UNDRIÐ HIÐ ELDVIRKA ÍSLAND.

Öll sjö undrin sem kynnt voru í dag eru mannvirki. Í svipaðri könnun ABC sjónvarpsstöðvarinnar í fyrra var þetta blanda og Ísland var eitt af undrunum sjö. Í nýrri bók um 100 undur veraldar eru 27 í Evrópu, þar af sex náttúrufyrirbæri. Þegar bókin er opnuð koma norsku firðirnir fyrst og síðan hinn eldvirki hluti Íslands.

Í bókinni er frægasti þjóðgarður heims Yellowstone ekki á blaði frekar en í könnun ABC. Samt segja Íslendingar að allt sé í lagi að umturna þessu undri vegna þess hve fáir hafi séð virkjunarsvæðin.

En Bandaríkjamenn mun aldrei snerta einn einasta hver í Yellowstone og friðun fyrir djúpborunum utan þjóðgarðsins nær yfir svæðið Greater Yellowstone sem álíka stórt og allt Ísland.


mbl.is Tilkynnt um ný sjö undur heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Við erum altaf svo "busy" við að trana okkur fram sem heimsins best og mest í öllu miðað við hausatölu. Yellowstone er einhver stórkostlegasti staður á jörðinni og þrátt fyrir allt sem um Kanann má segja, er hann enn svo til ósnortinn. Þeirra Kárahnjúkar? Nei varla, en ...ákveðið svæði sem samkomulag er um að ekki verði hróflað við. Hvaða svæði eigum við sem slík samstaða er til um? Þingvellir og ........?

Halldór Egill Guðnason, 9.7.2007 kl. 01:51

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Annars Ómar minn.

Ég las í einu dagblaðana, að hún Hekla væri orðin ,,heit" jafnvel svo heit, að svitinn perlar af enni hennar, snjórinn bráðnar hratt af kollinum og allt virðist benda til, að hún fari að ræskja sig.

Er ekki kominn tími til, að þú skeppir þarna uppeftir og bendir henni kurteislega á, að hér verði ekket gos, fyrr en búið er að fara með það í Umhverfismat og hún búin að panta koldíoxið-kvóta, að ekki sé talað um brennisteins oxíðin.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 9.7.2007 kl. 09:36

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og Bandaríkjamenn eiga hrós skilið fyrir Yelowstone en þeir eiga líka svo margar auðlindir í henni stóru Ameríku. En það er spurning hvernig almenningur bregst við í alvöru orkukreppu. Þegar kaupmáttur rýrnar og atvinnuleysi fer að gera vart við sig, verður þá kominn verðmiði á náttúruna?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.7.2007 kl. 09:46

4 identicon

Það er eins og virkjanasinnar ætli aldrei að skilja að listaverk geta verið ómetanleg ef undirritaður listamaður gerði verkið, en verðlaus ef verkið er gert af falsara.

Árni (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 18:41

5 Smámynd: Bergþóra Sigurðardóttir

Ómar þakka þér fyrir. Mér finnst alveg ótrúlegt að það skuli vera svona takmarkaður skilningu á undrinu hið eldvirka Ísland. Ég fékk tækifæri að spyrja jarðfræðikennara við HÍ , hvar á jörðinni væru sambærilegar líparítmyndanir og að Fjallabaki. Svarið var Yellowstone. Að Friðland að Fjallabaki  skuli vera metið sem virkjanakostir í fyrsta hluta rammaáætlunar er ótrúlegt  Ég hef spurt á vísindavefnum, hvar annars staðar í veröldinni væri ljósgrýtisstapi eins og Laufafell.  Ég bíð enn eftir svarinu. Veit það einhver ?

Bergþóra Sigurðardóttir.

Bergþóra Sigurðardóttir, 13.7.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband