13.11.2007 | 12:35
TIL HAMINGJU, ÞORGERÐUR KATRÍN !
Alveg eins og Bernhöftstorfan og Laugavegurinn eru ekki einkamál Reykvíkinga eru hin nýfriðuðu hús á Akureyri ekki einkamál Akureyringa. Það blés ekki byrlega í þessu máli þegar ég skrifaði pistil um það í sumar en nú er von, þökk sé þeim sem standa að þessari friðun. Hótel hafa miklu meiri skírskotun til fólks um allt land og í öðrum löndum en flestar aðrar byggingar af augljósum ástæðum. Hótel eru ekki bara menningarminjar heldur þrungin menningarminningum.
Þrjú hús friðuð á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Friðun þessara húsa er mikið ánægjuefni Ómar. Nú verður vonandi gengið fljótt og örugglega í að koma Hótel Akureyri í endurbyggingu svo það verði eins glæsilegt og hin húsin tvö, Hamborg og París. Til hamingju og bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 13.11.2007 kl. 12:52
Rétt er að friðun húsa er ekki einkamál einhverra, hitt er ljóst að forræði í skipulagsmálum er á höndum sveitarstjórnar í þessu tilfelli. Þess vegna er það óskiljanlegt að ráðherra geti gripið ínní löglega og líðræðislega teknar ákvarðanir. Öll meðferð og afgreiðsla á núgildandi deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar var gerð samkvæmt lögum.
Eitt get ég sagt þér Ómar, það eru ekki neinar menningarminjar né menningarminningar um þetta hús. Þær minningar sem ég á um þetta hús eru bara ljótar, gamalt og lélegt Hótel sem mamma vann á á stríðsárunum. Lélegt hús sem aldrei hefur borið neinn rekstur. Margsinnis búið að breyta og klastra í, ekki einu sinni frumgerðin var falleg né reisuleg.
Þetta hús á ekkert skilt við Hamborg og París hvað menningarverðmæti varðar.
Guðmundur Jóhannsson, 14.11.2007 kl. 05:25
Ég gisti oft á Hótel Akureyri í gamla daga og á þaðan margar góðar og skemmtilegar minningar. Guðmundur virðist leggja að jöfnu dýr margra stjörnu hótel og góðar minningar.
Í 14 daga ferð um Noreg fyrir mörgum árum gistum við hjónin tólf sinnum á venjulegum hótelum með tilheyrandi sjónvarpi og þægindum. En þau renna öll saman í eitt í minningunni.
Tvær gistinætur standa upp úr: Önnur var í frumstæðum fjallakofa á Harðangursheiði og hin í "gömlu, lélegu og ljótu" sveitahóteli í Suður-Kjós á Finnmörku.
Eigandinn var kona á áttræðisaldri og allt var sveitalegt og gamaldags á þessu hóteli. Samt sváfum við jafnvel ef ekki betur en á fínu hótelunum og eigum frábærar minningar frá þeirri upplifun að hafa kynnst hinni sérstöku aldagömlu norsku menningu á þessu hóteli.
Ómar Ragnarsson, 14.11.2007 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.