29.8.2007 | 12:17
BORGAÐ FYRIR LOSUNARKVÓTA, - KREFJANDI MÁL.
Sú afstaða margra Íslendinga að yppta öxlum yfir Kyotobókuninni og láta sér á sama standa hvernig við förum a ráði okkar í losun gróðurhúsalofttegunda er ekki ábyrg og gengur ekki til lengdar. Mér hugnast ekki sú afstaða margra að við eigum að segja sig undan alþjóðlegu samstarfi, verða "frjáls" í þessum efnum og fara okkar fram, reisa olíuhreinsistöðvar og risaálver og virkja alla orku landsins sundur og saman án tillits til þeirra óheyrilegu spjalla sem slíkt veldur.
Þeir sem halda fram svona sjónarmiðum í nafni hreinna peningasjónarmiða og segja að stefna umhverfisverndarmanna sé "lífskjararýrnunarstefna" líta alveg framhjá því hvers virði svonefnd viðskiptavild getur verið, - að ímynd fyrirtækis eða þjóðar geti verið meira virði í hreinum fjármunum talið en allar aðrar eigur.
Í upphafi skyldi endinn skoða, - sá tilgangur að sex risaálver á Íslandi verði lausn í atvinnumálum Íslendinga næst ekki þegar þess er gætt að á endanum munu aðeins um 2% af vinnuafli landsmanna verða í þessum álverum öllum til samans.
Í raun er það slæmt að álverin sem nú ryðjast hér fram skuli sleppa við að borga fyrir þá losun sem þeim fellur í skaut. Nóg er samt að gert í því að láta þeim í té raforku á verði sem stendur undir auglýsingunni frægu sem send var helstu álrisum heims 1995 með orðin "lowest energiprizes" sem þungamiðju.
Losunarheimildir verða ókeypis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta nýja kerfi ykkar þýðir að álrisarnir borga MINNST af því að þeir fá "gjafakvóta" en önnur lítil, ný sprotafyrirtæki í sama hvaða starfsemi sem er munu þurfa að blæða fyrir hvert kíló af lofti frá sér. Það hlýtur að vera öllum ljóst hve óréttlátt þetta er. Það er ábyrgðarmál að kæfa gersamlega nýjar hugmyndir í fæðingu af því að þær fela í sér framleiðslu en ekki túristatroðning. Samkeppni á heimsvísu er nógu erfið án þess að rukkað sé fyrir koltvísýring, enda er krónan allt of sterk og launakostnaður hár. Kerfið verðlaunar gamla drullumallara úti í heimi með kvóta sem á að pína okkur til þess að borga milljarða fyrir.
Ívar Pálsson, 29.8.2007 kl. 12:55
Danir eru iðnir við að kaupa sér losunarkvóta o.fl þjóðir. Ábyrgðarlausir glæpamenn? Held ekki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.8.2007 kl. 14:54
Þessir kvótar eru klikkun, þetta stefnir í að við verðum að kaupa kvóta til að "losa vind", vatnalögin eru þegar á góðri leið í gegn, með þeim verður vatn, hvort sem það er í gufu, föstu formi eða rennandi í EINKAEIGN, sem þýðir að lögfræðilega séð gætir þú lent í því að mega ekki drekka regnvatn nema borga einhverjum fyrir það... hvað verður langt í "loftalögin", sem færa þá andrúmsloftið í einkaeigu?
Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 17:23
Mengunarkvóti er auðvitað ekkert annað en leið til friðþægingar. Barnaleg ámóta og aflátsbréf kaþólikka á miðöldum.
Ef ég ligg nægilega oft á bæn og sæki kirkjur þá leyfist konunni minni að hlaupa út í búð og stela. Og kannski ræna gamlan og blindan mann í leiðinni ef ég er nógu ákafur við bænahaldið! Þarna er nefnilega komið jafnvægi á siðferðið á okkar heimili.
Dæmalaus hringavitleysa!!!!!!
Árni Gunnarsson, 29.8.2007 kl. 17:56
Bjóðum kvótana upp á Ebay. Hæstbjóðandi fær kvótann í einhvern ákveðinn tíma og svo verður boðið upp aftur. Það má stórgræða á þessu, ekki satt?
Sigurjón, 30.8.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.