HEILDARHLÝNUNIN MARKTÆKUST.

Þeir sem andmæla því að gróðurhúsaáhrif valdi hlýnun á jörðinni eru fljótir að grípa einstakar fréttir um kulda hér og kulda þar, kuldamet o.s.frv. En þá ber þess að gæta að í öllum athugunum vísindamanna hefur komið fram að heildarhlýnun geti leitt til kólnunar á afmörkuðum svæðum. Gríðarlegur gangur heitra lægða norður eftir N-Atlantshafi undanfarna mánuði hefur fært norðurhéruðum Skandinavíu rigningar og hlýindi og borið mikinn raka yfir Bretlandseyjar og norðanvert meginland Evrópu.

Þetta viðvarandi djúpa og víðáttumikla lægðakerfi hefur hins vegar valdið því að stöðugir kaldir straumar hafa komið úr norðri og farið suður með vesturströnd Grænlands.

Ég hef áður tekið sem dæmi að oft valda mestu hlýindin á Barðaströnd því að sumarlagi, að hlýtt loft stígur upp af ströndinni og í staðinn leggur svalt loft af Grænlandshafi inn firðina í Vesturbyggð svo að þessir miklu góðviðrisdagar á Barðaströnd færa íbúum Vesturbyggðar hrollkalda innlögn eins og hún er kölluð vestra.

Og því hlýrra sem er á Barðaströndinni, því ákafari verður þessi kaldi strekkingur inn firðina og kemur fyrr á morgnana en ella.  

Fyrir tíu árum höfðu vísindamenn áhyggjur af því að hringekja hafstrauma sem liggur um Atlantshaf og Indlandshaf kynni að truflast ef of mikið af ís bráðnaði á skömmum tíma í Íshafinu. Það gæti jafnvel valdið breytingu í öfuga átt, mikilli kólnun á Norður-Atlantshafi.

Mjög erfitt hefur verið að sanna slíkar kenningar um svona flókið fyrirbæri. Hitt virðast menn vera nokkuð sammála um að of hraðar breytingar á hita lofthjúpsins geti valdið ófyrirsjáanlegum sveiflum á mismunandi svæðum. Þess vegna eigi mannkynið ekki að rugga bátnum of harkalega heldur að fara að öllu með gát.  

Aðeins með því að taka meðalhitann á allri jörðinni yfir lengra tímabil en nokkur ár er hægt að sjá hvort um hlýnun lofthjúpsins sé að ræða. Ef sú er raunin segja kuldar hér og þar okkur ekkert annað en það að hraðar heildarbreytingar geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og því eigi að forðast þær.  


mbl.is Kaldasti vetur á Grænlandi í tíu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta getur verið rétt hjá þér, Ómar og líka niðurstaðan þín: „ Þess vegna eigi mannkynið ekki að rugga bátnum of harkalega heldur að fara að öllu með gát“. T.d. á ekki að ráðast í aðgerðir til kælingar Grænlands þegar það kólnar af sjálfu sér eða má alveg hitna.

Hiti á einum stað getur þýtt kulda á öðrum. Ef heimurinn er mannslíkami, þá er annar fóturinn kannski staddur í hveralaug en hinn í snjónum, að meðaltali í 37°C. Ísland og Grænland hafa ekkert að gera með að sporna gegn náttúrunni eða athöfnum annarra þjóða, því að við vitum ekki hvernig það snýr að okkar lífi.

Ívar Pálsson, 16.1.2008 kl. 14:05

2 identicon

Rétt hjá thér, Ómar, vid verdum ad halda áfram ad vera sparsöm h.v. eldsneytisneyslu og láta vísindamenn rannsaka málinu.

stefan (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 14:12

3 identicon

Það væri áhugavert að bera saman hversu mikli magni af gróðurhúsalofttegundum er sleppt út í andrúmsloftið af mannavöldum og hversu mikið af þessum sömu lofttegundum losna út í andrúmsloftið af náttúrulegum orsökum (t.d. af eldgosi). Persónulega held ég að það hlutfall sem við losum út í andrúmsloftið sé hverfandi við hliðina á hinu. En það er hins vegar alveg rétt hjá þér að hafa varan á. "Better safe than sorry" eins og margir segja.

Bjarki (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 14:40

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Já "Better safe than sorry" og þess vegna ættum við frekar að eyða þessum milljörðum í aðra umhverfisvernd heldur en vinmillu barráttu við ósýnilegan óvinn sem við höldum að sé til. Frekar að minnka blý notkun og koma í veg fyrir arsenic og kvikasilfur meingun eða bara nota peningana og fjárfesta í þróunarlöndunum og hjálpa þeim að lifa betra lífi.

Fannar frá Rifi, 16.1.2008 kl. 14:58

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar

Við vitum öll að gróðurhúsa áhrif valda kólnun. Þú sem norðurhjara maður ættir að vita þetta best. Við erum ekki að tala um smá hlýnun sem veldur meiri gufu heldur afleiðingarnar sem verða á næstu árum á eftir sem eru köldu árin núna. Saga Grænlands segir 7 heit  og 9 köld á 14 ára fresti svo líklega erum við að fara inn í slæmu/köldu núna. Þessi ritmi hefir verið í aldir og ís kjarnarnir hafa sýnt þetta.

Valdimar Samúelsson, 16.1.2008 kl. 15:11

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Grænlandsjökull er innilokaður að miklu leyti í lægð á milli fjallgarða á austur- og vesturströndunum. Þess vegna verður hopun hans hverfandi miðað við minnkun ísmagnsins, en áhrifin af jöklinum miðast eingöngu við hið kalda yfirborð.

Af þeim sökum mun þessi ógnarskjöldur rétt vestan við okkur hafa mikil áhrif jafnvel þótt allur ís verði farinn að norðurskautinu og jafnvel geta valdið staðbundinni kólnun á sama tíma og hlýnað hefur stórlega fyrir austan hann og vestan.

Það er vegna Grænlandsjökuls sem það stingur í augu þegar skoðað er meðaltalskort af veðurfari heimsins í janúar að á norðurhvelinu eru tvær loftþrýstingshæðir,  annars vegar yfir Síberíu og hins vegar yfir Grænlandi. Hæðin yfir Síberíu er mesta meðalhæð loftþrýstings á norðurhvelinu en Grænlandshæðin fylgir fast á eftir.

En á sunnanverðu Grænlandshafi, suðvestur af Íslandi, er hins vegar á sama tíma, í janúar ár hvert, að meðaltali dýpsta lægðin á jörðinni. 

Útkoman: Að meðaltali stífasti vindur á jörðinni og mesti loftþrýstingsmunurinn.

Meðan Grænlandsjökull heldur velli er erfitt að sjá að neitt geti breytt þessu. 

Ómar Ragnarsson, 16.1.2008 kl. 15:14

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt er að geta þess í þessu sambandi að Grænlandsjökull er meira en 3000 metra djúpur og það tekur tíma að bræða allan þann ís niður til botns.

Ómar Ragnarsson, 16.1.2008 kl. 15:15

8 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Ekki er nú allur Grænlandsjökull 3000 metra þykkur, og allra síst þar sem bráðnunin er mest á jöðrunum. Ekki er hann heldur allur lokaður inni í einum dal blessaður 1,755,63 km² jökullin.

Og ekki er heldur mikið að marka svona frétt þar sem vitnað er í bæjarstjóra um lognakafla sl. mánuð.

Vona að menn fari nú ekki af límingunum þó það birtist svona ekki fréttir öðru hverju, þetta var sjálfsagt meira til gamans gert en til gagns hjá blessuðum kóloníuherrunum okkar á þýskalandseyri, litla flata landinu, þar sem ekki er einu sinni til orð yfir "jökul."

með kveðju frá suður Grænlandi

Baldvin Kristjánsson, 16.1.2008 kl. 15:28

9 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

eins og glöggir menn sjá, átti hér að sjálfsögðu að standa 1,755,637 km² jökullinn,

þ.e. stærri en Noregur (ásamt svalbarða), Svíþjóð, Finnland, Þýskaland og Bretland til samans.

með kveðju

Baldvin Kristjánsson, 16.1.2008 kl. 15:35

10 identicon

Áhugaverðar umræður.

Annað hvort fyrir eða eftir þar síðustu aldamót var hægt að ganga á milli Reykjvíkur og Akraness á ís. Svo kalt var þá. Kunnugt er að Vatnajökull var nefndur "Klofajökull" og þá var hann væntanlega mun minni en hann er nú.

Við eldgos verður gífurleg losun "gróðurhúsalofttegunda" og talið hörmungarnar við Skaftárelda 1783 hafi náð til Frakklands og eyðilagt vínuppskeru sem síðan átti þátt í uppreisn sem leiddi til Frönsku byltingarinnar! Þekkt eru áhrif síðasta goss í St. Helenu í Washingtonríki í Bandaríkjunum. M.ö.o. náttúran sjálf hefur gífurleg áhrif á loftslag og er ekkert að biðja um umhverfismat á sínum athöfnum! En það þýðir ekki að við eigum að hætta að velta þessum málum fyrir okkur. En gerum það ekki án umhugsunar!

En danska orðið fyrir jökul er BRÆ. Í fleirtölu Bræer og m. ákv. greini "bræen" svo það sé upplýst.

Jónas Egilsson (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 17:15

11 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

einhver daninn sagði mér að "Bræ" væri tökuorð úr norsku, þegar ég spurði eftir þessu fyrir tveimur árum þegar ég var fararstjóri á Svalbarða og tók eftir því að Norðmenn nota allt frá "fönn" til "bræ" yfir í "jokul" fyrir íshettur og jökulbreiður, etc.

enda kalla danir Grænlandsjökul "indlandsisen" og lagnaðarísinn "stor-isen."

enda svo sem, afhverju ættu danir að hafa sitt orð yfir jökul, en það væri s.s. hægt að finna margt í þessum dúr hér á Grænlandinu.

með kveðju frá Grænlandi

Baldvin Kristjánsson, 16.1.2008 kl. 17:20

12 Smámynd: Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ómar! Ég er sammála þér um, að ekki má einblína á eitt svæði og eitt tímabil, heldur heildaráhrif yfir langan tíma á stóru svæði. En mér finnst furðulegt, að ekki skuli hafa hlýnað í heiminum skv. mælingum (sbr. heimasíðu Ágústs H. Bjarnasonar, þar sem er tenging í mælingar) síðustu sjö árin eða frá 2001. Samt hefur losun koltvísýrings eflaust aukist á þessu tímabili. Ég ætla ekki að útiloka, að losun koltvísýrings hafi áhrif á hitastig jarðar. En þetta er einkennilegt. HHG

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 16.1.2008 kl. 17:20

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að enginn afneiti því að gróðurhúsaáhrif valdi hlýnun á jörðinni, heldur einungis hve stóran þátt maðurinn eigi í því. T.d. er vitað að við hlýnun þá eykst nátúruleg losun gróðurhúsalofttegunda svo það skapast ákveðin "dómínó-áhrif".

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2008 kl. 18:34

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt er það að Grænlandsjökull er ekki allur 3000 metra þykkur. Hins vegar skríður jökullinn út frá hæsta og þykkasta hluta hans og af þeim sökum mun ekki sjá verulega á honum fyrr en hæsti hlutinn hefur bráðnað niður og skriðið til austurs og vesturs.

Ómar Ragnarsson, 16.1.2008 kl. 19:19

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hannes Hólmsteinn, ég hygg að sjö ár séu ekki nóg. Það er þekkt og sést vel ef skoðaðar eru sveiflur síðustu aldar að gamla egypska módelið á dögum Jóseps, sjö feit ár og sjö mögur, er enn á kreiki og sveiflurnar taka jafnvel enn lengri tíma.

Ef teiknaðar eru línur, annars vegar á milli botnanna á sveiflunum og hins vegar á milli toppanna, sést að botnarnir fara hækkandi og topparnir líka. En kannski þurfum við að bíða í sjö ár í viðbót til að átta okkur betur á því hvað er að gerast. 

Ómar Ragnarsson, 16.1.2008 kl. 19:28

16 identicon

Ekki skal ég segja til um uppruna orðsins, en bókin "Bræen" eftir Johannes V. Jenssen kom út árið 1908 og var hann jóskur í þokkabót.

En smá innlegg í umhverfisumræðuna. Hvar er umræðan um gat á ósonlaginu stödd? Einhversstaðar heyrði ég að gatið hefði minnkað aftur! Eitthvað til í því?

Jonas Egilsson (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 19:46

17 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég held að það sé nokkuð augljóst að ríkjandi vindáttir hverju sinni ráði mestu um það hvort Grænlendingar og aðrir á þessum slóðum fái hlýja eða kalda vetur. Þar eins og hér getur hitastigið sveiflast um 20 gráður eftir því hvort hann blæs úr norðri eða suðri en eins og kemur fram í fréttinni hafa norðanáttir verið ríkjandi þarna undanfarið.

Og í sambandi við Grænlandsjökul, þá er hann svo þykkur að botn hans er að miklu leyti neðan sjávarmáls, þannig að ef hann væri skyndilega tekinn burt þá yrði til innhaf milli fjallgarðana í austur- og vesturströndinni.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.1.2008 kl. 20:39

18 Smámynd: Fannar frá Rifi

7 ár ekki nóg. en hvað með 30 ár? það virðist vera viðurkennd tímalengd meðal umhverfis dómsdagsspámanna.

Skoðum síðustu 1000 ár. hvernig var Ísland fyrir 1000 árum Ómar? það þýðir ekkert að miða allt við móðuharðindin. 

Fannar frá Rifi, 16.1.2008 kl. 20:43

19 identicon

Á dögum gróðurhúsaáhrifa sem fæstir efast um að sé af mannavöldum er talað um að grípa verði til mjög róttækra aðgerða til að sporna við hugsanlegum náttúruhamförum. Þessar aðgerðir munu kosta heilmikið fé og í raun breytingar á daglegu atferli meirihluta alls mannkyns. Þessi hlið gróðurhúsaáhrifanna er mikið búið að ræða um og örugglega ekkert sem ég hef að segja um hana sem ekki hefur verið sagt frá áður.

En eins og allir vita þá eru fleiri en ein hlið á hverju máli. Í því samhengi hef ég verið að velta fyiri mér náttúrunni með þá forsendu fyrir augum að þeir hæfustu lifa af en aðrir deyja.

Látlaust í fréttum er talað um hópa náttúruverndarsinna sem reyna að bjarga dýrum frá útrýmingu, mótmæla hvalveiðum, setja gervilöpp á hest svo ekki þurfi að lóga honum, mjög göfugt allt saman og hljómar vel en það fólk sem talar fyrir hönd þessara hópa eru þá ekki sammála hugtakinu um þörfina fyrir hæfni til að lifa af, eða telur mannkynið undanskilið náttúrunni, sem væri þversögn.

Ég er þeirrar skoðunnar að ef mannkynið reynir verulega á þolmörk náttúrunnar þá fái það réttilega launað í staðinn. Mörgum finnst þetta ljótt að segja, það vantar kannski í mig alla samúð, en staðreyndin er sú að náttúran sem við lifum í, sú náttúra sem þessir hópar eru að berjast fyrir, er í eðli sínu girmm og samviskulaus.

Á árum áður var maðurinn háðari náttúrunni, Indjánar Norður-Ameríku lifðu í mikilli sátt við hana sem dæmi, en aðrir þjóðflokkar urðu valdar af hruni stofna og almennri eyðinleggingu síns nánsta umhverfis og fengu þá sín málalok í takt við það. Þegar ekkert var eftir til matar þá dó það fólk rétt eins og hin dýrin.

Trekk í trekk hefur maðurinn brennt sig á því að lifa umfram getu náttúrunnar og hefur oft reynt verulega á þolmörk hennar ef svo má segja. Þá spyr ég einfaldlega hvort það sama sé upp á teningnum varðandi gróðurhúsaáhrifin?

Haukur Ó. Ottesen (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:08

20 identicon

Afskaplega er þetta aumt tal enn um "hlýnun af mannavöldum".

Þetta er óskhyggja, um að geta stjórnað öllu umhverfi, náttúrunni, klónun o.s.frv. Einungis fáfræðir falla fyrir þessu, og virðist nóg af þeim. En aumu meðjarðbúar, við bara erum enn komin svo skammt í stjónuninni. Og þekkingin er undanfari. Þekkingin er nánast núll miðað við það sem er eftir. Fyrst þarf kunnáttuna. Ég vil afrita mitt einfalda innleg á bloggi, sem hefur áreynslulaust komið með góða punkta í þessa umræðu:

Bloggið: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/406986/

Mitt afrit af ofangreindu bloggi:

"Alveg er þetta hreint ótrúlega skelfileg og takmörkuð heilastarfssemi í talsmönnum Global Warming.

Ísaldir hafa komið og farið í milljónir ára, með skemmra millibili eftir hverja ísöld. Þessar stóru sveiflur í hitastigi, einkennast af smærri hitasveiflum á styttri tímabilum. Þetta hefur verið kennt í í veðurfræðinni í áratugi og heimildir að finna um allar jarðir. 

Enginn veit hvað veldur ísöldum, né hvað veldur hlýindunum. Steingervingar af hálfgerðum pálmatrjám hefur fundist á Íslandi, en Ísland hefur alltaf verið hér Norður í Ballarhafi (engar flekakenningarafsakanir). Það hefur margoft verið miklu hlýrra á Íslandi en það er í dag og mikið hlýrra en var á hlýindaskeiðinu um 14ándu öld.

Það verða margir "vísindamenn" að athlægi við næsta kæliskeið í veðursögunni, tala ekki um á næstu ísöld en þá munu væntanlega margir hlæja sér til hita. 

Hvernig væri að "Global Warming vísindamenn" myndu kanna sögulegan og vísindalegan grunn fyrst áður en blásið er í tómar tunnur. Almúginn hefur fundið sér stefnu í heiminum og virðist það vera að stjórna þögla meirihlutanum í ljósi einskærrar heimsku. Þetta ætti að vera ráðamönnum áhyggjuefni að heimskingjar fái að ráða stefnu mála í stað ráðstjórnarinnar. Meiri og betri menntun mun ávallt skila sér betur til samfélagsins.

Og nú á að fara að banna botnvörpufisk! (síðast sem ég heyrði frá Danmörku)."

Öfgar hafa engin takmörk frekar en heimskan. Hvorutveggja er jafn hættulegt.

nicejerk (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 00:27

21 Smámynd: Ísdrottningin

Strákar mínir, þetta er áhugavert spjall hjá ykkur og sitt sýnist hverjum. Gaman að því.

En hvað með "Global Dimming" í þessu samhengi? 

kv. Ísdrottningin 

Ísdrottningin, 17.1.2008 kl. 01:53

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ole Humlum prófessor við Oslóarháskóla er með áhugaverða vefsíðu  http://www.climate4you.com

Þar er eftirfarandi hitaferil að finna:



Global monthly surface air temperature anomaly since 1985 as estimated by Hadley CRUT. The horisontal line indicate the average 1998-2006 (0.42oC). Click here to download the entire series of estimated HadCRUT3 global monthly surface air temperatures since 1850. Click here to read a description of the datafile format. Click here to see a graph showing the entire series since 1850.

Professor Ole Humlum er hér að velta fyrir sér breytingum heildarhlýnun lofthjúps jarðar síðasta áratug og hefur dregið inn lárétta línu í hitaferilinn sem er frá hinni virtu stofnun Climate Research Unit (CRU).

Ágúst H Bjarnason, 17.1.2008 kl. 08:03

23 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég vil nú benda Ómari á þegar hann talar um að taka ekki of mikið mark á mikilli kólnun á einstökum stöðum á jörðunni þá hafa skoðanna bræður hans og systur verið dugleg við að benda á staði þar sem eru íslausir á þessu og þessum tíma. Það er benda á einstaka atvik. Sigla í kringum einhverja litla eyju við Suðurskautslandið sem "á að hafa allat verið ísilagt í kringum". annars tek ég undir að mörgu leiti með Nicejerk.

Afhverju endaði síðasta ísöld? hvaða hlýnun orsakaði lok síðustu ísaldar og afhverju er 100% að ekki er um sömu áhrif að ræða í núverandi hlýnun og ölli lok ísaldar?

Síðan þegar menn fara að tala um hlýnunin sé svo hröð að greinilegt er að við mennirnir höfum árhif. Hröð miðað við hvað? Borkjarna á Grænlandsjökli? segja þeir til um það hversu hratt hitastig féll? Geta þeir (borkjarnarnir) ekki verið rangir þar sem óvæntir kuldaskellir gætu aflagað hitastigiði á Grænlandi í samanburði við restina af heiminum?

Það kemur ísöld og hún fer. Þetta er hin náttúrulegi gangur sögunar að það hitnar og kólnar á víxl. Ómar varst þú ekki manna duglegastur að benda á einhver ísaldar ummerki upp við Kárahnjúka? Þú ættir þá að gera þér grein fyrir að hlýnun og kólnun jarðar er eðlilegur hlutur.

En hvernig er það. Hversu margir hafa hagsmuni sína af því að boða dómsdag vegna hnattrænnar hlýnunar? Hafa þessi samök hag af því að það kæmi kannski í ljós að hlýnun er ekki af manna völdum? Hafa Sea Sheperd hag af því að hvalir verði skráðir af lista dýra í útrýmingarhættu? 

Hvað velta umhverfis samtök miklum peningum?  

Fannar frá Rifi, 17.1.2008 kl. 10:55

24 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er fróðlegt að lesa hvað prófessor Ole Humlum segir um þróun mála undanfarinn áratug:

Implications of the recent global temperature development

 

In a normal scientific context the present period with essentially stable global surface air temperatures represents a classic example of what is known as empirical falsification, disproving the hypothesis on the dominant influence of CO2 and alleged associated effects on the global temperature. The atmospheric content of CO2 continues to increase, but the global temperature is essentially stable

Clearly other factors not fully represented by global climate models must have had a net cooling effect since 1998 of at least at the same magnitude as the alleged warming effect of greenhouse gasses. Consequently, global climate models apparently are still not perfect, and require modification and perhaps also the inclusion of additional processes.

This, however, does not disprove the general notion that atmospheric CO2 has influence on the global temperature. There are good reasons to expect that all other things being equal, an increasing amount of atmospheric CO2 may lead to higher global temperature.

What the falsification do demonstrate, however, is that the alleged dominance of CO2 is wrong, and that CO2 with associated warming effects have a smaller relative importance than previously believed. The real relative importance of CO2 for the global temperature will be demonstrated by the future global temperature development as well as by coming research initiatives.

Simultaneously it should be remembered that the amount of atmospheric CO2, like most other phenomena in nature, is likely to undergo series of natural variations. For CO2 this has the additional implication, that the ocean temperature presumably represents an important control on the amount of atmospheric CO2.

Notwithstanding all these considerations, the global average temperature for the last 10 years is still high and presumably higher than at any time since the end of the Little Ice Age. This observation, however, does not represent a valid argument for ignoring the significance of the recent temperature development. The CO2 hypothesis forecasts the global temperature to increase whenever the atmospheric CO2 concentration goes up. If a situation like the present occurs, with increasing atmospheric CO2 and essentially stable (or decreasing) global temperatures over several years (without this being caused by volcanic eruptions), the hypothesis is falsified. The general level of the global temperature, high or low, when seen in a longer time perspective does not matter in this context, as this may well be the result of variations in a number of other climatic drivers.

Ágúst H Bjarnason, 17.1.2008 kl. 11:39

25 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hvað með þær tölur sem benda til að CO2 sé áhrif hitnandi veðurfars? Það að þegar hafið hitnar þá losnar CO2 úr hafinu þar sem heitara vatn getur ekki geymt í sér eins mikið af gasi eins og kalt.

Það að aukning CO2 eru afleiðingar hlýnunar en ekki orsök?  

Fannar frá Rifi, 17.1.2008 kl. 11:47

26 Smámynd: Fannar frá Rifi

Tómas, ég hef heyrt þetta með spíralarma vetrabrautarinnar áður. Fyrir að ég held 10 til 15 árum sýndi Rúv fræðslu þátt um þetta. Þar var borið saman hlý og kulda skeið jarðsögunar saman við útreiknaða staðsetningu jarðar í Vetrarbrautinni. Það féll vel saman.

Ætli rannsóknum þessara vísindamanna hafi ekki barað verið sópað undir teppi þar sem uppgötvanir þeirra voru ekki til þess fallnar að fá auka fjárveitingar vegna yfivofandi dómsdags í anda The Day After Tomorrow. 

Fannar frá Rifi, 17.1.2008 kl. 14:56

27 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er sammála því sem sést í athugasemd hér að ofan að ísleysi á mjög takmörkuðu svæði allt niður í einstaka litla eyju segi lítið um heildarástand lofthjúpsins. Ef hins vegar heildarhafísinn í Íshafinu hefur minnkað jafn mikið og gögn benda til, ber frekar að taka mark á því.

Ómar Ragnarsson, 17.1.2008 kl. 21:11

28 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er sammála því sem sagt er í einni athugasemdinni hér að ofan að ekki sé hægt að alhæfa út frá breytingum á mjög litlu afmörkuðu svæði svo sem við eina eyju. Hins vegar ætti að vera marktækara ef þau gögn eru rétt sem benda til þess að hafísinn í Íshafinu hafi minnkað stórlega.

Raunar held ég að mesta hættan sem steðji að mannkyninu sé ein sú duldasta, en það er hve mikið er enn til af kjarnorkueldflaugum hjá Bandaríkjamönnum og Rússum og hve lítið þarf út af að bregða til að þar verði slys.

Það sem upplýst hefur verið um hve litlu munaði 1982 vekur spurningar um það hvort búið sé við falska mynd af raunverulegri stöðu og menn orðnir værukærir vegna þess að ekkert hefur farið úrskeiðis enn.

Lögmál Murphys er í fullu gildi og alltaf gaman að fara með hálfkærings bullfrasann: Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur.

Ómar Ragnarsson, 17.1.2008 kl. 21:21

29 identicon

Bjarki:

„Það væri áhugavert að bera saman hversu mikli magni af gróðurhúsalofttegundum er sleppt út í andrúmsloftið af mannavöldum og hversu mikið af þessum sömu lofttegundum losna út í andrúmsloftið af náttúrulegum orsökum (t.d. af eldgosi). Persónulega held ég að það hlutfall sem við losum út í andrúmsloftið sé hverfandi við hliðina á hinu.“

Rangt, heildarlosun gróðuhúsalofttegunda í eldgosum er lítil miðað við losun mannkyns vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, landbúnaðar og skógarhöggs.

Gunnar Th.:

„Ég held að enginn afneiti því að gróðurhúsaáhrif valdi hlýnun á jörðinni, heldur einungis hve stóran þátt maðurinn eigi í því.“

Jah, ég gæti nú nefnt nokkra moggabloggara, sem afneita þætti gróðurhúsalofttegunda í hlýnun jarðar, og þeir eru jafnvel til sem telja að gróðurhúsalofttegundir, eins og koltvísýringur og metan, hafi engin áhrif á hitastig á jörðinni. En þetta er spurning um stigsmun en ekki eðlismun. Hörðustu „afneitararnir“ segja að hlýnunin sé yfir höfuð ekki til staðar, næstir eru þeir sem segja að það sé að hlýna en það sé ekki vegna gróðurhúsalofttegundanna, aðeins linari eru þeir sem segja að það hlýni vissulega vegna aukins magns gróðurhúsalofttegunda en að það sé ekki manninum að kenna, svo þeir sem segja að það sé rétt að jörðin sé að hlýna vegna losunar mannsins á gróðurhúsalofttegundunm en það skipti engu máli, og loks þeir sem viðurkenna að það skiptir máli en það sé bara orðið of seint að gera nokkuð í því. Allir sammála um að gera ekkert.

nicejerk:

Ísaldir hafa komið og farið í milljónir ára, með skemmra millibili eftir hverja ísöld. Þessar stóru sveiflur í hitastigi, einkennast af smærri hitasveiflum á styttri tímabilum. Þetta hefur verið kennt í í veðurfræðinni í áratugi og heimildir að finna um allar jarðir. 

Enginn veit hvað veldur ísöldum, né hvað veldur hlýindunum. Steingervingar af hálfgerðum pálmatrjám hefur fundist á Íslandi, en Ísland hefur alltaf verið hér Norður í Ballarhafi (engar flekakenningarafsakanir).

Helstu ástæður núverandi ísaldartímabils eru reyndar þekktar og tengjast flekahreyfingum, þ.e.a.s. fyrst einangrun Suðurskautslandsins (fyrir um 40-20 milljónum ára) og síðan myndun Panamaeyðisins (fyrir um 3-4 milljónum ára). Innan þessa kuldatímabils hafa kulda- og hlýindaskeið skipst á. Orsök þeirra breytinga er hins vegar töluvert á reyki, þar spila örugglega margir þættir inn í og ekki allir vel þekktir. Meðal líklegra áhrifavalda má nefna hringrás Milankovitch, eldgos og magn gróðurhúsalofttegunda.

Það er rétt að á Íslandi hafa fundist 10-15 milljóna ára gamlir steingervingar af plöntu- og trjágróðri, sem lifir núna miklu sunnar á hnettinum. Það er hins vegar eðlilegt þar sem það var miklu hlýrra þá á heimsvísu. En þótt Ísland hafi ekki rekið neitt síðan það myndaðist á þetta sér samt skýringu í flekahreyfingum. Elsta merki um jöklun á Íslandi á sér stað fyrir um 5-6 milljónum ára en stórfelld jöklun hefst fyrir um 3 milljónum ára og fellur það saman við myndun Panameiðsins.

Það hefur margoft verið miklu hlýrra á Íslandi en það er í dag og mikið hlýrra en var á hlýindaskeiðinu um 14ándu öld.

Eins og ég sagði, það er eðlilegt að það var hlýrra hér fyrir um 10-15 milljónum ára (við erum raunar mjög langt frá hitastiginu sem þá ríkti hér) en þá var heldur engin ísöld á jörðinni. Aðstæður eru allt aðrar í dag.

Fannar:

„7 ár ekki nóg. en hvað með 30 ár? það virðist vera viðurkennd tímalengd meðal umhverfis dómsdagsspámanna.“

Jah, hversu stutt má tímabilið vera til að það sé hægt að merkja marktæka hlýnun eða kólnun? Dagur, vika, mánuður, eitt ár eða tvö? Hvað þarf trendlína að ná yfir langt tímabil til að verða marktæk í þessum mælingum?

Afhverju endaði síðasta ísöld? hvaða hlýnun orsakaði lok síðustu ísaldar og afhverju er 100% að ekki er um sömu áhrif að ræða í núverandi hlýnun og ölli lok ísaldar?

Það er ekki vel þekkt hvers vegna síðasta ísaldartímabili lauk og það er ekkert 100% víst í þessum málum. Það eru hins vegar yfirgnæfandi líkur á því að maðurinn eigi að mestu leyti sök á auknu magni gróðurhúsalofttegunda og ekki hafa fundist neinat vísbendingar um að hlýnunin nú sé sprottin af sama meiði og sú sem varð í lok síðasta ísaldartímabils.

Það kemur ísöld og hún fer. Þetta er hin náttúrulegi gangur sögunar að það hitnar og kólnar á víxl. Ómar varst þú ekki manna duglegastur að benda á einhver ísaldar ummerki upp við Kárahnjúka? Þú ættir þá að gera þér grein fyrir að hlýnun og kólnun jarðar er eðlilegur hlutur.

Það er auðvitað rétt, ísaldir koma og fara, alla vega á því tímabili í sögu jarðar, sem við lifum í. En það er ekki náttúrulegt að það hlýni jafnhratt og við erum að upplifa. Núverandi magn gróðurhúsalofttegunda er heldur ekki náttúrulegt á þeim tíma sem við lifum, hefur alla vega ekki verið til staðar síðustu 650 þúsund árin og hugsanlega ekki í nokkrar milljónir ára, þótt fjöldi ísaldaskeiða hafi komið og farið á þeim tíma. Svo það er ekki hægt að afgreiða núverandi hlýnun sem náttúrulegt ástand, yfirleitt eiga svona umskipti sér stað á þúsundum eða milljónum ára, en ekki nokkrum áratugum.

Hvað með þær tölur sem benda til að CO2 sé áhrif hitnandi veðurfars? Það að þegar hafið hitnar þá losnar CO2 úr hafinu þar sem heitara vatn getur ekki geymt í sér eins mikið af gasi eins og kalt.

Það að aukning CO2 eru afleiðingar hlýnunar en ekki orsök?

Jah, þarf eitt að útiloka annað? Við hlýnun sjávar losnar vissulega koltvísýringur svo ein afleiðing hlýnunar er aukið magn koltvísýrings. En það útilokar auðvitað ekki að aukin losun koltvísýrings annars staðar frá orsaki hlýnun andrúmsloftsins og jafnframt sjávar. Aukið magn koltvísýrings getur því bæði verið orsök og afleiðing hlýnunar.

Snæbjörn (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 02:08

30 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Snæbjörn, í athugasemd þinni gagnvart mér telurðu upp einhverja moggabloggara máli þínu til stuðnings, að þeir afneiti áhrifum lofttegunda (gróðurhúsalofttegunda) á hitastig jarðar. Ég átti nú við vísindamenn, en ekki moggabloggara. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsalofttegundir þá væri jörðin okkar óbyggileg vegna kulda... og hita.

Ég sé ekki á athugasemd þinni að þú hrekjir mína fullyrðingu, að vísindamönnum greinir á um þátt mannsins í aukningunni, þó vissulega sé miklu fleiri sem aðhyllast að þetta sé manninum að mestu að kenna. Ef ég man rétt þá er CO2 innan við 5% af gróðurhúsalofttegundum og þar á maðurinn þátt í örfárra prósenta auknigu. Vatnsgufa er langalgengasta gróðurhúsalofttegundin í lofthjúpnum..

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2008 kl. 00:44

31 identicon

„Snæbjörn, í athugasemd þinni gagnvart mér telurðu upp einhverja moggabloggara máli þínu til stuðnings, að þeir afneiti áhrifum lofttegunda (gróðurhúsalofttegunda) á hitastig jarðar. Ég átti nú við vísindamenn, en ekki moggabloggara.“

Já, enda átti þetta svo sem ekki að vera skot á þig.

„Ég sé ekki á athugasemd þinni að þú hrekjir mína fullyrðingu, að vísindamönnum greinir á um þátt mannsins í aukningunni, þó vissulega sé miklu fleiri sem aðhyllast að þetta sé manninum að mestu að kenna.“

Nei, enda er það alveg satt og ekkert að því að fullyrða að menn greini á um hve stór þáttur mannsins sé, sérstaklega þegar tekið er fram að mikill meirihluti vísindamanna telji að skrifa megi aukningu gróðurhúsalofttegundanna að mestu leyti á manninn.

„Ef ég man rétt þá er CO2 innan við 5% af gróðurhúsalofttegundum og þar á maðurinn þátt í örfárra prósenta auknigu. Vatnsgufa er langalgengasta gróðurhúsalofttegundin í lofthjúpnum.“

Vatn er vissulega langalgengasta gróðurhúsalofttegundin og stendur raki í loftinu og ský fyrir e-ð í kringum 75% gróðurhúsaáhrifanna. Vatnsgufa er hins vegar ekki áhrifsþáttur heldur viðbragð við hitastigi andrúmsloftsins, hún eykst við hlýnun jarðar en er sjálf skammlíf í andrúmsloftinu og þéttist og fellur til jarðar að jafnaði innan örfárra daga frá myndun. Koltvísýringur og aðrar langlífar gróðurhúsalofttegundir hafa það hins vegar umfram vatnsgufu að vera langlífar í andrúmsloftinu. Koltvísýringurinn, sem við erum að mynda með brennslu jarðefnaeldsneytis verður að öllum líkindum í andrúmsloftinu næstu áratugi eða aldir. Magn þessara lofttegunda hafa áhrif á hlýnun, magn vatnsgufu er hins vegar afleiðing hitastigs andrúmsloftsins.

Af þessum langlífu gróðurhúsalofttegundum er magn koltvísýrings yfirgnæfandi og þess vegna er aukning hans stærsti einstaki þátturinn í hlýnun jarðar. Hlutfall koltvísýrings er talið hafa aukist um 30-40% frá því fyrir iðnbyltinguna, eða úr um 280 ppm í um 380 ppm í dag. Þessa aukningu má líklegast að stærstum hluta rekja til athafna mannsins enda jókst hlutfall koltvísýrings ekki um nema 20 ppm síðustu 8000 ár fyrir iðnbyltinguna.

Snæbjörn (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 13:06

32 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En áhrifin hefðu þá átt að koma strax fram, með þessari aukningu, en ekki bara á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2008 kl. 15:00

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Auk þess virðist ekki tekið tillit til náttúrulegrar aukningar co2 vegna hitaaukningar af náttúrulegum orsökum (hugsanlega vegna aukinnar virkni sólarinnar)

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2008 kl. 15:03

34 identicon

„En áhrifin hefðu þá átt að koma strax fram, með þessari aukningu, en ekki bara á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.“

Það er rétt að núverandi hlýnunarskeið hófst á áttunda ártuginum (um 1975) en brennsla jarðefnaeldsneytis miklu fyrr. Það eru tvær meginskýringar á því:

Frá 5. áratuginum fram á þann 8. kólnaði á jörðinni og hefur það verið rakið til loftmengunar, t.d. brennisteinsrykagna, en þær bæði endurkasta sólarljósinu og auka skýjamyndun. Hertari mengunarstuðlar drógu úr þessari mengun og í kjölfarið fór aftur að hlýna.

Þar að auki hefur u.þ.b. 60% af koltvísýringsaukningunni komið fram eftir 1970, hlutfallið var þá um 320-330 ppm (núna um 380 ppm), og hefur kolefnislosun mannkyns aukist úr 4 GtC á ári upp í tæplega 8 GtC á ári, þ.e. nánast tvöfaldast.

„Auk þess virðist ekki tekið tillit til náttúrulegrar aukningar co2 vegna hitaaukningar af náttúrulegum orsökum (hugsanlega vegna aukinnar virkni sólarinnar)“

Það hefur ekki verið sýnt fram á neina náttúrulega orsök fyrir þessari hlýnun, svo það er erfitt að taka tillit til þess sem er ekki til. Frá 1980 (þegar beinar mælingar á virkni sólarinnar hófust) hefur ekki verið vart við neina breytingu á virkni sólarinnar sem gæti útskýrt þessa hlýnun. Aukning koltvísýringsins í andrúmsloftinu fylgir aftur á móti vel losun mannsins, og það er því langlíklegasta skýringin á hlýnuninni.

Snæbjörn (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 18:59

35 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Total human contributions to greenhouse gases account for only about 0.28% of the "greenhouse effect" (Figure 2). Anthropogenic (man-made) carbon dioxide (CO2) comprises about 0.117% of this total, and man-made sources of other gases ( methane, nitrous oxide (NOX), other misc. gases) contributes another 0.163% .

Approximately 99.72% of the "greenhouse effect" is due to natural causes -- mostly water vapor and traces of other gases, which we can do nothing at all about. Eliminating human activity altogether would have little impact on climate change.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.1.2008 kl. 11:06

36 identicon

Ég geri ráð fyrir því að þú sért að vísa í þessa síðu, mysite.verizon.net/mhieb/WVFossils/ice_ages.html, sem ég sá e-n vísa í annars staðar á moggablogginu.

Útreikningarnir eru í fyrsta lagi rangir, eins og sýnt er fram á hér, www.realclimate.org/index.php/archives/2006/01/calculating-the-greenhouse-effect/.

(Á þessari sömu síðu (realclimate.org) er hér, www.realclimate.org/index.php?p=142, góð útskýring á muninum á koltvísýringi og vatnsgufu í loftslagsumræðunni, þ.e.a.s. af hverju vatnsgufa sem gróðurhúsagas er ekki áhrifavaldur heldur viðbragð.)

Auk furðulegra útreikninga er orðalagið í þessari tilvitnun þinni afar villandi, eins og annað efni á síðunni þaðan sem tilvitnunin er fengin. Þar segir að aðeins 5,53% gróðurhúsaáhrifanna séu manninum að kenna (þ.e. ef litið sé fram hjá vatnsgufunni). Þarna er hins vegar verið að tala um gróðurhúsaáhrifin í heild sinni, en ekki núverandi hlýnun jarðar.

Með því að segja að 95-99% gróðurhúsaáhrifanna séu náttúruleg, og áhrif mannsins á loftslagsbreytingar því hverfandi, er vísvitandi verið að blekkja lesendur, sem skynja e.t.v. ekki muninn á heildargróðurhúsaáhrifunum (meðalhiti jarðar væri 33°C lægri ef ekki kæmi til gróðurhúsaáhrifanna) og núverandi hlýnun jarðar. Maðurinn ber nefnilega að öllum líkindum stærsta ábyrgð á núverandi hlýnun, þótt hlutur okkar í heildargróðurhúsaáhrifunum sé sannarlega lítill.

Snæbjörn (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband