4.10.2024 | 23:08
Margar vendingar flugvallarmálsins í áttatíu ár.
Nokkra snúningana hefur svonefnt Hvassahraunsmál tekið síðan Agnara Koefoed-Hansen orðaði þá framtíðarsýn sína i blaðaviðtali 1956, að með tiltölulega einfaldri aðgerð væri hægt að lengja austur-vestur braut vallarina til vesturs út í Skerjafjörð.
Kostir þessa hefðu orðið margir.
stórminnkuð umferð um norður-suðurbrautina.
Stórauknir notkunarmöguleikar fyrir flugvöllinn.
Í kringum 1960 hófst mikil umræða um þann möguleika að byggja nýjan flugvöll á Álftanesi sem mveðurfarslega er langbesti flugvallarkostur landsins.
fyrir troðfullu Sjálfstæðishúsinu steindrap Geir Hallgrímsson, þáverandi bæjarstjóri Reykjavíkur þessa hugmynd með snilldarlegri ræðu.
Málið lenti í óvissu þar til Hannibal Valdimarsson varð samgönguráðherra 1971 og jarðaði hugmyndina endanlega.
Í skoðanakönnun um aldamótin var mjög mjótt á munum, en fyrirfram var gert að skilyrði um lágmarksþátttöku, sem könnunin OG samkvæmt því var könnunin ekki bindandi.
Nokkrum árum síðar var enn ein nefndin skipuð um málið og nefndir nokkrir möguleikar:
löngusker.
Bessastaðanes.
Hólmsheiði.
Hvassahraun.
Í byrjun hlaut Hólmsheiði einna mesta athygli, sem sýndi vel fíflaganginn, sem ríkt hefur í þessu máli.
Athugasemdir
Það er eins og fólk missi sjónar af tilgangum með nýjum flugvelli þegar byrjað er að fjasa um Hvassahraun eða Hólmsheiði. Hvaða fjandans máli skiptir það hvor staðurinn sé betri, við höfum flugvöll sem annar þörfum Íslands og þurfum ekki að fjárfesta tugum milljarða til að stytta akstur til 101 Reykjavík um 10 mínútur.
Það ef ekki eins og KEF sé að springa og ekki eru allir á leið á Borgina, ef sá staður er ennþá til.
Bjarni (IP-tala skráð) 5.10.2024 kl. 09:52
Hlúum að Reykjavíkurflugvelli. Hvassahraun er ekkert inn í myndinni . (held að enginn sé að agitera fyrir honum raunverulega)
Hörður (IP-tala skráð) 6.10.2024 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.