Skiptir nálægðin við 600 metra háa Lönguhlíðina engu máli?

Langalgengasta og hvassasta vindáttin á fyrirhuguðu flugvallarstæði fyrir suðvaestan Kapelluhraun er austsuðaustanátt, einkum þegar dýpstu lægðirnar koma af landinu. 

Versti ókostur þessarar vindáttar er ekki tíðnin heldur ókyrrðin af norðurhlíð Lönguhlíðar, sem rís í meira en 600 metra hæð yfir sjávarmáli í aðeins 15 km fjarlægð frá vellinum og veldur hættulegri ókyrrð.      

Þetta atriði er eitt af fjðlmðrgum atriðum sem virðist hafa verið strokað út í vinnu nefndarinnar, sem hefur verið starfandi síðusutu árin til að safna upplýsingum um vallarstæðið. 


mbl.is Flugvöllur í Vatnsmýri næstu áratugina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Esjan er 900 metra há eru þá ekki ennþá meiri sviptivindar við Reykjavíkurflugvöll?

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 1.10.2024 kl. 20:04

2 identicon

Sú könnun sem gjarnast er vitnað til er frá því Jóhannes Snorrason flaug með einhverja höfðingja þarna í hvassri suðaustanátt og hætti ekki fyrr en hann var búinn að hrista upp úr þeim hádegismatinn. Þess er hins vegar hvergi getið hversu mikið af meintri ókyrrð skapaðist af því að .kafteinninn hristi stýrin...

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 2.10.2024 kl. 18:48

3 identicon

Austsuðaustan áttin er langalgengasta og kröftugasta vindáttin við Hvassahraun, 

en norðanáttin er margfalt sjaldnar og vindurinn jafnari vegna lögunar Hvalfjarðar.

Ómar Þ. Ragnarsson (IP-tala skráð) 3.10.2024 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband