ORÐSTÍR DEYR ALDREI...

Hetja er fallin frá en orðstír hennar mun aldrei deyja. Þórdís Tinna Aðalsteinsdóttir skildi eftir sig það dýrmætasta sem nokkur dauðleg manneskja getur gefið samferðafólki sínu, fordæmi og lærdóm sem við getum haft að leiðarljósi eftir bestu föngum í glímu okkar við viðfangsefni lífs og dauða. Hún var fyrirmynd sem getur lýst okkur á vegferð okkar og veitt okkur nýja sýn á lífið og tilveruna.

Þegar við erum að fást við viðfangsefni okkar daglega lífs er gott fyrir okkur öll að bera þau saman við það sem hún barðist svo hetjulega við að uppi mun meðan land byggist.

Þá munum við sjá hve miklir smámunir ýmis þau vandamál eru, sem við miklum fyrir okkur.

Þá rennur upp fyrir okkur hve mikið við getum þakkað fyrir hvern dag sem okkur er gefinn í þessari jarðvist okkar.

Þórdís Tinna var hetjan sem blasti við okkur bloggurum á hverju degi, langt fyrir ofan okkur hin.

Fyrir það skuldum við henni ómælda þökk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband