TRUMAN-DEWEY AFTUR ?

Frægasti ekki-sigur skoðanakannana gæti verið í hættu eftir úrslitin í New Hampshire ef svipað gerist aftur í forsetakosningunum sjálfum. Í forsetakosningunum 1948 var Dewey svo öruggur sigurvegari í skoðanakönnunum við upphaf kjördags að sigur hans var settur í frægar risafyrirsagnir í blöðum sem Harry S. Truman veifaði síðan sigurreifur þegar hin raunverulegu úrslit voru kunn. Þetta ætti að sýna nauðsyn þess að kjósendur láti skoðanakannanir ekki ráða för í kjörklefum, en sú oft orðið raunin. Því miður eru þessi úrslit í New Hampshire undantekning.

Reynslan sýnir að úrslitin í New Hampshire eru gríðarlega mikilvæg vegna þess hve oft þau fara saman við hin endanlegu úrslit. Að því leyti til eru þau skoðanamyndandi og sérstaklega mikilvæg fyrir Hillary Clinton.

Í sumum löndum eru skoðanakannanir bannaðar í ákveðinn tíma fyrir kjördag til að koma í veg fyrir að skoðanamyndanid úrslit þeirra skekki hinn raunverulega vilja kjósenda.

Hræðsluáróður um "ónýt" atkvæði reyndist Íslandshreyfingunni dýrkeyptur í síðustu kosningum og í því efni unnu skoðanakannanir og allt of hár þröskuldur í kosningalögum saman að því að ræna hreyfinguna ekki aðéins tveimur þingmönnum, sem eðlileg kosningalög í svipuðum dúr og í nágrannalöndunum hefðu fært henni, heldur vart minna en þremur þingmönnumm þegar tillit er tekið til þess hve margir hræddust að "ónýta" atkvæði sín með því að krossa við I-listann.


mbl.is Clinton vann í New Hampshire
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Skoðanakannanir eru af hinu góða en öllu má ofgera. Það er hættulegt þegar skoðanakannanir eru farnar að hafa of mikil áhrif á afstöðu manna.

Sammála þér að Íslandshreifingin galt þess í kosningunum hvað þröskuldurinn er hár hér en það er líka ekki gott ef alþingi fyllist af einsmanns þingflokkum. Held að ónýtu atkvæðis áróðurinn hafi virkað hjá andstæðingum ykkar.

Landfari, 9.1.2008 kl. 10:07

2 identicon

Til að tryggja að nýir og smáir flokkar eigi sanngjarna möguleika, væri hægt að hafa tvær umferðir í kosningum til Alþingis.

Í fyrri umferð er kosið án allra takmarkanna og þá kýs hver og einn þann flokk sem stendur honum næst og viðkomandi vill sjá á þingi.

Þeir flokkar sem ná ekki að fá þrjá þingmenn í fyrri umferðinni, fá ekki að bjóða fram í seinni umferðinni.

Þannig gætu þeir sem fylgja flokkum eins og Íslandshreyfinguna keppst í fyrri umferð kosninganna við að tryggja sínum flokki möguleika, án þess að kasta atkvæði sínu á glæ. Ef minn flokkur nær ekki þremur mönnum, þá get ég kosið þann flokk í seinni umferðinni sem kemur næst á eftir þeim lífsskoðunum sem ég hef.  Þetta hræðir ekki fólk frá að kjósa nýja flokka, eða flokka sem eru tæpir í skoðanakönnunum.

Þetta finnst mér réttlátari leið. Annars kýs ég alltaf eftir sannfæringu
minni og læt ekki hræða mig með að atkvæði mitt ónýtist.

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 11:01

3 identicon

Þetta er flókið mál og erfitt að sjá hvað er réttast. Ég kaus Islandshreyfinguna og sé ekki eftir því en að kjósa inn þingmann hefði verið betra. Ekki er nokkur vafi á að skoðanakannanir eru skoðanamyndandi, það þekki ég skjálfur í mínum pælingum um hvað skuli kjósa. En er það ekki foræðishyggja að banna kannanir?

Haukur (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 17:28

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Auðvitað er það vafasamt að setja bann á kannanir, segjum síðustu vikuna fyrir kosningar. Betra væri að lækka þröskuldinn niður í það sem hann er í þeim löndum sem við berum okkur saman við, ca 2,0 - 2,5 %.

Ómar Ragnarsson, 9.1.2008 kl. 18:42

5 identicon

Erlend lögjafarþing eru oftast fjölmennari en Alþingi.  2,0 - 2,5% eru því nokkrir þingmenn á erlendum þingum.  Flokkur verður að vera fleiri en 1 og fleiri en 2.  Mikið af starfi þingsins fer fram í nefndum sem oft hafa fundi á sama tíma svo það er illmögulegt fyrir einn og jafnvel tvo að eiga fulltrúa í öllum nefndum og sinna öllu því starfi sem þingflokkur þarf að vinna.

Annars finnst manni nú starf þingsins oft vera frekar yfirborðskennt og hroðvirknislegt og er það að mínu mati vegna fámennis.  Spurning um að fjölga þingmönnum?  Hins vegar heyrir maður oftar að frekar ætti að fækka þeim.

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 00:34

6 Smámynd: Landfari

Það er svolítið kostnaðarsamt að hafa tvær umferðir. Miklu einfaldara væri að geta X-að við vara lista. Svipað og þegar nemendur eru að velja fög í fjölbrautaskólum. Hef nú ekki pælt í útfærslunni en datt þetta bara svona í hug. Finnst þetta bara sniðugra eftir því sem ég hugsa meira um það. Ætli þetta sé ekki bara vel framkvæmanlegt.

Svo er náttúrulega æskilegast að geta valið frambjóðendur en ekki bara lista. Það er svo mikið af frambærilegu fólki en það er bara dreift um alla listana.

Landfari, 10.1.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband