ÁLIÐ EKKI LENGUR MÁLIÐ Í FLUGINU.

Í heilsíðuauglýsingu Alcoa á sínum tíma og í áróðri íslenskra álsinna hefur mjög verið haldið fram mikilvægi áls í flugvélum og bílum og að álframleiðslan fari einkum í þetta tvennt. Ekkert af þessu rétt. Álið fer að mestu í dósir og umbúðir sem Bandaríkjamenn henda í stað þess að endurvinna með broti af orkunni sem þarf í álverksmiðjunum. Ef Kanarnir endurynnu álið sem fer í umbúðirnar samsvarar það endurnýjun alls flugflota þeirra fjórum sinnum á ári.

Í raun viljum við hjálpa Könunum við að bruðla svona áfram og viljum fórna okkar náttúrugersemum til þess að þeir geti varðveitt sams konar gersemar með því að leggja álver niður og byggja í staðinn hér á landi og fá meira að segja íslensk umhverfisverðlaun fyrir.

Forstjóri Boeing-verksmiðjanna hefur sagt að koltrefjaefnin muni ryðja álinu burt. Mest selda einkaflugvél heims er úr koltrefjaefnum.

Bílaverksmiðjur hafa aðeins efni á að hafa ál að einhverju ráði í dýrustu bílunum en þar sækja koltrefjaefnin líka á.


mbl.is 35 nýjar pantanir i Boeing 787 Dreamliner
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þetta er nefninlega staðreynd. Á kynningarfundi þann 17. mars s.l. var kynningarfundur í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn á svonefndnum "Áltæknigarði". Þar var hampað þeim hluta verksmiðjunnar sem átti að fullvinna ál og þarna var fari fögrum orðum um skólasetur og fleira.  Ég gerði einmitt athugasemd við þessa fullyrðingu sem kom þar fram um hversu mikilvægt þetta væri í framleiðslu á flugvélavarahlutum eða íhlutum.  Koltrefjar eru að taka við af álinu. Á þeim fundi var heldur ekki farið mjög svo náið út hversu stórt eða mikið þetta raunverulega álver verður í endanlegri mynd eða 270 þúsusnd tonn, 100 þúsund tonnum stærra en álverið í Straumsvík! Svo er verið að tala um að fá álver Alcoa hinga líka! Við eigum ekki að gera Ísland að stóriðjuparadís fyrir erlend risaveldi með því að menga allt hér og selja orkuna okkar á spottprís. Sjá fyrr færslur á bloggsíðu minni. 

Sigurlaug B. Gröndal, 8.7.2007 kl. 21:06

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ef Alcoa vill raunverulega koma til Íslands með álver þá eigum við að setja það skilyrði að þeir flytji hingað höfuðstöðvar Alcoa á heimsvísu.  Þá fengjum við skatta frá fyrirtækinu.  Við erum staðsett mitt á milli Ameríku, Evrópu og Asíu (þegar farið verður að fljúga yfir pólinn), hér eru lágir fyrirtækjaskattar, hér er góð þekking á áliðnaði, hátt menntunarstig o.s.frv.

Með því að fá hingað höfuðstöðvarnar þá værum við loksins að fá til landsins störfin í áliðnaðinum sem við viljum fá...og án umhverfisfórna.

Þeir mega byggja álver á Húsavík ef við fáum höfuðstöðvarnar.  Annars mega þeir éta það sem úti frýs.  Ef þeim snýst hugur næst tíu árin þá koma þeir bara aftur.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 8.7.2007 kl. 22:10

3 identicon

Ómar en skipin eru að fara í meira í álið og Bíla verða áfram ál og koltrefjaefnum í bland, og vonandi með aukningu álframleiðslu hér á landi frægar álverum frá 1940,1950 og 1960 og minka þörf fyrir rafmagn sem er framleit með kolum . Nú ekki má gleyma að ál er notað í margt annað en bara bíla , skip og  flugvélar , t,d er turni hjá okkur úr ál og gosdósir úr ál, reiðhjól úr áli og reyndar líka úr koltrefjaefnum, og margt annað.

gestur (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 23:44

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Úr hverju eru koltrefjar unnar????

Halldór Egill Guðnason, 9.7.2007 kl. 02:18

5 Smámynd: Jón Gestur Guðmundsson

Koltrefjar er hliðarframleiðsla af kolanámi.

Hætta er á að flugvéla- bíla- og koltrefjaefna framleiðendur hafi ekki fyrir því að endurnýta koletrefjaefni þar sem það þarf næstum jafnmikla orku að endurnýta hana og að framleiða efnið.

Koltrefja- og trefjaplast eru alls enginn kraftaverkaefni sem munu bjarga plánetunni heldur hluti af vandanum.

Jón Gestur Guðmundsson, 10.7.2007 kl. 20:57

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við erum sem sagt að fórna okkar náttúruperlum til að hella næringarlausu sykursulli í offitusjúklinga í Ameríku!

Bandaríkjamenn bjarga kannski einhverjum náttúruperlum vegna þessarar einstöku fórnfýsi fámennra eyjaskeggja norður í Ballarhafi, en þeir hljóta að þurfa að losa sig við allar gosdósirnar á öskuhaugana hjá sér, eða urða þær einhvers staðar.

Við ættum kannski líka að bjóða þeim að losa sig við bjórdósirnar og kókdósirnar sínar hér á landi, fyrst við erum svona viljug hvort eð er að eyðileggja náttúruverðmæti okkar fyrir þá.

Þetta gæti orðið mikil lyftistöng fyrir ferðamannaiðnaðinn. Í staðinn fyrir ferðir á Heklu, Þingvelli, eða Ásbyrgi gætum við sýnt bandarískum ferðamönnum bjórdósafjöll hér og þar. Síðan sagt þeim að þau væru merki um að þeir drykkju allt of mikið af gosi og bjór!

Theódór Norðkvist, 11.7.2007 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband