VISSI CLINTON UM BJÖRN INGA?

Þessi spurning er að sjálfsögðu sett fram í hálfkæringi en þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem við Íslendingar sjáum stjórnmálamenn vikna og vekja með því umræðu og spurningar um það hvað sé viðeigendi. Er hægt að treysta því að stjórnmálamaður sem þarf að standast ágjöf, vera sem klettur í öldurótinu og haggast hvergi muni halda haus á erfiðum tímum ef á hann til að bogna og bresta í grát?

Ég er ekki sálfræðingur en mig minnir að sálfræðingar mæli með því að fólk byrgi ekki um of hið innra með sér djúpar tilfinningar til lengdar heldur leyfi þeim að fá útrás en að sjálfsögðu á hófstilltan og yfirvegaðan hátt. Við það létti það af sér óþægilegu fargi og sé jafnvel betur fært um að taka vel yfirvegaðar og góðar ákvarðanir en ef það eyðir sálarkröftum í innri baráttu og bælingu.

Auðvitað skipir máli hvenær svona gerist og á hvaða stigi baráttunnar. Þess er krafist af stjórnmálamönnum að þeir ráði yfir öflugri sjálfstjórn því ella geti þeir ekki gert kröfu til að stjórna málefnum annarra. Á hinn bóginn er það nauðsynlegt fyrir stjórnmálamenn að þeir komi eins hreinskilnislega fram og unnt er en séu ekki sífellt í einhverjum þykjustuleik.

Hér á kannski við að hóflega felld tár létti á mannsins hjarta svo tekin sé líking af orðtaki um annan vökva sem einnig þarf að umgangast í hófi eða jafnvel að bægja alveg frá vörum sumra.


mbl.is Gáfu tárin Clinton byr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband