14.11.2007 | 14:18
NÚ ÞARF AÐGÁT.
Það mun væntanlega auka öryggi að Stóri bróðir geti fylgst með hvaða bíl sem er hvar sem er og hvenær sem er. En gæta þarf vel að því að þessi nýja tækni verði ekki til þess að skerða rétt hvers manns til ferðafrelsis sem meðal annars getur falist í því að þurfa ekki að óttast smásmugulegt eftirlit umfram brýnustu öryggishagsmuni. Að meðaltali er hverjum íslenkum bíl ekið í sem svarar meira en mánaðar vinnu á hverju ári, þ. e. í ca 200 klukkustundir. Meðal Íslendingurinn eyðir því ótrúlega stórum hluta ævi sinnar í bíl.
Þetta fæst út með því að nota tölur um meðalhraða, sem er 36 km/klst innanbæjar og meira en 80% alls aksturs á Íslandi er vafalaust innanbæjar þannig að meðaltalshraðinn á landinu öllu á bilinu 40- 50 km/klst. Þegar því er deilt upp í 15 þús km meðalakstur hvers bíls fæst þessi ótrúlega háa tala af viðveru ökumanns í hverjum bíl.
Ég tel mikils virði að ný staðsetningartækni geti á engan veg stuðlað að lögregluríki. Truflanir í farsíma mínum á ákveðnu tímabili síðsumars 2005 bentu til þess að hann og fleiri símar væru hleraðir og hafi svo verið skil ég ástæðu þess að þarna virtist vera upplagt tækifæri fyrir leyniþjónustu hins opinbera til að prófa búnað sem nota mætti tengslum við hættuna á hryðjuverkum ef hún dyndi yfir.
Símastöðvarnar sem sími minn og þrír aðrir símar voru í sambandi við voru annars vegar endurvarpinn á Sauðafelli við Kárahnjúka og hins vegar aðalsendir Símans í Reykjavík.
Það kom mér hins vegar mjög á óvart hvaða símar virtust tengdir inn í þetta hugsanlega "hryðjuverkamannasímatorg."
Þess vegna held ég að skoða þurfi gaumgæfilega allar hliðar þessa nýja máls áður en þessu bílaeftirlitskerfi Stóra bróður með okkur nánast öllum verður komið á.
Allir bílar undir gervihnattaeftirliti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Úps, nú sýnist mér að varpa eigi persónuvernd fyrir róðan í nafni öryggis.
Marinó G. Njálsson, 14.11.2007 kl. 15:08
Það eina sem gerist er að um leið og loftbúðin springur þá kemur talsamband við 112 ásamt því þá nákvæm staðsetning á skjá þeim. Það myndast engin GPS saga.
Ingi Björn Sigurðsson, 14.11.2007 kl. 15:21
Þetta er ekki ósvipað og með sjálfvirku tilkynningarskyldu skipa, en þar er sami aðili (Landhelgisgæslan) að fylgjast með siglingaöryggi skipa og svo hinsvegar að fylgjast með brotum á fiskveiðireglum.
Ekki hefur LHG nýtt sjálfvirku tilkynningarskylduna til að góma þá sem veiða á rangri slóð.
En ég held að aukið öryggi vegfarenda sé mikilvægara en hvort einhver geti fylgst með ferðum hvers og eins.
Enda eru þeir sem þola ekki að fylgast með ferðum sínum þeir sömu og hafa eitthvað að fela og eru þá væntalega í einhverjum afbrotum.
En auðvitað þarf að gæta að grundvallar friðhelgi einkalífsins.
Ef stjórnvöld færu að nýta sér svona öryggiskerfi gegn fólki, þá færi fólk fljótlega að kippa þessu bara úr sambandi.
Ég hef þá trú að amk hér á landi séu starfsmenn löggæslu almennt heiðarlegt fólk, þó vissulega geta leynst svartir sauðir þar eins og annarstaðar.
Júlíus Sigurþórsson, 14.11.2007 kl. 15:22
...en ef að loftpúðinn springur kemur þá ekki sérsveitin með alvæpni?
Kári Magnússon, 14.11.2007 kl. 16:04
"Truflanir í farsíma mínum á ákveðnu tímabili síðsumars 2005 bentu til þess að hann og fleiri símar væru hleraðir og hafi svo verið skil ég ástæðu þess að þarna virtist vera upplagt tækifæri fyrir leyniþjónustu hins opinbera til að prófa búnað sem nota mætti tengslum við hættuna á hryðjuverkum ef hún dyndi yfir".
Kannski færðu einhver samúðaratkvæði út á þessar aðdróttanir í næstu Alþingiskosningum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2007 kl. 16:09
Samkvæmt fréttinni þá "berast Neyðarlínunni strax upplýsingar um staðsetningu bílsins, hraða sem ekið var á, númer bílsins, tegund og mögulegan fjölda farþega auk þess sem upplýsingar fást um hversu mikið höggið var". Það er dálítið meira en boðin til tilkynningarskyldunnar. Ef við sleppum þessu atriði með "hraða sem ekið var á", þá líður mér strax betur með þetta. Einnig yrði að vera tryggt, að ekki væri hægt að rekja ferðir bílsins, nema fyrirliggi úrskurður dómara í hverju einstöku tilfelli og ekki mætti nota slík gögn nema fyrir lægi rökstuddur grunur um hegningarlagabrot.
Júlíus, þú segir: "Enda eru þeir sem þola ekki að fylgast með ferðum sínum þeir sömu og hafa eitthvað að fela og eru þá væntalega í einhverjum afbrotum" (sign). Málið er, að það á enginn maður að þurfa að búa við það, að sérstaklega sé fylgst með ferðum sínum. Við eigum öll rétt til friðhelgi ferða okkar, athafna og gjörða meðan að við erum ekki í leiðinni að brjóta á sambærilegum rétti annarra. Líka þeir sem ekki fylgja normum þjóðfélagsins. Það er fullt af fólki sem syndir móti straumnum eða bara í sinni eigin á og á bara fullan rétt á að vera óáreitt við það. Annað er bara stóra bróðurs hugsunarháttur og megi allir góðir vættir forða okkur frá því.
Marinó G. Njálsson, 14.11.2007 kl. 16:55
Athugasemd Gunnars er út í hött. Ef ég hefði viljað fá "samúðaratkvæði" út á símatruflanirnar 2005 hefði ég auðvitað spilað þessu út í vor.
Ég geri það eingöngu nú vegna þess að ég tel að einmitt nú sé engan veginn hægt að tengja þetta við neina kosningabaráttu en þó geri ég það einkum vegna þess að ég treysti mér ekki sem fjölmiðlamaður til þess að sitja lengur á þessu máli og staðreyndum þess.
Truflunin fólst í því að í eina skiptið í meira en 20 ár tók síminn upp á því að hringja í hin númerin án þess að ég vissi til þess. Þeir sem fengu þessar símhringingar heyrðu mig vera að tala við þriðja aðila án þess að hægt væri að tala við mig.
Tveir þessara númera sem ég hringdi ekki í sjálfur heldur komst í "hálft" samband við, voru númer þekktra andófsmanna Kárahnjúkavirkjunar en hinn þriðji, sem varð fyrir langmestri truflun, er hins vegar þannig settur í þjóðfélaginu að maður verður hugsi þegar maður hugsar til þess hvers vegna í ósköpunum það númer var inni í þessu hugsanlega símatorgi "hryðjuverkamanna."
Þetta gerðist í fjóra daga. Þrjá dagana var ég rétt hjá endurvarpa Símans á Sauðafelli við Kárahnjúka og í eitt skiptið við aðalendurvarpa Símans í Reykjavík.
Ég fór með símann í skoðun hjá Símanum og fékk útskrift á símtölum og kom í ljós að símtölin fyrsta daginn komu ekki fram á skrá.
Þeir þrír símafróðu menn sem ég leitaði til sögðu að svona lagað gæti helst gerst ef síminn væri í símatorgi eða sem truflun ef ég notaði minni símans,en hann var á þessum tíma í símatorgi hjá RUV og engin truflun kom þar fram í formi leyndra hringinga inn í það torg.
Ég notaði ekki minni símans svo að sú skýring gekk ekki.
Þegar ég talaði við síðasta sérfræðinginn minnti ég hann á nýlega hlerun skólastráka í Bandaríkjunum og spurði hann hvort eitthvað slíkt gæti hafa verið í gangi.
Hann sagði að það væri útilokað. Ég þyrfti að hafa litlar áhyggjur af því vegna þess að til þess að koma í kring einhverju sem líktist þessu þyrfti góða aðstöðu, mannskap, tækjakost og peninga.
Ég vil bara fá ítarlega könnun fyrirfram á hverju því nýmæli sem framkvæma á þessu sviði svo að tryggð sé lágmarks persónuvernd. Ef það er hægt er að mínu mati hið besta mál að setja upp hvað það kerfi sem vera skal til þess að auka öryggi okkar.
Ómar Ragnarsson, 14.11.2007 kl. 19:01
Lögregluríkið ísland er farið að verða til vandræða í þjóðfélaginu, þetta er farið að verða eins og í laginu "þú mátt ekki pissa bakvið hurð " samanber allir sem sektaðir eru fyrir að pissa í miðbæ Reykjavíkur. Merkilegt að B.Bjarnason ARMY skulu ekki vera með frethólkana og skjóta á alla fuglana sem gera þarfir sínar í friði í miðbænum.
En þetta með GPS í bíla það verður nú það fyrsta sem verður rifið úr sambandi því þeir eru nú farnir að verða of frekir með að hnýsast inná persónu frelsi fólksins í landinu.
Haukur Randversson, 14.11.2007 kl. 21:53
Guðjón, þú spyr af hverju hraði telst viðkvæmt. Það er vegna þess að hraðinn lýsir hegðun einstaklingsins, sem í þessu tilfelli gæti verið brot á umferðarlögum. Hann telst því til viðkvæmra upplýsinga sem ekki er hægt að fá upplýsingar um með öðrum leiðum en í gegnum þennan búnað. Staðsetning bifreiðarinnar og samsetning farþega gæti líka verið viðkvæmt, en það eru hlutir sem hvort eð er koma í ljós á slysstað. Nákvæman hraða er aftur ekki hægt að ákvarða út frá ástandi bílsins, þó það gefi vísbendingar um hraðann.
Ég skil raunar ekki, af hverju númer bílsins ætti að fara með, þar sem fyrir viðbragðslið er nóg að vita gerð bílsins. Ekki fara þeir að leita á slysstað af bíl með sérstöku númeri. Persónuverndarlögin takas skýrt á þessu, en í 3. tölulið 7.gr. laga nr. 77/2000 segir: "[Við meðferð persónuupplýsinga skal allra eftirfarandi þátta gætta:] 3. að þær séu nægilegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar;" Í mínum huga fellur bílnúmer ekki undir þetta.
Síðasta atriðið sem ég vil taka til athugunar (miðað við efni fréttarinnar) er hvenær boðin eru send. Það verður að vera alveg á hreinu, að boðin eigi sér upptök frá bílnum og eingöngu sé hægt að senda þau þegar alvarleg atvik hefur átt sér stað. Sendingin yrði annað hvort handvirk, þ.e. bílstjóri, farþegi eða utanaðkomandi aðili gæti virkjað þau af vissum forsendum uppfylltum, eða að þau væru sjálfvirk og væru framkölluð við þungt högg, tjón á einhverjum hluta bílsins eða við það að loftpúðar væru blástnir út. Búnaðurinn mætti ekki á nokkurn hátt skrá hegðun, ferli, aksturslag eða leið bifreiðarinnar, þ.e. búa til óbeina eða beina lýsingu á háttarlagi ökumannsins.
Marinó G. Njálsson, 14.11.2007 kl. 21:58
Ökuriti er fyrirbrigði sem hefur verið notað lengi í stærri bíla og grunar mig að þetta GPS dæmi sé í raun ekkert annað en háþróaður stafrænn ökuriti, nema hvað nú á að vera hægt að ná í upplýsingar frá honum í gegnum GSM símkerfið. Nú þegar er hægt að fylgjast náið með öllum sem ganga með GSM síma í vasanum og í suma þeirra er komin innbyggður GPS móttakari.
Að auki er myndavél í símanum sem getur að auki tekið upp video svo að nú geta þeir í Pentagon farið inn á alla þessa síma og fengið beina útsendingu ásamt staðsetningu frá viðkomandi :)
GSM - GPS eða var það KPS? (Kjartan P. Sigurðsson)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.11.2007 kl. 23:18
Jón Frímann, samkvæmt lögum er bannað að hlera nema að undangengnum dómsúrskurði. Mig minnir að undantekningar frá því séu þegar stórkostleg hætta og almannahagsmunir eru í húfi. Ómar Ragnarsson fellur ekki undir þá skilgreiningu. Ég sé ekkert að því að gögn um athafnir fólks á internetinu séu geymdar í sex mánuð, má vera lengur mín vegna. Aðal atriðið er að ekki sé verið að hnýsast í gögnin nema ástæða sé til. Það þarf að tryggja með öllum ráðum. Þar er Marinó G. á heimavelli og gæti kannski frætt okkur um það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2007 kl. 01:28
Guðjón, það er ekki hlutverk Neyðarlínunnar að rannsaka bílslys. Við höfum sérstakan aðila til þess sem heitir Rannsóknanefnd umferðaslysa. Það er heldur ekki hlutverk Neyðarlínunnar að safna upplýsingum um aksturslag, bílnúmer, akstursskilyrði o.s.frv. Neyðarlínan hefur vel skilgreindu hlutverki að gegna og ég get ekki séð að það breyti í neinu hæfi hennar til að gegna því hlutverki að fá þessar upplýsingar. Um það snýst málið. Um það snýst 3. töluliður 7. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Neyðarlínan hefur ekkert með löggæslu eða umferðareftirlit að gera. Til þess höfum við lögregluna. Hlutverk Neyðarlínunnar er samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni 112.is:
Við skulum því greina á milli þessa hlutverks og hlutverks lögreglu. Þó svo að við viljum örugglega öll stuðla að meira öryggi í umferðinni, þá er það ekki hlutverk Neyðarlínunnar.
Marinó G. Njálsson, 15.11.2007 kl. 11:47
...langar svo að vita...Hvað gerist ef prestur missir trúna á Guð? Lækkar hann í launaflokkum?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.11.2007 kl. 22:54
Við þurfum að hafa gát á Stóra bróður. Allar takmarkanir á frelsi fólks eru alltaf skýrðar með því að þannig sé verið að gæta hags fólks, allavega almennings og oft jafnvel líka þess sem sætir frelsisskerðingunni.
Það er bráðnauðsynlegt að hafa vakandi auga með hinu alskimandi eftirlitsauga. Ekki taka fallegum skýringum gagnrýnislaust.
Leyniþjónustur eru jafnan ríki í ríkinu, í öllum ríkjum. Um allan heim, í Svíþjóð, Sovétríkjunum, Kína, Danmörku, Frakklandi, Bandaríkjunum og víðar, hafa þær orðið uppvísar að því að ganga lengra en lög leyfa, ýmist með eða án vitundar og vilja stjórnmálamanna. Þessir aðilar "vita betur" en misvitrir og forgengilegir stjórnmálamenn hvaða ógnir steðja að og hvernig á að takast á við þær.
Hér á landi hafa verið stundaðar ólöglegar njósnir um áratugasekið og er gert enn. Þar á meðal eru símhleranir án dómsúrskurðar. Ég hef sjálf persónulega reynslu af slíku og þekki fjölda fólks sem hefur lent í slíku, fyrr og síðar. Þegar ég var yngri fannst mér það svoldið töff að vera þess virði að á mig væri spanderað hlerunum, en með árunum er mér hætt að finnast þetta neitt töff, bara brot á friðhelgi einkalífs míns.
Íslensk lögregluyfirvöld hafa komið að þessum njósnum, oft í samstarfi við bandarísk yfirvöld og stjórnmálamönnum hverju sinni verið mis mikið kunnugt um það. Hafa reyndar sjálfir margir sætt slíkum njósnum.
Sjúkar samsæriskenningar? Gerist svona lagað bara í útlöndum, en ekki á Íslandi? Eða kannski bara í bíómyndum en ekki í raunveruleikanum? Stalín stóð aldrei fyrir hreinsunum og íslensk leyniþjónusta er ekki til!
Soffía Sigurðardóttir, 16.11.2007 kl. 00:25
Guðjón, þú spyrð hvernig ég vilji stuðla að meira umferðaröryggi. Ég vil efla umferðareftirlit lögreglunnar. Ég vil t.d. að settir séu upp sem víðast um land radarvitar, sem senda frá sér fölsk radarboð, eins og hraðaradarar lögreglunnar gefa frá sér. Ég vil gera vegi landsins öruggari með því að breikka þá og setja vegrið á hættulegum köflum. Ég vil efla fræðslu og forvarnir. Ég vil beita öllum þeim tólum og tækjum sem lög leyfa okkur að beita og í því felst að láta þá sem eiga að sjá umferðareftirlit sjá um það. Ég vil að fjármagnið fari þangað sem löggjafinn hefur skilgreint að umferðareftirlit eigi að eiga sér stað.
Marinó G. Njálsson, 16.11.2007 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.