AÐ GERA SÉR DAGAMUN.

Eitt af boðorðunum kveður á um að halda skuli hvíldardaginn heilagan. Þetta er ekki út í bláinn því að í amstri hversdagsins er það manninum nauðsynlegt að geta hvílst og "hlaðið batteríin" eins og við köllum það á okkar dögum. Það verður illa komið fyrir mannkyninu ef aldrei væri lát á brauðstritinu. Jafnvel hjá fáækasta fólkinu og frumstæðasta sem við hjónin heimsóttum á sínum tíma í Afríku gat fólk sest niður í skógarrjóðri og sungið og spilað.

Þar spilaði unglingur einn eins og engill á gítar, sem var bensínbrúsi, sem söguð hafði verið ein hliðin úr og fest við spýta með vírstrengjum.

Það er íhugunarefni hvort alla þá streitu og hraða og vinnu þurfi til að við getum haldið nauðsynlegustu hátíðina okkar, hátíð sem léttir okkur erfiðasta róðurinn í gegnum myrkur og kulda mesta skammdegisins.

Ég þakka öllum lesendum og bloggurum sem hafa tengst bloggsíðu minni á árinu fyrir yndisleg kynni og óska þeim gleðilegra jóla þar sem við gerum okkur öll nauðsynlegan dagamun.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól 

Freyr frá Hamri (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband