ROK OG BYLUR !

Ég skrapp í kvöld og var leynigestur á skemmtilegri sýningu í Borgarleikhúsinu sem heitir "Hér og nú." Í stað þess að syngja "Nú er frost á fróni" fengust sýningargestir til að syngja með mér að hluta til lag sem heitir "Rok og bylur" og er við gamalt rokklag, sem Pat Boone söng á sínum tíma og hét "Rocka-billy-rock." Í flutningi lagsins taka allir undir viðlagið og í lok þess sest söngvarinn við hlið konu og syngur til hennar um fjallakofadraum sinn.

ROK OG BYLUR.

Rok og bylur, rok og bylur, rok og bylur! Rok!

(endurtekið þrisvar)

 

Við gleðjumst hér svo ákaflega yfir því

að einmitt þessa daga hækkar sól á ný.

Þótt veðrið alveg snarvitlaust að verða sé

við verðum hér með spaug og spé.

 

Nú ætlum við að skemmta´okkur á útopnu

og erum ekki að pæla neitt í veðrinu

og glaður er hver fýr og sérhver gella blíð

þótt geysi úti hríð

 

og það sé rok og bylur, rok og bylur, rok og bylur, rok?

(endurtekið þrisvar)

 

Og þó að allt sé rafmagnslaust og allt í steik

og ófært út úr húsi þá má bregða´á leik.

Ef erfitt er að halda á sér hita þá

í hjónarúminu yl má fá.

 

Og bjargað hefur mörgum svona myrka nótt

að í meyjarfaðmi gleymist allur kuldi skjótt.

Það væri margur Íslendingur ekki til

ef aldrei gerði byl !

 

Og það sé rok og bylur, rok og bylur, rok og bylur, rok!

(endurtekið þrisvar, sest hjá konu og sungið til hennar)

 

Og ef ég væri tepptur einn með þér

og óhjákvæmilegt að ylja sér

það yrði í fjallakofa indælt dok -

með þér -

ef það er -

rok og bylur, rok og bylur, rok! Rok!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband