STÓRYRÐI ÁN INNIHALDS?

Úrskurður og þó sérstaklega orðaval siðanefndar Blaðamannafélags Íslands í dag vekur furðu margra því að með slíkri orðanotkun er hætt á því að hin stóru orð verði verðfelld og merkingarlítil. Ég vísa nánar til bloggs míns hér að neðan um þetta mál sem kallar á framhald og ítarlegri umræðu um þetta mál. 


mbl.is Kastljós mótmælir harðlega niðurstöðum og vinnubrögðum Siðanefndar BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ómar.

Hef nú enn ekki séð þetta álit en mér segir svo hugur um að hinn aldagamli undirlægjuháttur fyrir þeim aðilum er klifið hafa metorðastigann svokallaða ráði ferð nú sem áður.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.6.2007 kl. 02:19

2 identicon

Ég horfi á málið sem sjónvarpsneytandi, óflokksbundinn og alls ekki kjósandi Framsóknarflokksins.  Aðfarir Helga Seljan þóttu mér fruntalegar og bar fas hans allt merki um fjandskap (ef ekki fyrirlitningu) í garð þeirrar konu er hann fjallaði um - og var víðsfjarri.  Sniðið sem valið var;  eintal,  tímasetningin; aðdragandi kosninga, umfjöllunarefnið; frambjóðandi, var allt gagnrýnivert.  Það hefði verið sök sér að fjalla með þessum hætti um eitthvert málefni, en um persónu og fjölskyldu hennar, NEI.

Ég læt mér í léttu rúmi liggja klögumál eða  niðurstöður þeirra, er hér einungis að dæma það sem mér var boðið upp á, sem neytandi sjónvarpsefnis, og þessi umfjöllun var ógeðfelld, Helga og Kastljósi til minnkunnar.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 09:58

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það eru skiptar skoðanir um framgöngu Helga í viðtalinu við Jónínu og raunar um framgöngu þeirra beggja. Um slíkt viðtal gildir hins vegar annað en um þann hluta umfjöllunar fréttamanns þar sem hann er einn um það að greina frá málum.

Áhorfandi að viðtali á borð við þetta fræga samtal Helga og Jónínu getur yfirleitt dæmt sjálfur um málsatvik og skoðanir sem koma þar fram, sem og framkomu og málflutning aðila.

Finnist áhorfandanum sýnd ógeðfelld framkoma þarf ekki siðanefnd til að hnykkja sérstaklega á því vegna þess að í svona viðtali er kostur á andsvari.

Ómar Ragnarsson, 20.6.2007 kl. 14:08

4 identicon

Eins og ég tók fram dæmi ég þetta út frá mínum eigin siðferðisþröskuldi. Umfjöllunin gekk að mínu mati allt of nærri æru persónunnar, sama hvort hún er opinber eða ekki, sek eða saklaus, auk þess sem fjölskylda hennar er dregin inn í málið, og óljósar sannanir (dylgjur?) látnar duga sem ástæða umfjöllunarinnar. Viðtalið sem fylgdi var svo dæmalaust ósmekklegt og leyndist engum ókurteis og beinlínis fjandsamleg framkoma "gestgjafans" gagnvart viðmælandanum.

Ég fullyrði að svona aðfarir hef ég ekki séð áður á þessum vettvangi og mér geðjast það ekki verði þessi stíll tekinn upp í ríkissjónvarpinu. Við íslendingar erum það fámenn, náin, skyld, tengd að þessi framkoma á ekki heima hér. Fréttamaður sem stendur undir nafni þarf heldur ekki að beyta slíkum fruntaskap til að nálgast efnið. Framganga sem þessi bendir þvert á móti til þess að málatilbúnaðurinn sé of veikur til að fjallað sé um hann af eðlilegri hógværð og fagmennsku. Áhorfandinn getur allt eins áttað sig á málsatvikum þótt fjallað sé um málið af virðingu.

Ég kalla heldur ekki eftir því að einhver siðanefnd komi og dæmi, hún þarf það ekki mín vegna. Helgi dæmdi sig raunar sjálfur. Þegar fjallað er um persónur á mannlegi þátturinn að vera ráðandi að mínu mati en ekki gengið eins langt og einhver óljós viðmið teigjanlegra siðareglna leyfa - eða leyfa ekki, þegar fréttamanni þóknast svo.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband