15.9.2007 | 17:58
ÚTSVAR FER VEL AF STAÐ.
Nýi spurningaþátturinn Útsvar fer vel af stað að mínum dómi. Sigmar sjóaður og pottþéttur og Þóra Arnórsdóttir er einhver skærasta vonarstjarnan í íslensku sjónvarpi. Mjög góð byrjun hjá henni.
Byrjunarhnökrar eins og að sýna ekki báða "hlauparana" samtímis þegar þeir nálgast bjölluna verða væntanlega sniðnir af.
Mér finnst ekki að það eigi að þyngja spurningarnar um of því að það er gott að þeir sem heima sitji geti svarað stórum hluta þeirra. Þannig dragast áhorfendur óbeint betur inn í þáttinn og lifa sig inn í hann.
Í beinni útsendingu getur orðið tímapressa hjá þáttastjórnendum í lokin og kannski var það ástæða þess að spyrlarnir ýttu að mínum dómi ekki nóg undir spennuna á lokasprettinum með því að gefa sér tíma til að pæla í stöðunni og koma þvi yfir til áhorfenda.
Allt í einu var þátturinn búinn.
En þetta eru smávægileg atriði miðað við allt það sem fórst vel úr hendi og ég óska þættinum og aðstandendum hans velgengni og vinsælda.
Athugasemdir
Til hamingju með daginn, Ómar. Þegar ég var fimm ára hlustaði ég á þig með andakt, og geri enn.
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 01:36
Innilega til hamingju með daginn Ómar
og ég er sammála með spurningaþáttinn, hann lofar góðu fyrir veturinn
Ragnhildur Jónsdóttir, 16.9.2007 kl. 14:53
Til Hamingju með daginn Ómar. Spurngaþátturinn fór vel af stað og gaman verður að fylgjast með honum í vetur. Ég er sammála þér með að sýna báða keppendur þegar hlaupið er að Ómarsbjöllu. þar er oft mikil spenna.
Þórður Ingi Bjarnason, 16.9.2007 kl. 15:00
Hverjir sigruðu ??
Að vísu er ég sem Kópavogsbúi óánægður með mannavalið, í 30.000 manna sambýli þá virtist ekki hægt að manna liðið og þurfum á utanaðkomandi verktaka að halda. Örn er að sjálfsögðu ekki Kópavogsbúi heldur aðkeypt vinnuafl.
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.