1.2.2008 | 10:53
GRANI OG GEIR UPPLÝSA ?
Er hugsanlegt að upplýsingar lögreglunnar í 24 stundum í dag um það að auðveldara sé að stela Nissan bílum en öðrum bílum gæti verið vel þegin hjá bílaþjófum? Það hefur svo sem sést í erlendum bílablöðum að rannsóknir blaðanna hafi leitt í ljós að fljótara sé að stela sumum bílgerðum en öðrum en það er gert til að leiðbeina kaupendum. Svona upplýsingar geta því bæði gagnast bílaeigendum og bílaþjófum.
Ég veit hins vegar ekki hvort bílaþjófar hér lesa erlend bílablöð svo vel að þeir rekist á þessar upplýsingar þar. Eða hvort íslenskir bílaþjófar viti þetta þegar. Ég hef sjálfur orðið vitni að bílþjófnaði og þeir þjófar vissu ekki hvaða bíl var auðveldast að stela, heldur voru saman í gengi og reyndu að brjótast inn í tvo bíla í einu. Þeir tóku síðan þann sem fór fyrr í gang.
Sé þetta gert svona fara Nissanbílarnir væntanlega fljótar í gang en aðrir.
Það má setja spurningarmerki við það hvort lögreglan eigi að gefa vísbendingar í fjölmiðlum um það hvaða bílum sé auðveldast að stela. Grani og Geir í Spaugstofunni myndu vafalaust ekki hugsa sig um en hinir raunverulegu talsmenn lögreglunnar mættu velta hlutunum fyrir sér.
Bílar gufa upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er áhugavert að velt því fyrir sér hvað verður um þessa bíla sem er stolið og finnast ekki. Eru þeir notaðir í varahluti? Er þeim "breytt ", þ.e. notuð grindarnúmer ofl. af bílum sem hafa verið afskráðir eða eru eldri? Kannski er verið að föndra við svona í einhverjum bílskúrum landans?
Ég bjó í Ameríku (NA-hlutanum) í nokkur ár. Þar var sagt að ef bíl var stolið voru yfirgnæfandi líkur á því að innan 12 klst. væri búið að rífa hann í spað og varahlutirnir komnir í sölu.
Hagbarður, 1.2.2008 kl. 11:27
blaðamenn gefa stundum upp - óvart - leiðbeiningar til glæpamanna.
f. nokkrum árum sagði eitt dagblaðið t. a. m. frá því í fréttum hvar eina bankaútibúið í Reykjavík væri sem hefði engar öryggismyndavélar.
það var eftir rán úr hraðbanka þessa sama útibús með stolnu korti.
en líklega er þetta útibú orðið Orwell-vætt í dag ..
Halldór C. (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 13:56
Sem Nissan eigandi þá verð ég ansi vondur við að sjá svona fréttir, eða leiðbeiningar fyrir þessa bílaþjófa. Takk fyrir mig fyrirfram mbl.is og lögreglan ef svo skyldi fara að bílnum verði stolið.
Gilli (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 14:00
Þetta er svona svipað og þegar lögreglumaðurinn í Borgarnei upplýsti alþjóð um það, að hraðamyndavélin í Hvalfirðinum mældi bara bíla sem ækju hraðar en 99 km.klst. Eftir það ekur að sjálfsögðu enginn hægar en á 99.
Halldór Egill Guðnason, 1.2.2008 kl. 14:50
Ætli það ekki, en kannski líkja hjá bílkaupendum, þegar ég var yngri passaði hjólalykillinn minn í alla Madzda bíla á íslandi og ég gat opnað VW hans pabba á 15sec í fyrstu tilraun með einnota herðatré.
Nissan eru bara pirrandi bílar og ljósin eru ekki sjálfvirk og maður gleymir því alltaf, þarf að skipta extra oft um perurnar í háuljósunum hjá mér af því ég þarf að blikka nissa bíla svo mikið hehe
Johnny Bravo, 1.2.2008 kl. 16:15
Nissan bíl vinkonu minnar var stolið fyrir utan heimili mitt er hún var hér í matarboði. stuldurinn var tilkynntur til lögreglu sem upplýsti einmitt þetta að Nissan bílar væru aulveldustu skotmörk bílaþjófa vegna þess að ættirðu lykla að 10 Nissan bílum þá er mögulegt að þú getir opnað alla Nissan bíla á landinu. Það sem verra var var að bíllinn fannst 3 vikum síðar og hafði þá greinilega verið notaður af þjófinum um alllangt skeið áður hann var skilinn eftir í Vesturbænum. Allar eigur hennar sem voru í bílnum voru að sjálfsögðu horfnar. Nú reis tryggingafélagið upp á afturlappirnar og sagði að það þýddi ekkert að halda því fram að bílnum hefði verið stolið þar sem engin ummerki hefðu verið á honum sem styddu það, þrátt fyrir yfirlýsingar lögreglunnar. Hefði bíllinn aldrei fundist hefði hún fengið tryggingaféð greitt en þar sem hann fannst aftur vildu þeir meina að hún hefði sennilega bara gleymt hvar hún hefði lagt honum. Það er alveg öruggt að enginn úr minni fjölskyldu mun nokkurn tíman eiga Nissan bifreið.
thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 17:13
Mér finnst fráleitt að sakast við lögregluna og blaðamanninn í þessum efnum.
Fyrir það fyrsta þá er þetta síður en svo í fyrsta skiptið sem það kemur fram í fjölmiðli hversu mikið rusl þessir bílar eru að þessu leyti.
Eins má alveg eins snúa þessu yfir í að þetta hafi forvarnargildi. Fólk sem les þetta og á ekki Nissan hugsar með sér að það ætli ekki að kaupa þannig bíl. Fólk sem les þetta og á Nissan hlýtur þá að vera meðvitaðara um að það sé auðveldara að stela bíl þess en næsta bíl við hliðina.
Blaðamaðurinn er að segja sannleikann. Það er það sem blaðamenn eiga að gera.
Andri Valur (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 21:29
Ég hef ekkert út á viðkomandi blaðamann að setja. Honum ber að miðla þeim upplýsingum sem hann fær. Þetta mál er hins vegar ágætt til að velta vöngum yfir því hve langt talsmenn lögreglunnar eiga að ganga í því að upplýsa hvernig auðveldast er að fremja afbrot.
Ég felldi ekki neinn dóm um það í pistli mínum varðandi þetta tiltekna atvik en sá flöt sem mér fannst svolítið spaugilegur við það að fela Geir og Grana málið.
Ómar Ragnarsson, 1.2.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.