaði BNA pening, gerðu svo vel að ljúga ekki um það sem ég skrifaði. En þú hefur greinilega ekki fleiri svör, svo þessu lýkur væntanlega hér.

Egill Vondi, 16.7.2024 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband