ÞÖRF VARNAÐARORÐ.

Sumum hefur kannski fundist Íslandshreyfingin taka full djúpt í árinni þegar hún setti varnaðarorð um eignarhald á orkulindum landsins á oddinn í kosningabaráttunni. En okkur hefði aldrei órað fyrir þeim atburðum sem síðan hafa orðið og hafa sent ólguöldur inn í stjórnmálin um allt land. "Sjálfstæðismenn um allt land eru brjálaðir," - "trúnaðarbrestur hjá meirihlutanum", - "allt upp í loft í borgarstjórn",  - "ólga í Framsóknarflokknum", - "hriktir í meirihlutanum á Akranesi", - svona eru lýsingarnar á því sem hefur verið að gerast. 

Í þessum málum hefur það sama gerst í í virkjana- og stóriðjumálunum, - hraðinn sem græðgis- og virkjanafíklarnir hafa sett upp hefur verið slíkur að engin leið er að fylgja honum eftir, - það er vaðið áfram stjórnlaust og skellt skollaeyrum við eðlilegri upplýsingagjöf og skoðanaskiptum.

Þetta er bagalegt vegna þess að umhverfismálin eru þegar orðin mál málanna á 21. öldinni.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvernveginn finnst manni að það sé verið að drepa aðalmálinu á dreif með því að gera það að aðalatriði í umfjölluninni hverjir "fái" að kaupa hlutabréf í REI. Einn roskinn vinur minn sagði við mig í morgun, að honum þætti vera aðalatriði í málinu að með því að selja hlut OR í REI, þá væri endanlega búið að gulltryggja að peningafurstarnir sem hafa eignast öll verðmæti sem íslenska þjóðin er búin að skapa á 20. öld og því sem er af þeirri 21. fái að eignast auðlindir fallvatna, jarðhita og ferskvatns. Hann vildi líka meina, að það mætti lesa út úr þessu að það væri í einkavæðingarklíkunni búið að skipta þessu þannig, að Hannes og Jón Ásgeir fengju að eignast jarðhitann, en Björgúlfarnir og Bakkavararbræður Landsvirkjun, sem eins og allir geta séð er komin með nánast eignarhald á öllum virkjunarkostum fallvatna í landinu með því að fyrirtækið eru búið að fá úthlutað virkjunarleyfum í öllum fallvötnum sem eru hagkvæmir virkjunarkostir. Vg og þið í Íslandshreyfingunni voruð á réttri leið með afstöðu ykkar til vatnalaganna. Nú er búið að sjá til þess að þegar þið komist loks til valda, verður ekki hægt að snúa hjólinu til baka nema með þvílíkum skaðabótum að ríkið yrði ekki borgunaraðili fyrir þeim.

nirfillinn (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband