JÓNAS STÓÐ AF SÉR RAPPIÐ!

Var að horfa á Benedikt Erlingsson fara mikinn í því að flytja Gunnarshólma í hröðum rapptakti og hreifst af fjörinu og kraftinum hjá þessum snillingi. Einhverjir kunna að hafa hneykslast og mér hefði aldrei dottið í hug að nota þessa aðferð við flutning þessa stærsta málverks sem málað hefur verið í ljóði á Íslandi. En skiptir ekki öllu máli.

Það sem máli skipti að mínum dómi er að þarna sást skýrt dæmi um það hvernig Jónas getur höfðað til hvaða kynslóðar sem vera skal og staðið af sér flest, meira að segja hraðan rapptakt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég get bætt því við að ég er sammála því sem sagt er hér í athugasemd annars staðar að jafnvel þótt farið væri um á hljóðfrárri þotu væri ómögulegt að skoða það málverk sem Gunnarshólmi er að gagni á þeim ofurhraða sem fylgir rappinu. Efni ljóðsins og stemningin fer þá fyrir ofan garð að neðan. 

Þess vegna tel ég að efni ljóðsins og stemning skili sér aðeins á þeim hraða sem til dæmi Hallgrímur Helgason notaði í Kilju Egils í snilldarlegri útfærslu sinni á þessu ljóði sem kom Bjarna Thorarensen til að segja: "Nú get ég hætt að yrkja."  

Ómar Ragnarsson, 17.11.2007 kl. 00:27

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mér fannst þetta algjörlega frábært, eins jarðbundin og ég nú annars ér þá geri ég mér grein fyrir því hve mikilvægt það er að færa snilldarverk sem þessi í samtimann.

Raunin er sú að rappið og hrynjandinn í íslenskri ljóðagerð eiga svo margt sameiginlegt eins og þú veist manna best um Ómar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.11.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband