ÓVÆNT UMRÆÐUEFNI.

Umræðuefni helgarinnar, rannsóknarbeiðni Guðjóns Ólafs Jónssonar, er dæmi um það hvernig sum fréttamál dúkka stundum upp öllum að óvörum, vinda upp á sig og verða á allra vörum. Nú eru viðtöl við hvern framsóknarmanninn af öðrum í fjölmiðlunum um stóra fatamálið og og þann möguleika, sem Björn Ingi Hrafnsson hefur orðað, -  að hann fari úr - Framsóknarflokknum.   

 Rædd er þörf til rannsóknar.

Ræðuþörfin brennandi.

Fatapóker Framsóknar

fer að verða spennandi.  

 


mbl.is Björn Ingi úr Framsóknarflokki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minnir á limru sem ort var af svipuðu tilefni:

Á þingi er malað og malað, og mikið um ekkert talað.   Það kommana kætir er Kastljósið mætir.  Þá er sýningarþörfinni svalað.

hb

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Alveg ljómandi,haldið báðir áfram svona...    Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 20.1.2008 kl. 20:27

3 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Barizt svo fossar blóð úr und
hvor bróðir með dreyra á stingi,
Guðjón hinn góði með þýðislund
og gjörningasóðinn hann Bingi

Mbk.,
-Þ 

Þorsteinn Egilson, 21.1.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband