BYLTING HRAÐLESTANNA EKKI HÉR.

Eitt af því sem hægt verður að nota í Evrópu til að minnka útblástur frá samgöngutækjum eru hraðlestir og byltingarkennd tæknibylting á því sviði sem unnið hefur verið að. Í þessum efnum eru Evrópubúar á undan Bandaríkjamönnum en það tekur samt tíma að hrinda stórhuga áætlunum í framkvæmd sem byggjast á samvinnu allra þjóðanna í álfunni og samræmingu, svo sem í sporabreidd. Þjóðirnar á jöðrum Evrópusamfélagsins eiga hins vegar erfiðara með að nýta sér þetta en þær sem nær eru miðjunni.

Samt má halda halda því fram að tæknilega sé hægt að koma á hraðlestarsamgöngum út í öll horn Evrópu, - nema til Íslands.

Það er meira að segja tiltölulega stutt að sigla milli Írlands og Englands en annað er uppi á teningnum varðandi Ísland. Við erum algerlega háð fluginu nema við viljum hverfa aftur til þess tíma þegar það var kallað að "fara í siglingu" þegar Íslendingar fóru til Evrópu.

Þess vegna þurfa Íslendingar ekkert að vera feimnir við að fara fram á að tekið verði tillit til sérstöðu okkar í þessum efnum, þótt það kosti að við setjum meira út í loftið fyrir bragðið. Einnig verður að líta til þess að flugumferð til og frá landinu er svo örlítið brot af heldarflugumferðinni að það tekur því varla að nefna það.


mbl.is Tekið verði tillit til landfræðilegrar sérstöðu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skoði maður lestarsamgöngur í því fjallenda ríki Noregi, sér maður ekki vankvæði á því að koma slíku á hér.  Reykjavík Keflavík ætti raunar að vera löngu komið og skil ég ekki hvað tefur menn frá því.  Slík framkvæmd mundi vafalaust borga sig fljótt.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.12.2007 kl. 21:44

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Eitt enn með flugið ég skil ekki hvernig það á að standast umhverfislög að færa innanlands flugið til Keflavíkur og lengja öll flug um 10-15 mínútur + akstur til Keflavíkur það er verið að tala um yfir 1000 farþega á dag.

Það væri fróðlegt að vita hversu mikil eldsneytis aukningin yrði.

Sturla Snorrason, 19.12.2007 kl. 22:17

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Rafknúinn 'lafteinúngur' frá BSÍ til flugstöðvar Leifs heppna er löngu þörf framkvæmd, & myndi aukalega létta á tvöföldu 'stórslysabrautinni'.

Steingrímur Helgason, 19.12.2007 kl. 23:10

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Pistill minn snerist eingöngu um ferðalög milli landsins og Evrópu en þar geta engar raflestir bjargað okkur. Tæknilega væri hins vegar til dæmis hægt að fara í lest alla leið frá Alta nyrst í Noregi og suður um alla Evrópu eftir að göng verða komin milli Falsturs og Femarn.

Raflestir innan lands er svo efni í annan pistil og hugleiðingar.

Ómar Ragnarsson, 20.12.2007 kl. 00:29

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nú heyrist manni á ýmsum að það sé skömm að því fyrir Íslendinga að vilja að tekið sé tillit til sérstöðu landsins þegar mengunar„kvóti“ er til umræðu og ákvörðunar. Það hlýtur að eiga við um samgöngur að og frá landinu líka.

Sigurður Hreiðar, 20.12.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband